Frétt

bb.is | 19.07.2005 | 16:16Kristinn gefur kost á sér í 1. sætið og kallar eftir lýðræðislegum vinnubrögðum í flokknum

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Ég hugsa að ég horfi til þess að gefa kost á mér fyrsta sætið, sama hver áform félagsmálaráðherra eru. Mér finnst staðan í flokknum þannig að talsmenn félagshyggjunnar þurfi að styrkja sig til þess að draga fram gömlu stefnuna um manngildi ofar auðgildi“, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið orðaður við leiðtogasætið í Norðvesturkjördæmi að undanförnu. Spurður um viðbrögð segir Kristinn ekki mikið um málið að segja fyrr en ráðherrann hefur gert upp hug sinn um hvar hann ætli að bjóða sig fram. „Mér heyrðist á ummælum ráðherra að hann væri að troða marvaðann og íhugaði að færa sig úr kjördæmi sínu. Hann var orðaður við Suðurkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar og nú var hann tengdur við átökin í Kópavogi sem snerust um að ná undirtökum fyrir uppstillingu í Suðvesturkjördæmi. Allt þetta tal um nýtt kjördæmi fyrir félagsmálaráðherra dregur upp þá mynd að hann sé að flýja eigið kjördæmi undan slæmu gengi í skoðanakönnunum.

Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu mikla áherslu flokkurinn hefur lagt á að styrkja sig í Reykjavík og þess vegna gert báða þingmenn Reykjavíkur norður að ráðherrum“, segir Kristinn.

Þegar stillt var upp af Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar fékk Kristinn H. Gunnarsson flest atkvæði í fyrsta sæti í fyrri umferð flokksþingsins. Í seinni umferðinni var kosið á milli tveggja efstu manna, hans og Magnúsar Stefánssonar, sem varð ofan á. Aðspurður um stöðuna sem kom upp þá segist Kristinn leggja áherslu á að opin og lýðræðisleg vinnubrögð verði viðhöfð.

„Mér fyndist að mörgu leyti skynsamlegt af flokknum að hafa opið prófkjör og er viss um að það myndi styrkja stöðu hans. Ég held t.d. að menn verði að skoða afleita stöðu flokksins í Reykjavík í samhengi við þau vinnubrögð sem þar hafa verið ástunduð. Þar hefur fámenn klíka stjórnað félagsstarfinu og tryggt eigin valdastöðu með einkennilegri lagabreytingu sem lýtur að atkvæðisrétti nýrra félagsmanna. Til viðbótar má nefna að aðalfundur er boðaður um hásumar, á föstudegi klukkan sjö. Það verður ekki séð á þessu að menn hafi áhuga á að heyra í hinum almenna flokksmanni en þessi fundur er lykilatriði fyrir væntanlega uppstillingu borgarstjórnarflokksins í Reykjavík. Menn hljóta að spyrja sig hvort þessir lokuðu starfshættir tengist hörmulegu gengi flokksins þegar hann mælist undir 4 prósentum í skoðanakönnunum. Ég vill brýna menn í Reykjavík norður til að opna félagsstarfið og treysta félagsmönnum, bæði gömlum og nýjum til starfa fyrir flokkinn“, sagði Kristinn H. Gunnarsson að lokum.

kristinn@bb.isbb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli