Frétt

mbl.is | 14.07.2005 | 17:34Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðsbundna, og konu á þrítugsaldri í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa í fórum sínum verulegt magn af fíkniefnum, aðallega amfetamín, e-töflur og kannabisefni. Samkvæmt ákæru var talið að efnið væri ætlað til söludreifingar en fólkið var sýknað af því.

Fram kemur í dómnum að lögreglan í Hafnarfirði fékk snemma á síðasta ári upplýsingar um að dreifing og sala á fíkniefnum færi fram í tilteknu húsnæði í bænum. Var farið að fylgjast með húsnæðinu 2. mars en samkvæmt upplýsingum lögreglu hafði karlmaður, sem þar dvaldi, talsvert magn af e-töflum undir höndum auk þess sem hann hafi haft umleikis bæði amfetamín og kókaín.

Um morguninn sáu lögreglumenn konuna koma út úr húsinu og aka frá því á bíl. Lögreglumenn stöðvuðu bílinn og heimilaði konan leit í bifreiðinni og sagði aðspurð að engin fíkniefni væri þar að finna. Í aftursæti ofan í svartri leðurtösku fannst brúnt umslag sem reyndist innihalda hassplötu sem var 200 grömm að þyngd. Sagðist konan eiga töskuna, sem hún hafi geymt í bílnum um nóttina, en þvertók fyrir að kannast við efnið í bílnum.

Fram kemur í dómnum að karlmaðurinn játaði að hafa haft undir höndum hluta fíkniefnanna sem fundust í húsnæði hans. Hann sagðist hins vegar ekki hafa ætlað að selja þau og ekki átt efnið sjálfur heldur hafi hann fengið þau afhent til geymslu af eiganda þeirra sem hann vildi ekki upplýsa hver var. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að selja fíkniefnin. Þó taldist sannað að maðurinn hafi vitað að efnin, sem hann tók að sér að geyma, væru ætluð til söludreifingar af öðrum og að hann hafði hag af því að geyma þau.

Dómari taldi hæfilega refsingu fyrir brot mannsins 18 mánaða fangelsi. Í ljósi þess að frá því að ákærði framdi brotin hafi sé liðið eitt og hálft ár án þess að hann hafi nokkuð komið við sögu í slíkum málum auk þess sem allt bendi til þess að hann hafi nú látið af neyslu slíkra efna, sem brot hans átti rót sína að rekja til, þótti dómara rétt að skilorðsbinda 15 mánuði af fangelsisrefsingunni.

Maðurinn sagðist hafa beðið konuna um að geyma fyrir sig bakpoka sem efnin voru í en ekki nefnt við hana hvað í honum væri og hún hefði einskis spurt. Dómurinn taldi ekki hægt að álykta sem svo að konan hafi hlotið að gera sér grein fyrir því að fíkniefni voru í bakpokanum og var niðurstaðan sú að hún hefði brotið af gáleysi gegn ákvæðum fíkniefnalaga. Var hún dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Samkvæmt dómnum voru gerð upptæk 45,14 grömm af amfetamíni, 78,02 g af blönduðu amfetamíni og metafetamíni, 46,54 g af kókaíni, 444½ e-tafla og 2,08 grömm af e-töflumulningi, 444 töflur og 0,12 g af töflumulningi með blöndu af e-töflum og N-ethly-MDA og 838,54 g af kannabis sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

Dómurinn hafnaði því hins vegar að lagt yrði hald á 1.339.000 krónur þar sem ósannað þótti að fé þetta, sem fannst við leit, hafi verið ávinningur af fíkniefnabrotum enda hefði maðurinn ekki verið sakfelldur fyrir fíkniefnasölu í málinu. Að auki hefði hann lagt fram gögn um bílaviðskipti og stöðu sína í bönkum vegna yfirvofandi gjaldþrots sem styðji frásögn hans um að fé þetta sé ekki ávinningur af fíkniefnasölu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli