Frétt

bb.is | 14.07.2005 | 14:53Minningargarður á Flateyri nýtur liðsinnis vinnuhópa Landsvirkjunar og Veraldarvina

Frá framkvæmdum við minningargarðinn á Flateyri. Í baksýn sést kirkjugarðurinn og þar fyrir aftan í hlíðinni er snjóflóðavarnargarðurinn. Myndir: Páll Önundarson.
Frá framkvæmdum við minningargarðinn á Flateyri. Í baksýn sést kirkjugarðurinn og þar fyrir aftan í hlíðinni er snjóflóðavarnargarðurinn. Myndir: Páll Önundarson.
Vinnuhópurinn frá Landsvirkjun ásamt Lilju Kristínu Ólafsdóttur verkstjóra og Oddnýu Guðmundsóttur.
Vinnuhópurinn frá Landsvirkjun ásamt Lilju Kristínu Ólafsdóttur verkstjóra og Oddnýu Guðmundsóttur.
Vinnuhópurinn frá Landsvirkjun ásamt Lilju Kristínu Ólafsdóttur verkstjóra og Oddnýu Guðmundsóttur.
Vinnuhópurinn frá Landsvirkjun ásamt Lilju Kristínu Ólafsdóttur verkstjóra og Oddnýu Guðmundsóttur.
Framkvæmdir standa nú yfir við lokaáfanga minningargarðs um þá sem létust í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995. Minningarsjóður Flateyrar stendur fyrir uppbyggingu garðsins og hefur nú borist öflugur liðstyrkur vinnuhóps ungmenna frá Landsvirkjun. Þau hafa verið að þessa vikuna undir styrkri stjórn verkstjórans Lilju Kristínar Ólafsdóttur, sem er nýútskrifaður skipulagsfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, auk þess sem Oddný Guðmundsdóttir hefur verið þeim innan handar við hellulagningu. Í næstu og þarnæstu viku munu svo hópar evrópskra ungmenna frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinum ljúka við verkið.

Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur, er einn af forsprökkum Minningarsjóðs Flateyrar. Hún segir minningarsjóðinn vera hreyfingu Flateyringa sem hafi farið af stað í kjölfar flóðsins. „Það vaknaði strax hjá okkur Flateyringum sú kennd að við yrðum að minnast þeirra sem hefðu verið með okkur. Þess vegna reistum við stóran stein við kirkjuna og síðan höfum við unnið að uppbyggingu á einskonar fjölskyldugarði á þessum stað“.

Lokaáfangi verksins hefur verið lengi í undirbúningi. „Þetta hefur verið mikið verk og kostað mikla peninga sem við höfum safnað. Við sáum að við þyrftum aðstoð sjálfboðaliða lokahnykkinn og höfum fengið hann. Þannig vinna margar hendur létt verk“, segir Sigrún.

Hún vill geta sérstaklega Sædísar Guðlaugsdóttur, garðyrkjufræðings, sem rekur garðyrkjustöðina Gleym mér ei í Borgarfirði en hún hafi verið Flateyringum innan handar við uppbyggingu garðsins og fegrun umhverfisins. Þá segir Sigrún fjölmarga hafa lagt verkinu lið við fjáröflun og með fjárhagslegum stuðningi. „Þetta hefur verið verkefni Flateyringa. Við höfum hreyft við því eins og við höfum getað og nú er komið að lokaáfanganum. Það er mikið fagnaðarefni enda þarf þetta svæði að vera ljúft yfir að líta“, segir Sigrún.

Hún segir framundan að halda garðinum við og halda áfram að punta hann. Til þess þurfi fé og því taki minningarsjóðurinn við framlögum með þökkum. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn er bent á setja sig í samband við Sigrúnu Gerðu eða Jóhönnu Kristjánsdóttur á Flateyri. Þá er sjóðurinn með reikning í Sparisjóði Vestfirðinga.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli