Frétt

mbl.is | 08.07.2005 | 15:43Múslimar í London óttast áreiti í kjölfar árásanna

Múslimar í London óttast að ofbeldi og áreiti gegn þeim muni aukast í kjölfar sprengjuárásanna í gær en margir þeirra komu saman við eina af stærstu moskum borgarinnar til að biðja í dag. „Í morgun þegar ég var að keyra í vinnuna heyrði ég konu í útvarpinu segja að það togað hefði verið í blæjuna hennar. Ég varð sleginn, hreinskilnislega sagt,“ sagði Ahmed Shafi, 31 árs. „Maður býst ekki við þessu, ekki á þessum tímum. Maður býst ekki við þessu í svo alþjóðlegu samfélagi.“

Næstum því tíundi hluti Lundúnabúa eru múslimar en íbúar borgarinnar eru alls átta milljónir. Þeir hafa í langan tíma verið hluti samfélagsins í borginni en nú eru margir þeirra óttaslegnir.

„Einhver heimskur hálfviti sem hefur misst vitið gerði þetta. ... Hvað hefur trú með þetta að gera? Ég er múslimi og ég þori ekki inn í borgina,“ sagði Abdul Mukith, 37 starfsmaður í matvöruverslun í helsta hverfi Bangladeshmanna í borginni.

Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, sagði í dag að lögregla hefði fengið fréttir af einu eða tveimur atvikum þar sem múslimar komu við sögu, en hann skýrði það ekki nánar. „Við erum að ræða við leiðtoga moska, og ekki einungis leiðtoga moska heldur öll trúarsamfélögin,“ sagði hann.

Tony Blair forsætisráðherra sagði að sprengjuárásirnar bæru merki Osama bin Laden en að ekki væri við islam að sakast. „Við vitum að þetta fólk lætur til skarar skríða í nafni islam en við vitum líka að langstærstur hluti múslima, hér og erlendis, er almennilegt fólk sem fer að lögum og hryllir alveg jafn mikið við hryðjuverkum og okkur,“ sagði hann.

Muhammad Abdul Bari, yfirmaður moskunnar í Austur-London, var ánægður með þessi orð Blair. Hann sagðist hafa áhyggur en að hann teldi þó að vandamálið myndi líða hjá. „Fólk stendur saman í London. Við erum Lundúnabúar.“

Moskunni höfðu borist nokkur tölvupóstbréf en engar hótanir og það var ekki aukin löggæsla þegar föstudagsbænir fóru fram í moskunni.

Imran Waheed, talsmaður Hizb ut-Tahrir í Bretlandi, sem eru stór alþjóðleg stjórnmálasamtök múslima, sagði að þrátt fyrir að „mikil og nákvæm skoðun á samfélagi okkar fari fram eftir árásirnar, er mikilvægt að múslimasamfélagið verði ekki þaggað niður þegar kemur að því að ræða nýlendustefnu vestrænna ríkisstjórna.“

Þá gagnrýndi hann hvað allir væru fljótir að álykta að múslimar hefðu staðið fyrir árásunum.

„Það er hörmulegt að sumir stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur kenni múslimum um þessar árásir án þess að það hafi verið sannað, því múslimar hafa meiri reynslu í að vera fórnarlömb hryllings heldur en gerendur,“ sagði hann.

Shafi sagði að hann og aðrir múslimar myndu þurfa að þola störur og fjandskap næstu daga og vikur. „Ég er múslimi, ég er með skegg. Eftir 11. september kallaði fólk mig Osama bin Laden. En ég er fæddur hér og uppalinn, og ég lít ekki á mig sem neitt annað en Breta.“

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli