Frétt

bb.is | 07.07.2005 | 16:01Samvinna og sjálfstæði lykilorð í framtíðarsýn íbúa Ísafjarðarbæjar

Drög að niðurstöðum íbúaþings voru kynnt á fjölmennum fundi að þinginu loknu.
Drög að niðurstöðum íbúaþings voru kynnt á fjölmennum fundi að þinginu loknu.
Að iðka víðtæka samvinnu og að „þora vera við sjálf“ var talið mikilvægasta veganestið inn í framtíðina á íbúaþingi í Ísafjarðarbæ sem haldið var í maí. Þetta kemur fram í nýútkominni greinargerð um niðurstöður íbúaþingsins sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu Alta, framkvæmdaaðila þingsins. „Það kom skýrt fram á þinginu að Vestfirðir þurfi að vinna saman sem ein heild að sameiginlegri framtíðarsýn og að sveitarfélögin muni sameinast í framtíðinni. Þátttakendur lögðu mikla áherslu á bættar samgöngur sem forsendu þess að svæðið geti virkað sem ein heild“, segir í greinargerðinni. Nefnt var að aukin samvinna fyrirtækja og atvinnugreina sé lykilatriði í eflingu atvinnulífs. „Íbúar vilja að Ísafjarðarbær skari framúr í menntun og nýsköpun í atvinnulífi, þar sem byggt verði á land- og mannkostum, en ekki verði sóst eftir stóriðju. Stefnt verði að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi, með áherslu á sjávarútveg, ferðaþjónustu og menntun.“

Þá þótti áherslan á að þora að vera við sjálf talsvert afgerandi á þinginu, enda hafi Ísafjarðarbær og Vestfirðir talsverða sérstöðu á landsvísu sem hafi tekist að byggja á ýmsum sviðum, m.a. í ferðaþjónustu.

„Skilaboðin um „Að þora að vera við sjálf” vísa til þess að í Ísafjarðarbæ verði farnar nýjar leiðir á sem flestum sviðum. Að byggt verði á þeirri menningu og auðlindum sem svæðið hefur alið, en ekki sótt annað eftir „innfluttri” menningu sem er í boði hvar sem er á landinu. Í þessu sambandi var m.a. talað um viðburði á svæðinu og varað við því að flytja inn „...hljómsveitir og hoppukastala“, eins og segir í greinargerðinni.

Íbúafjöldi svæðisins kom ekki mikið til umræðu en fram kom hjá þátttakendum að þeir teldu að sveitarfélagið ætti að hýsa um 5.000 manns og eðlileg fólksfjölgun á næstu 10-20 árum væri um 500 manns.

Lögð var áhersla á að ólíkir byggðakjarnar innan Ísafjarðarbæjar fái að njóta sín á eigin forsendum og sérstaða hvers svæðis verði dregin fram enda styrki fjölbreytileikinn sveitarfélagið í heild. Kom þá greinilega fram að minni staðirnir væru forsenda þess að Ísafjörður geti verið höfuðstaður.

Í greinargerðinni segir að miðkjarnar staðanna hafi mikið að segja um upplifun íbúa og gesta á stöðunum, hvort heldur er á Ísafirði eða á minni stöðum. Þess vegna sé mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á kjarnana. „Í kjölfar þingsins er æskilegt að velja umbótaverkefni fyrir alla staðina, annars vegar einfaldari verkefni eða úrbætur sem hægt er að framkvæma strax og hins vegar verkefni til lengri tíma sem miða að því að styrkja stöðu viðkomandi byggðar. Farsælust eru verkefni sem íbúar eru tilbúnir til að fylkja sér um.“

Þátttakendur töldu kjöraðstæður til útivistar og heilbrigðs lífsstíls í Ísafjarðarbæ, og nefndu því til stuðnings aðgang að óspilltri náttúru. Fram kemur í greinargerðinni að þetta sé aðdráttarafl sem mikilvægt er að efla, m.a. séu tækifæri í vaxandi áhuga á sjósporti en Ísafjarðarbær geti orðið miðstöð á því sviði.

Þá var lögð áhersla á að missa ekki sjónar á áframhaldandi þróun í átt til fjölmenningarsamfélags enda væri um krefjandi verkefni að ræða sem þurfi að vanda til. Að auki var talið mikilvægt að breyta tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og gera þeim kleift að yfirtaka fleiri verkefni, t.d. rekstur menntaskóla.

„Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og mikilvægt að bærinn haldi þeirri stöðu sinni. Nýtt skipulag fyrir hafnarsvæðið felur í sér einstakt sóknarfæri fyrir bæinn, sveitarfélagið og Vestfirði. [...] Íbúar verði virkir þátttakendur í mótun framtíðar og í sameiningu takist bæjaryfirvöldum og íbúum, með samstarfi og samræðu að auka samstöðu og tiltrú á framtíð Ísafjarðarbæjar“, eins og segir í niðurlagi framtíðarsýnarinnar.

Íbúaþingið var haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi þann 21. maí s.l. að undirlagi Ísafjarðarbæjar. Um 200 manns tóku þátt á þinginu og má nálgast niðurstöður þess í nýútkominni greinargerð ráðgjafafyrirtækisins Alta sem finna má á heimasíðunni www.ibuathing.is.

kristinn@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli