Frétt

Leiðari 27. tbl. 2005 | 06.07.2005 | 15:32Vestfirðir - Sumarið 2005

Sumarblað H-prents ehf, Vestfirðir – Sumarið 2005, er komið út ellefta sumarið í röð, stærra, efnismeira og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr af fróðleik um mannlíf og náttúru okkar sérstæða landshluta, sem aðeins um ellefu kílómetra landræma milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan kemur í veg fyrir aðskilað frá megninlandinu.

Enda þótt þessi stutti landskiki, mun styttri en vegurinn milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, komi í veg fyrri að Vestfirðingar séu eyjaskeggjar, sem margir telja miður, hefur sérstaða þeirra aldrei farið á milli mála. Og vonandi verður svo áfram að ákveðnu marki. Tungutak Vestfirðinga þótti lengi sérstætt, þótt dregið hafi úr á síðari tímum. Margt í fari þeirra þykir minna á hina óbeisluðu náttúru þar sem skil sumars og vetrar eru skarpari en víða annars staðar. Eiginleikinn til lifa í sátt við umhverfið og taka því sem að höndum ber af einurð og festu, hefur öðru fremur gagnast Vestfirðingum í gegnum aldir.

En, Vestfirðir - Sumarið 2005 er ekki bara blað með fallegum myndum af stórbrotinni náttúru og fróðlegum og hagkvæmum upplýsingum fyrir ferðamenn. Sumarið 2005 iða Vestfirðir af lífi, hvar sem stigið er niður fæti. Í óbyggðum umvefja þögnin hljóð náttúrunnar förusveininn líkt og fögur hljómhviða hrífur hugann og nánast á hverju byggðu bóli bíða hans alls kyns menningarviðburðir sumarið út í gegn.

Of langt yrði upp að telja það sem í boði hefur frá Bryggjudögum í Súðavík um miðjan júní, til þess sem eftir lifir af auglýstri dagskrá Vestfjarða sumarið 2005 fram undir lok ágústmánaðar. Á engan skal hallað þótt freistast sé til að nefna þátt Kómedíuleikhússins, sem alla miðvikudaga og sunnudaga í júlí og ágúst býður upp á leiksýningu á ensku um Gísla Súrsson í Edenborgarhúsinu.

Þjónusta við ferðafólk á Vestfjörðum eykst og batnar með hverju árinu sem líður. Og eins og segir í niðurlagi inngangs ferðablaðs H-prents að þessu sinni: ,,Sú þjónusta er náttúruvæn eins og framast er kostur enda er óspillt náttúran og geysileg fjölbreytni hennar helsta aðdráttarafl Vestfjarða. Engin stóriðja er á Vestfjörðum og mengun af atvinnurekstri minni en í nokkrum öðrum landshluta. Í felstum vestfirskum verksmiðjum eru framleidd matvæli úr sjávarafla og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum er vistvænasta iðjuver í heimi, knúið af jarðhita til framleiðslu á mjöli úr ómenguðum gróðri sjávar. Sá sem hefur ekki farið um Vestfirði og skoðað fjölbreytileika þessa landshluta hefur ekki kannað Ísland til neinnar hlítar. Velkomin vestur!“

s.h.


bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli