Frétt

tikin.is – Ásdís Björk Jónsdóttir | 06.07.2005 | 10:59„Peningar, einir og sér, eru ekki svarið“

Ásdís Björk Jónsdóttir.
Ásdís Björk Jónsdóttir.
Nú þegar fundur G8 ríkjanna á sér stað um framtíð Afríkuríkja er ekki úr vegi að staldra við og íhuga þessi mál. Hvert viljum við stefna og hver er framtíð þessara ríkja? Nægir að fella niður skuldir þeirra eða þarf meira að koma til? Oft hefur verið fjallað um vanda ríkja þriðja heimsins. Ríki sem falla undir þá skilgreiningu eru oft gríðarlega skuldsett og efnahagur þeirra byggir á útflutningi fáeinna vörutegunda. Stærsta atvinnugreinin er yfirleitt landbúnaður. Stjórnarfarið í þessum löndum er bágborið, oft einkennist það af spillingu og hagsmunapólitík.

Margir telja að vanþróun þessara landa megi rekja til hins alþjóðlega kapítalíska markaðskerfis. Vestræn lönd hafa hagnast töluvert á þriðja heims ríkjunum. Vinnuafl er ódýrt og auðvelt að nýta sér ódýra framleiðslu þessara ríkja. Sífellt fleiri vestræn fyrirtæki flytja framleiðslu sína til þriðja heims ríkja til þess að lækka framleiðslukostnað sinn.

Fjáraflanir hafa farið reglulega fram undir ýmsum formerkjum til þess að hjálpa bágstöddum í þriðja heiminum. Fólk í hinum vestræna heimi tekur saman höndunum í eina helgi eða ef til vill í eina viku og safna peningum til styrktar þessum löndum og skilja svona viðburðir oft eftir sig töluverðar peningaupphæðir. Þessir peningar skila sér oft seint og illa en þrátt fyrir það, er þetta þó virðingarverð tilraun. Peningar geta bætt ýmislegt. En ekki allt.

Sé vitnað til Johns Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði hann nýlega í ræðu að vanda þróunarríkja væri ekki hægt að leysa með peningum einum saman. Þessu er ég alveg sammála. Það þýðir einfaldlega ekki að dæla endalaust peningum í þessi lönd. Þróunarlöndin hafa fengið háar fjárhæðir að láni frá ýmsum alþjóðastofnunum. Þessi lán eru yfirleitt háð skilyrðum sem þessi lönd geta sjaldnast staðið undir. Oft hafa þessar lánveitingar leitt til verri lífskjara almennings. Þetta dregur úr sjálfstæði þeirra og viðleitni til þess að hjálpa sér sjálf. Það þarf að hjálpa þessum löndum að vera sjálfsbærari. Undirstaða efnahagsumbóta fyrir þriðja heims ríki er að fella niður þá tolla sem eru á þeirra vörum svo að þau geti selt vörur sínar á frjálsum markaði.

Það þarf að auka menntun og bæta efnahag þriðja heims ríkjanna. Stjórnsýsla þessara ríkja er oft lítil og óvirk. Hjálpa þarf þessum ríkjum að taka upp nýja stjónunarhætti en það þarf ekki endilega að vera svo að lausnir sem virkuðu fyrir Vesturlönd þegar þau brutust úr sárri fátækt, virki fyrir þriðja heiminn. Menningin er ekki sú sama sem og forsendur efnahagsumbóta. Þess vegna mega Vesturlönd ekki þvinga sínum aðferðum upp á þessi ríki. Finna þarf lausnir sem henta þeim ríkjum sem þurfa að nýta sér þær.

Sú hugmynd að fella niður skuldir þriðja heims ríkjanna var góð byrjun á bættri framtíð þriðja heims ríkja. Mörg ríki voru komin í svo miklar skuldir vegna lána og gátu einfaldlega ekki staðið undir afborgunum. Þetta gefur möguleika á að ríkin geti farið að bæta aðbúnað þegna sinna. Nú þarf að setja kraft í að setja upp heilbrigðis-og menntakerfi sem og félagslegt kerfi. Fólk þarf að búa við öryggi.

Peningar gera ekki allt, en þeir bæta margt.

Ásdís Björk Jónsdóttirtikin.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli