Frétt

bb.is | 05.07.2005 | 09:30Forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur segir minnihlutann vinna að lægra fasteignaverði

Bolungarvík. Mynd: Jón Þ. Einarsson.
Bolungarvík. Mynd: Jón Þ. Einarsson.
Elías Jónatansson forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur segir það stríða gegn hagsmunum bæjarbúa að bæjaryfirvöld hafi forystu um að lækka fasteignaverð með því að undirbjóða verulega markaðinn. Þetta kemur fram í bókun sem hann lagði fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að bæjarráð Bolungarvíkur hafnaði á dögunum kauptilboði í fasteign í eigu bæjarins og vísaði öðru til húsnæðisnefndar til umfjöllunar. Bæjarfulltrúi minnihlutans taldi hins vegar að þegar tilboð berast í húseignir bæjarins sé mikilvægt að ná samningum vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í bókun sem Soffía Vagnsdóttir lagði fram á sínum tíma kom fram að selji bærinn eign sem hefur áhvílandi lán sem eru hærri en söluverð hennar fái bærinn greiddan 90% af þeim mismuni sem er á milli söluverðs og áhvílandi lána frá Varasjóði íbúðarlána.

Þegar umrædd fundargerð bæjarráðs kom til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku lagði Elías fram bókun þar sem segir m.a.: „Sú fullyrðing að ef bærinn selur eign þar sem áhvílandi lán eru hærri en söluverð, þá fáist 90% af mismuninum greiddur frá Varasjóði húsnæðismála er vægast sagt afar villandi, því eingöngu er hægt að fá framlag frá Varasjóði til greiðslu 90% mismunar á söluverði og áhvílandi lánum Íbúðalánasjóðs. Önnur lán sem tilheyra eigninni en eru með ábyrgð bæjarsjóðs, verður húsnæðiskerfið (bæjarsjóður) að taka á sig að fullu. Slík lán hafa komið til m.a. af því að lánum Íbúðalánasjóðs hefur verið haldið í skilum með framlögum úr bæjarsjóði. Þar er um verulegar fjárhæðir á hverja eign að ræða. Lauslega framreiknað nemur sú upphæð sem bæjarsjóður hefur þannig greitt með húsnæðiskerfinu 180 mkr. Sú skuld húsnæðiskerfisins við bæjarsjóð lækkar ekkert við sölu eigna, sé söluverð undir því sem hvílir á viðkomandi eign hjá Íbúðalánasjóði."

Þá segir í bókuninni að þau lán sem eru umfram lán Íbúðalánasjóðs séu í öllum tilfellum á hærri vöxtum, jafnvel 5-6 sinnum hærri. Því lækki vaxtabyrði húsnæðiskerfisins tiltölulega lítið þegar söluverð er undir áhvílandi lánum Íbúðarlánasjóðs.

Þá segir í bókun Elíasar: „Þetta þýðir, með öðrum orðum, að hagsmunir bæjarsjóðs felast í því að ná sem hæstu verði fyrir eignirnar. Það stríðir gegn hagsmunum bæjarbúa að bæjaryfirvöld hafi forystu um að lækka markaðsverð fasteigna með því að undirbjóða verulega markaðinn sem hefur tekið vel við sér síðustu vikurnar."

Soffía Vagnsdóttir lagði í kjölfarið fram svohljóðandi bókun: „Mér er að sjálfsögðu full ljóst að aðeins er um endurgreiðslu úr Varasjóði íbúðalána að ræða ef áhvílandi lán á eign eru hjá Íbúðalánasjóði. Því þarf að leggja fram veðbókarvottorð til að átta sig á lánasamsetningu á Völusteinsstræti 17 og yfirhöfuð ef eign er seld. Þá vísa ég á bug þeim fullyrðingum að ég sé að hafa áhrif á myndun fasteignaverðs til lækkunar. Að öðru leyti vísa ég í fyrri bókun mína".

Elías lagði síðan fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Bolungarvíkur gerir ekki athugasemdir við að húsnæðisnefnd geri gagntilboð í eignir skv. því sem nefndin telur ásættanlegt verð, fyrir bæjarsjóð. Eftir að kaupandi og fulltrúi bæjarstjórnar (húsnæðisnefnd) hafa náð samkomulagi um verð þarf þó ávallt að staðfesta kaupsamning af bæjarstjórn."

Tillagan var samþykkt af bæjarstjórn með fimm samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli