Frétt

bb.is | 28.06.2005 | 15:57Enski boltinn eingöngu á kerfum Símans

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.
Ísfirðingar geta nú tengst sjónvarpsþjónustu Símans og horft á tíu sjónvarpsstöðvar í stafrænum gæðum með hjálp ADSL tengingar frá Símanum. Sjónvarpsútsendingar Símans í gegnum símalínur hafa gengið vel, frá því útsendingarnar hófust í nóvember á síðasta ári, að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans. „Síminn er stöðugt að bæta við bæjarfélögum þar sem þessi þjónusta stendur til boða, og erum við að bjóða þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu í dag,” segir Eva.

Þessi byltingarkennda þjónusta Símans var í upphafi boðin á 10 þéttbýlisstöðum en nær nú til 50 bæjarfélaga um land allt og verður sífellt umfangsmeiri, ,,Þetta er einföld tækni, sem býður upp á stórkostlega nýja möguleika fyrir áhorfendur. Fyrir utan fjölda sjónvarpsstöðva þá geta áhorfendur í fyrsta skipti valið sér kvikmyndir og framhaldsþætti til að horfa á. Síminn er stöðugt að bæta þjónustuna, fjölga sjónvarpsstöðvum og bæta við bæjarfélögum þar sem þjónustan stendur til boða,” segir Eva og bætir við að sum staðar séu allt að 70% þeirra sem hafa ADSL tengingu áskrifendur að sjónvarpsþjónustunni.

Uppsetning innifalin

„Hægt er að panta þjónustuna á vefnum okkar, www.siminn.is/sjonvarp. Það er mjög einfalt að tengjast þjónustunni, því starfsmenn Símans koma heim til viðskiptavina og setja upp nýjan ADSL endabúnað ásamt stafrænum myndlykli. Annað þarf ekki til þess að unnt sé að horfa á sjónvarp í bestu mögulegu mynd- og hljóðgæðum. Þess má geta að uppsetningin er án viðbótarkostnaðar. Það er líka hægur vandi ef fólk er með internetþjónustu annarstaðar, að skipta yfir í adsl þjónustu Símans.” Eva segir að áhugamenn um enska boltann ættu sérstaklega að huga að því að vera tilbúnir strax, þ.e. vera búnir að tengjast sjónvarpsþjónustu Símans áður en boltinn byrjar að rúlla í ágúst. Þess má geta að ný áskriftarstöð Íslenska sjónvarpsfélagsins tileinkuð enska boltanum mun eingöngu verða send út á sjónvarpskerfum Símans frá og með næsta leiktímabili. Í dag er biðtími eftir uppsetningu um tvær vikur en búast má við lengri biðtíma í ágúst þegar útsendingar enska boltans hefjast.

„Viðtökur á Ísafirði hafa verið heldur dræmari en í öðrum byggðakjörnum á Vestfjörðum en nú er einmitt tækifærið að tengjast og vera tilbúinn þegar boltinn byrjar að rúlla. Í dag standa viðskiptavinum til boða þrjár áskriftarleiðir. Í fyrsta lagi er um að ræða aðgang að opnum sjónvarpsstöðvum (RÚV og SkjáEinum) og geta viðskiptavinir náð útsendingum þessara stöðva án viðbótargjalds við ADSL mánaðargjaldið. Í öðru lagi er um að ræða áskriftarpakka með 8 erlendum sjónvarpsstöðvum auk opnu stöðvanna. Fyrir þennan pakka greiða viðskiptavinir einungis 1.695 krónur á mánuði,” segir Eva. Ennfremur fá þeir sem panta þjónustuna fyrir 18. júlí fyrsta áskriftarmánuðinn án aukagjalds. Í byrjun ágúst hefjast síðan útsendingar enska boltans og mun þriðja áskriftarleiðin fyrir þá stöð verða frá 1.990 kr. á mánuði.

bb@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli