Frétt

| 03.10.2001 | 11:49„En hvað hefur orðið um hina sterku forystumenn Vestfirðinga ...?“

Frá ráðstefnunni á Ísafirði á laugardaginn. Fremst sitja þau Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, og Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.
Frá ráðstefnunni á Ísafirði á laugardaginn. Fremst sitja þau Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, og Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.
„Ég hef horft til Vestfjarða út um glugga Morgunblaðsins í 36 ár. Fyrst undir handarjaðri Sigurðar Bjarnasonar ritstjóra og alþingismanns frá Vigur, sem nú er kominn nokkuð við aldur en minnti mig á það í árdaga, að hann væri gamall og vitur lappi, sem betra væri að hlusta á. Hann gætti hagsmuna Vestfjarða svo vel á Morgunblaðinu, að jafnvel þegar komið var fram á miðjan sjöunda áratuginn gaf hann blaðamönnum Morgunblaðsins fyrirskipun um að afla frétta af brimbrjótnum í Bolungarvík, sem verið hafði fastur liður í fréttum blaðsins svo lengi, sem elztu menn á blaðinu þá rak minni til.
Svo undir handleiðslu Matthíasar Bjarnasonar, sem hefur nánast frá því ég kynntist honum byrjað hvert samtal okkar í milli með því að skamma mig fyrir þær syndir, sem ég hef verið að drýgja á síðum Morgunblaðsins þá stundina. Stundum í samtölum við Sverri Hermannsson, þar sem Vestfirði er að finna í hverri taug, þótt hann hafi orðið þingmaður Austfirðinga. Og seinni árin í samtölum við Einar Kristin og Einar Odd en þau samtöl hafa verið friðsamari.

Þetta voru og eru stórir karlar. Það var Hannibal líka, sem stöðvaði bíl sinn og kastaði sér á jörðina og grét í vestfirzka mold yfir stórsigri sínum í kosningunum 1971.

Það er Ásgeir Guðbjartsson líka. Fyrir mörgum árum frétti ég að hann hefði úthúðað mér í gegnum talstöð á Halamiðum í samtali við blaðamann Morgunblaðsins og kallað mig helvítis kommúnistann á Morgunblaðinu vegna fiskveiðistefnu blaðsins. Ég man hvað ég var stoltur af því, að þessi merki skipstjóri skyldi yfirleitt nefna mig á nafn eða vita að ég væri til.

En hvað hefur orðið um hina sterku forystumenn Vestfirðinga, sem settu svip sinn með svo afgerandi hætti á þjóðlíf okkar á síðustu öld?“

Ofanritað er kafli úr máli Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, á ráðstefnunni um atvinnumál í Ísafjarðarbæ, sem haldin var í Hömrum á Ísafirði sl. laugardag. Segja má að allir sem þar fluttu erindi, bæði heimamenn og gestir, hafi verið sérfræðingar, hver á sínu sviði, en Styrmir þó með öðrum hætti en hinir: Hann er „ekki sérfræðingur í atvinnumálum almennt eða atvinnumálum Ísafjarðarkaupstaðar og Vestfjarða sérstaklega“, eins og hann tók sjálfur fram. Hins vegar verður ritstjóri Morgunblaðsins um áratugaskeið að teljast sérfræðingur í því að skoða íslenskt þjóðlíf, skilgreina það og skilja. Að því leyti er örðugt telja Styrmi Gunnarsson meðal gesta á Vestfjörðum, eða í öðrum landshlutum, þótt hann sé ekki heimamaður heldur. Nema þá að hann sé hvort tveggja. Reyndar er hann hálfur Vestfirðingur að uppruna; móðir hans fæddist í verbúð í Bolungarvík. Hvað sem því líður, þá vakti sýn Styrmis á Ísafjörð og Vestfirði mikla athygli áheyrenda. Ræða hans er birt í heild hér á eftir.Ég er ekki sérfræðingur í atvinnumálum almennt eða atvinnumálum Ísafjarðarkaupstaðar og Vestfjarða sérstaklega. Ég mun fjalla um það viðfangsefni, sem mér hefur verið falið að ræða um frá sjónarhóli áhorfanda að íslenzku þjóðlífi í áratugi, nánar tiltekið út um glugga á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins.

Fyrstu kynni mín af Ísafirði voru sumarið 1946. Þrennt er mér minnisstæðast; þegar Grummanflugbátur Loftleiða lenti á Pollinum og keyrði upp í fjöru skammt frá bryggjunni. Þegar ég gekk um Hafnarstræti og virti fyrir mér brunarústirnar eftir hinn hörmulega bruna, sem varð hér í byrjun júní 1946 og þegar einhver kall greip mig inn í bakaríi og lét mig selja blað Sjálfstæðismanna. Ég seldi eitt eintak og þar með lauk ferli mínum sem blaðasala.

Um miðja síðustu öld voru Reykvíkingar byrjaðir að missa tengslin við þann grundvöll íslenzks þjóðfélags, sem fiskurinn er. Sjálfsagt hefur stríðið og þær breytingar, sem fylgdu með því átt sinn þátt í því. En staðreyndin er að mjög margir af minni kynslóð, sem ólust upp í höfuðborginni á þeim tíma gerðu sér enga grein fyrir því að þjóðin lifði á því að veiða og verka fisk. Jafnvel þótt eitt helzta tómstundagaman okkar væri að fara niður á bryggju að veiða fisk.

Þegar ég horfi til baka verð ég að viðurkenna að ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert mér fulla grein fyrir þessum staðreyndum lífsins fyrr en ég settist við fótskör gamals manns, sem hafði djúpstæða þekkingu á íslenzku þjóðfélagi og veitti mér hlutdeild í reynslu sinni.

Þótt þessi fjarlægð frá íslenzkum veruleika hafi verið mikil í æsku minnar kynslóðar í Reykjavík er hún enn þá meiri í dag. Fyrir nokkrum mánuðum tókum við Morgunblaðsmenn ákvörðun um að sameina Viðskiptablað Morgunblaðsins og Úr verinu, sérblað um sjávarútveg, í eitt myndarlegt atvinnulífsblað. Rök okka

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli