Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 16.06.2005 | 12:43Háskólinn á Akureyri: hvar eru strákarnir ?

Á laugardaginn fór fram brautskráning frá Háskólanum á Akureyri. Brautskráðir voru 290 kandidatar frá 6 deildum skólans. Íþróttahöllin var troðfull og athöfnin hátíðleg eins og í þau fyrri skipti sem ég hef verið viðstaddur. Það var mikið lán fyrir Akureyri og raunar landsbyggðina alla þegar ráðist var í það að stofnsetja háskóla. Ekki vantaði úrtöluraddirnar og það var engu líkara en að menntun væri staðbundið fyrirbæri og þrifist hvergi á Íslandi en á Melunum í Reykjavík. Bábiljurnar eiga það til að vera langlífar, ég man enn eftir umræðunni sem fór fram þegar stofnaðir voru menntaskólar víðs vegar um landið utan Reykjavíkur.

Stórfelld gengisfelling á menntuninni var viðkvæðið og nemendur þessara skóla áttu ekki að eiga neitt erindi í Háskóla Íslands með svona "minni háttar" stúdentspróf. Þetta heyrðist líka þegar Háskólinn á Akureyri tók til starfa fyrir átján árum. En skólinn er löngu búinn að afsanna þessar sjálfhverfu fullyrðingar. Nú eru við skólann liðlega 1500 nemendur og hefur nemendur fjölgað mjög hratt eftir að byrjunartímabilið var yfirstigið.

Aukin menntun er besta svarið sem hvert byggðarlag eða landssvæði á við hröðum breytingum í nútímasamfélaginu. Það einkennist af hraðri þróun atvinnulífsins þar sem störf taka miklum breytingum á skömmum tíma vegna tækniþróunar eða beinlínis úreldast og önnur ný koma í staðinn. Meiri þekking verður að vera til staðar og hver vinnufær maður verður að mennta sig meira en áður var og auk þess að tileinka sér nýja þekkingu til þess að halda velli. Háskóli er grundvallaratriði fyrir landssvæði til þess að geta haldið velli og sótt fram, þess vegna var það lán að skólinn skyldi komast á legg. Rannsóknir sýna að um 80% nemenda frá H. A. velja sér störf á landsbyggðinni eftir að námi lýkur.

En það var þrennt sem vakti athygli mína á útskriftardaginn og varð tilefni líflegra umræðna við eldhúsborðið heima, þar sem leitað var skýringa.

Það fyrsta var kynjahlutfallið. Brautskráðar voru 233 konur en aðeins 57 karlar. Konur voru 80% útskrifaðra en karlar aðeins 20%. Þetta fannst mér merkilegt. Frá heilbrigðisdeild voru brautskráðar 78 konur en enginn karl. Frá kennaradeild útskrifuðust 102 konur en aðeins 16 karlar. Jafnvel frá viðskiptadeild, þar sem búast mátti við að karlar röðuð sér í, reyndist annað upp á tenginum. Af 70 nemendum voru aðeins 29 karlar en 42 konur luku prófi frá deildinni eða 60%. Því vaknaði spurningin : hvar eru strákarnir ?

Annað sem vakti athygli mína var breytilegur aldur brautskráðra nemenda. Áður var það meginreglan að nemendur voru á þrítugsaldri þegar þeir luku fyrstu háskólagráðu og hafðu hafið nám að jafnaði fáum árum eftir stúdentspróf. Nú er öldin önnur. Nemendur voru á öllum aldri ef svo má segja. Háskólanám er greinilega ekki lengur bundið við ungt fólk. Sérstaklega var þetta áberandi varðandi konurnar.

Þriðja atriðið sem ég hnaut um var hversu margir nemendur höfðu stundað nám sitt með fjarnámssniði. Tæp 40% brautskráðra eða 111 nemendur voru í fjarnámi. Möguleikarnir til þess að stunda námið hafa gjörbreyst. Hefðbundna staðnámið er ekki lengur eina leiðin heldur aðeins ein leið af mörgum til þess að afla sér menntunar.

Samandregin svörin við eldhúsborðið við spurningunni um strákana voru þau að í mörgum tilvikum væru þeir búnir að ljúka sínu háskólaprófi og konan væri seinna á lífsleiðinni að drífa sig í nám og ljúka því. Það getur skýrt hátt hlutfall kvenna og breytilegan aldur þeirra við útskrift og ekki síður að þær velji fjarnámsformið frekar vegna fjölskylduaðstæðna. En samt, þrátt fyrir þessar skýringar, stendur eftir í kollinum á mér spurningin: hvar eru strákarnir ?

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli