Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 10.06.2005 | 10:01Borða menn íslenskan fisk í himnaríki?

Á dögunum var ég samferða erlendum manni í flugvél á leið til Íslands. Hann var einn af þessum góðu og göfugu íslandsvinum; áhugamaður um allt það sem íslenskt er og bar hróður Íslands hvar sem hann kom. Á borð var borinn íslenskur þorskur. Hann átti ekki orð til þess að dásama íslenskt fiskmeti: Ég held svei mér þá að á himnum hljóti menn að borða íslenskan fisk, sagði hann til þess að undirstrika gæði hans.

Ekkert veit ég um matarvenjurnar í himnaríki, gæti þó allt eins trúað að þetta sé rétt ágiskun samferðamanns míns. Og svo skrítnar eru tilviljanirnar að einmitt í þessi sömu ferð til útlanda rakst ég á grein í breska stórblaðinu Daily Telegraph eftir breska konu, mikinn neytendafrömuð, sem var að fjalla um neyslu á fiski. Hún fjallaði um hollustu fisksins og ráðlagði sitthvað í þeim efnum. En hún beindi einnig athygli sinni að bágri stöðu fiskistofna víða um heim og varaði við neyslu á fiski sem veiddur væri úr ofveiddum stofnum. Nefndi hún m.a í því sambandi fisk úr Norðursjó, Kattagat og Eystrasalti og víðar á þeim slóðum. Á hinn bóginn hvatti hún til neyslu á íslenskum fiski og færeyskum, þar sem þar væru stundaðar ábyrgar sjálfbærar veiðar.

Staða íslensks sjávarútvegs í augum útlendinga

Þessi tvö atvik, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni og hentu mig á skömmum tíma, vörpuðu með sínum hætti ljósi á þá stöðu sem íslenskar fiskveiðar, vinnsla og raunar afstaða íslenskra stjórnvalda til auðlindanýtingar hefur augljóslega í hugum fólks, sem veltir þessum málum fyrir sér á erlendri grund. Okkur finnst sitthvað aðfinnsluvert í okkar eigin framgöngu og árangri, en enginn vafi er á því að mjög er horft til okkar á margvíslegum vettvangi, þegar kemur að auðlindanotkun. Þetta skiptir okkur máli. Umhverfismerkingar hafa víða skotið rótum. Við verðum hins vegar að gæta þess að láta ekki pína okkur til slíkra hluta, í krafti yfirþjóðlegs valds. Við verðum, eins og íslensk stjórnvöld hafa markað stefnuna um, að hafa vald á þeirri vegferð. Það væri ekki gæfulegt fyrir okkur að lúta einhliða mati fyrirtækja, sem starfa á þessu sviði, etv. að einhverju leiti undir handarjaðri eða áhrifum öfgasamtaka, sem kjósa friðun í stað nýtingar. Slíkt getur fiskveiðiþjóð aldrei sætt sig við.

Vonbrigði

Þetta er síðan nátengt þeirri umræðu sem nú er óhjákvæmileg, vegna skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um stöðu fiskistofna og tillögur um veiðar á komandi fiskveiðiári. og það er best að tala um það hreint og umbúðalaust. Skýrslan veldur miklum vonbrigðum, af því að hún færir neikvæðar fréttir af mati Hafró á stöðu okkar helsta nytjastofns, þorsksins. Við erum ennþá í sama spólfarinu og við vorum fyrir 30 árum. Okkur hefur hreinlega ekkert gengið í uppbyggingu á þorskinum. Og þá kemur að hinu óhjákvæmilega mati. Stöðnun er óviðundandi ´vegna þess að stöðnun er afturför

Þetta gerist í kjölfar þess að fréttir berast um að gífurleg þorskveiði hafi verið um allan sjó á árinu. Menn hafi hreinlega þurft að flýja þorskinn. Fréttir úr góðri veiði í togararalli gáfu mönnum líka tilefni til að ætla að unnt yrði að auka kvóta í ár. Svo virðist ekki ætla að verða.

Rífandi gangur í ýsunni

Á sama tíma er bullandi uppgangur í öðrum stofnum, eins og ýsu, sem við höfum þó veitt í miklum mæli miðað við ráðleggingar fiskifræðinga. Sjávarútvegsráðherra tók á sínum tíma einhliða ákvörðun í blóra við ráðleggingar fiskifræðinga og jók ýsukvótann. Það virðist ekki hafa skaðað stofninn. Þvert á móti. Ýsuveiðin var um 30 þúsund tonn fyrir fáeinum árum. Nú er verið að ráðleggja 105 þúsund tonna veiði. Meiri en þreföldun.

Við erum enn að spyrja spurninga; að mörgu leyti þeirra sömu og við höfum verið að spyrja okkur árum saman. Það er góð tillaga sem ráðherra lagði til í sjómannadagsræðu sinni að efna til skipulegrar umræðu um nýliðun í þorski. Svipaðar umræður hafa svo sem átt sér stað, til dæmis á fyrirspurnaþingum þar sem boðaðir voru lærðir og leikir. En sé til einhlítt svar um stöðu þorskstofnsins, finnst það ekki nema menn ræði þau mál, fræðimenn og fiskimenn, lærðir og leikir. Umræðan er ekki bara til alls fyrst, heldur hrein forsenda þess að einhver minnsta von sé til þess að menn leysi þessa gátu.

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, situr í Sjávarútvegsnefnd Alþingis.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli