Frétt

| 28.09.2001 | 16:43Blanda sér í fjárstjórn ríkisins

Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í erindi á málþingi Lögfræðingafélags Íslands í dag að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir allar forsendur lýðræðislegra stjórnarhátta í þjóðfélaginu, þegar dómstólar taki sér óheimilt vald til að blanda sér í fjárstjórn ríkisins, án þess að bera á nokkurn hátt ábyrgð á að endar nái saman eða á afkomu og tekjuöflun ríkissjóðs að öðru leyti. Mbl.is greindi frá.
„Um leið og þeir stíga það óheilla – og ég segi óheimila – spor sökkva þeir sér á augabragði á bólakaf í skylmingar stjórnmálanna og stjórnmálamennirnir taka sér vopn dómaranna í hendur og skylmast með lögum og allt ætlar um koll að keyra eins og dæmin hafa sannað þegar slíkar niðurstöður hafa komið úr hæstarétti. Menn einhenda sér í umræður um dómstólinn, fréttamenn fara að spyrja hver annan hvaða upphæð í bótum samræmst geti stjórnarskránni og hvað ekki og umræða um landsins gagn og nauðsynjar fer öll í þennan fráleita farveg. Og það sýnir þó kannski best, hvað dómstólar eru illa til þess fallnir að að fara í fötin löggjafans og stjórna landinu, að setja þurfti heila nefnd sérfræðinga til að ráða í hvaða þýðingu dómurinn um tekjutryggingu öryrkja raunverulega hafði og leggja á ráðin með meirihluta þjóðþingsins um viðbrögð við honum. Og á endanum varð niðurstaða hans ekki nema öðrum þræði byggð á lögfræðilegu mati, því ákvörðun um lágmarkstekjutryggingu ofan þeirra marka, sem dómurinn setti, hlaut alltaf að verða pólitísks, en ekki lögfræðilegs eðlis. Og það hefði hæstiréttur átt að sjá í hendi sér við fyrstu skoðun," sagði Davíð í erindinu en málþingið bar yfirskriftina: Er hlutverk dómstóla að breytast?

Davíð sagði, að þegar þvílík endaskipti væru höfð á hlutunum, sé engin furða að menn spyrji sig, hvort það hafi raunverulega verið ætlun stjórnarskrárgjafans, þegar nýju mannréttindaákvæðin voru tekin í stjórnarskrá, að gera slíka grundvallarbreytingu á mörkum löggjafar- og dómsvalds í leiðinni, án þess að ræða það í einni setningu, og færa lagasetningar- og fjárstjórnarvald hinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa frá Alþingi til dómstólanna. „Ég þykist mega fullyrða að svo hafi ekki verið," sagði Davíð.

Hann bætti við að sama ætti við um hina svonefndu jafnræðisreglu, sem dómstólar vísuðu einatt til þegar ætlun þeirra væri að víkja af þeirri leið, sem löggjafinn hefur valið. „Þessi grein var út af fyrir sig nýmæli í settum ákvæðum stjórnarskrár, en hafði þó engu að síður verið álitin ein helsta undirstaðan í íslenskri stjórnskipan, svo enn sé vitnað í greinargerð með stjórnarskrárbreytingunum. Miðað við þá skýringu, verður ekki séð, að hún hafi átt að verða þess valdandi, að við stæðum nokkrum árum síðar og veltum því fyrir okkur í fullri alvöru, hvort hún hafi raunverulega átt að leiða til svo stórkostlegra breytinga á viðtekinni verkaskiptingu í stjórnskipun ríkisins, sem nýleg dómsmál bera vitni um. Nei, skýringin á því liggur líklega miklu fremur í því, að dómstólar virðast hafa tilhneigingu til að ljá hinni settu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar annað og meira gildi, en stjórnarskrárgjafinn ætlaðist til, og leitt af henni jákvæðar skyldur langt umfram það sem lögskýringargögn renna stoðum undir og stjórnskipun ríkisins gerir sjálf ráð fyrir," sagði Davíð.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli