Frétt

mbl.is | 01.06.2005 | 08:07Bilun í tölvukerfi LSH olli miklum töfum en engum stórvandræðum

STARFSMENN Landspítalans - háskólasjúkrahúss (LSH) segja það mikla mildi að ekkert alvarlegt tilfelli kom upp í gær á meðan tæknimenn glímdu við bilun í tölvukerfi spítalans. Öll síma- og upplýsingakerfi LSH lömuðust. Að sögn starfsmanna bitnaði þetta mjög á öllu upplýsingastreymi og töfðust allar rannsóknir og niðurstöður sýnatöku og röntgenmynda vegna bilunarinnar. Davíð Arnar, yfirlæknir á bráðamóttöku LSH, segir ástandið hafa verið afar bagalegt. "Margt sem við gerum er háð símakerfi og tölvukerfum," segir Davíð, en rannsóknir eru pantaðar gegnum tölvukerfið og niðurstöður skoðaðar. "Þá var hægt að taka röntgenmyndir en ekki hægt að skoða þær. Þannig gekk allt hægar fyrir sig, en sem betur fer urðu engar stórar uppákomur, stórslys eða hjartastopp, svo við komumst klakklaust í gegnum daginn."

Davíð segir að rökrétt sé að skoða möguleika á varakerfi til að bregðast við svona ástandi.

Gyða Baldursdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku við Hringbraut, segir allri vinnu hafa seinkað, en ástandið hefði getað orðið mun verra. "Við gátum ekki skrifað inn sjúklinga eða fengið svör við rannsóknum. Við vorum ekki heldur í símasambandi við umheiminn svo að við óttuðumst alltaf að sjúklingar næðu ekki inn á spítalann."

Gyða segir neyðaráætlun gera ráð fyrir notkun talstöðva, en þær voru mikið notaðar auk þess sem GSM-símasamband virkaði.

Gyða segir einnig miklu hafa skipt að öll mælitæki gengu rétt, en þau eru keyrð á aðskildum tölvuþjónum.

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Tækni og eigna hjá LSH, segir aðalnetkerfi spítalans grunn allra þjónustukerfa, en kerfið, sem er frá Cisco, er í hæsta gæðaflokki. "Það sem gerðist var að einn skiptir, af um 250 sem eru hér í kerfinu, bilaði sérkennilega og olli miklu álagi á netkerfinu," segir Ingólfur.

Að sögn Ingólfs hefði skiptirinn átt að stoppa og detta út, en þá hefðu nokkrar tölvur dottið úr sambandi við netið, en þess í stað olli hann álagi á kerfinu eins og áður segir. "Við munum gera allt til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur," segir Ingólfur og bætir við að kerfið hafi staðið sig mjög vel til þessa og verið stöðugt og við fulla virkni í tvö og hálft ár.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli