Frétt

| 26.09.2001 | 15:25Var tilbúinn að skoða allar leiðir

Árni Steinar Jóhannsson, alþingismaður.
Árni Steinar Jóhannsson, alþingismaður.
„Í ljósi þess hversu mikilvægt er að landsmenn geti sameinast um farsæl markmið í stjórn fiskveiða lagði undirritaður sig fram um að reyna að ná sáttum um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. Undirritaður var tilbúinn að skoða hverja meginaðferðanna þriggja sem rætt er um í áliti meirihlutans, þ.e. veiðigjaldsleið, fyrningarleið eða samningsleið, eða blöndu þessara aðferða, svo fremi að tekin væru einhver raunhæf skref til þess að treysta stöðu byggðarlaganna, fiskvinnslunnar, fiskverkafólks og sjómanna“, segir Árni Steinar Jóhannsson alþingismaður, einn þeirra sem áttu sæti í endurskoðunarnefnd fiskveiðilöggjafarinnar.
Árni Steinar var einn þriggja nefndarmanna sem skiluðu séráliti. Hann kveðst hafa talið mikilvægt að opna leiðir í átt til sjálfbærrar þróunar og vistvænna útgerðarhátta, tryggja raunverulega sameign þjóðarinnar á auðlindinni og réttláta dreifingu afrakstursins. „Fyrir þessu reyndist hins vegar enginn vilji hjá meirihluta nefndarinnar sem lagði kapp á að halda kerfinu óbreyttu í öllum megindráttum. Nú hefur meirihluti nefndarinnar skilað áliti. Undirritaður getur ekki nema að afar takmörkuðu leyti fallist á niðurstöður, og alls ekki á tillögur, nefndarinnar og hefur því valið þann kost að ljúka nefndarstarfinu með séráliti þessu.“

Greinargerð Árna Steinars Jóhannssonar
vegna lokaniðurstöðu nefndar
um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða


Inngangur

Sérálit það sem hér fer á eftir lýsir afstöðu Árna Steinars Jóhannssonar alþingismanns sem tilnefndur var af þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði 28. september 1999 og ætlað var það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða nr. 1/1999.

Nefndin hefur nú lokið störfum og náðist ekki samkomulag um niðurstöðuna. Í eftirfarandi séráliti er gerð grein fyrir helstu ástæðum þess að undirritaður getur ekki stutt álit meirihluta nefndarinnar og telur það engan veginn ná þeim markmiðum sem að var stefnt með nefndarstarfinu. Álitið felur í sér tillögur að nýju stjórnkerfi fiskveiða sem gera ráð fyrir grundvallarbreytingum á meðferð veiðiréttinda og kæmu til framkvæmda í áföngum á næstu 20 árum.

Aðdragandi

Í skipunarbréfi endurskoðunarnefndar segir:

„Nefndinni ber að taka tillit til hagsmuna sjávarútvegsins, byggðanna og almennings í landinu í starfi sínu.

Markmið breytinganna er að ná fram sem víðtækastri sátt landsmanna um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þess skal þó gætt að fórna ekki markmiðum um skynsamlega nýtingu og bætta umgengni um auðlindir sjávar né heldur raska hagkvæmni og stöðugleika í greininni.“


Þetta orðalag er ekki orðið til að ástæðulausu. Óhjákvæmilegt er að rifja upp þá miklu umræðu og hörðu deilur sem staðið hafa árum saman um stjórn fiskveiða eftir að svonefnt kvótakerfi var innleitt. Ýmsar afleiðingar kerfisins sjálfs svo og ákveðnir fylgifiskar þess hafa sætt harðri gagnrýni. Á seinni árum eru fá mál sem hafa verið meiri hitamál í þjóðfélaginu og valdið jafn miklu umróti og kvótakerfið.

Til að rifja upp nokkur helstu ágreiningsatriðin og það sem valdið hefur mestri óánægju meðal þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á neikvæðum afleiðingum kerfisins og meðal þjóðarinnar allrar má nefna eftirfarandi:

1. Eftir hátt í tveggja áratuga fiskveiðistjórn á grundvelli kvótakerfisins er ekki sýnilegt að náðst hafi sá megintilgangur kerfisins að fiskistofnarnir byggðust upp og skiluðu hámarksafrakstri. Í mörgum tilvikum er ástand stofnanna nú svipað eða jafnvel verra en fyrir daga kvótakerfisins. Auk þess hefur réttilega verið bent á að kvótakerfið hamlar mjög allri nýliðun og kynslóðaskiptum í atvinnugreininni. Þó því sé ekki haldið fram að öll sökin sé kvótakerfisins, verður því ekki á móti mælt að árangurinn að þessu leyti er takmarkaður.

2. Rétturinn til viðskipta með kvóta, bæði möguleikinn til að leigja öðrum veiðiheimildir í stað þess að nota þær sjálfur og varanleg sala þeirra, hefur haft í för með sér að ákveðnir aðilar hafa átt þess kost að hagnast gríðarlega. Slíkur gróði, ekki síst þegar hinir sömu hverfa út úr sjávarútveginum með milljónatugi, hundruðir milljóna eða milljarða sem rekja má til andvirðis veiðiheimilda, samrýmist vægast sagt illa ákvæðum fiskveiðistjórnarlaganna um sameign þjóðarinnar.

3. Framsal veiðiheimilda og sú staðreynd að byggðarlögunum er í núverandi kerfi ekki tryggður neinn réttur, hefur sums staðar leitt til þess að kvóti hefur horfið á brott og miklir staðbundnir erfiðleikar skapast í atvinnumálum. Þessu ástand

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli