Frétt

Leiðari 20. tbl. 2005 | 19.05.2005 | 11:09Þangað liggur ekki beinn og breiður vegur

Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að ekki skuli vera kominn vegur með bundnu slitlagi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Eitthvað á þessa leið komst einn þingmanna Reykjavíkur að orði í umræðunni um samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008 og hitti þar með naglann á höfuðið í þann mund er forseti Alþingis setti enn eitt hraðametið í árlegri færibandaafgreiðslu þingheims fyrir þinghlé; vinnubrögðum, sem mýmörg dæmi frá liðnum árum sanna, að betur hefðu ekki verið viðhöfð. Það er rétt hjá þingmanninum að auðvitað tekur það ekki neinu tali að eftir áratuga hjakk skuli veginum um Ísafjarðardjúp ekki enn lokið. Og óvíst með öllu um endalok! Hvílík hagsýni!

Umræðan á hinu háa Alþingi um samgönguáætlunina, þar sem höfuðborgarbúum og landsbyggðarfólki var att saman á mælistikum þarfa og framlags til þjóðarbúsins, sýnir að þegar svíður á eigin skinni ristir rembingurinn um eina þjóð í einu landi grunnt og að enginn er annars bróðir í leik. Líklegt er að umræðunnar verði öðru fremur minnst fyrir stóryrta yfirlýsingu um hversu ,,arfavitlaus“ áætlunin væri og kappsfullra yfirlýsinga þingmanna um að ,,standa við loforð sín“, hvað sem öllu öðru liði.

Bæjarins besta ætlar ekki að samgönguáætlun áranna 2005 til 2008 sé á nokkurn hátt ,,arfavitlaus“. Hitt er aftur á móti augljóst að ef þingmenn hefðu lagt jafn mikið upp úr því að standa við eitthvað af fyrri tíma loforðum í samgöngumálum, og þeir hyggjast nú gera, væri fyrir fyrir löngu kominn beinn og breiður vegur með bundnu slitlagi til Ísafjarðar!

Sú var uppi tíð á Íslandi að megin tekjur þjóðarbúsins urðu til í sjávarbyggðum hringinn í kringum landið. Tímabundið var framleiðsla Vestfirðinga einna nálægt þriðjungi verðmæta freðfisksölu á Bandaríkamarkað. Af vegagerð á Vestfjörðum, eða aðkomu ríkisvaldins að atvinnuskapandi stórverkefnum hér um slóðir, verður ekki séð að Vestfirðingar hafi notið þessa. Hefði svo verið hefði þingmaður Reykvíkinga ekki getað nýtt sér moldarvegi á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðs Vestfjarða til áherslu fyrir auknu fjármagni til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu.

Vegakerfið varðar þjóðina alla. Ekki bara þann hluta hennar þar sem bílarnir eru flestir og bensíneyðslan mest. Vandamál samfélagsins verða ekki leyst með því að efna til ófriðar milli þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðarinnar.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli