Frétt

Stakkur 18. tbl. 2005 | 04.05.2005 | 15:11Ólöglegt vinnuafl og andúð á útlendingum

Öllum má ljóst vera að á Íslandi er mikill uppgangur og efnahagslífið blómstrar sem aldrei fyrr. Það er gott, en hefur greinilega ýmsa ókosti í för með sér. Nú verður að stíga varlega til jarðar ef ekki á illa að fara. Hvers vegna þessi aðvörun? Jú, einfaldlega vegna þess að hættumerkin eru alls staðar. Deilt hefur verið um hina stórkostlegu framkvæmd við Kárahnjúka og sýnist sitt hverjum. Ekki er á öðru von þegar svo stórt er undir og miklir peningar. En að ógleymdum framkvæmdunum sjálfum, hefur ýmislegt komið í ljós sem hefur vakið marga til umhugsunar um það hvernig framtíð hinnar íslensku þjóðar verður. Við erum ekki lengur einsleit lítil þjóð í stóru landi. Enginn þekkir betur en Vestfirðingar hinn fjölþjóðlega blæ sem samfélagið fær á sig mep fólki frá öðrum löndum sem vill reyna sig á Íslandi.

En því fylgja mörg vandamál sem hafa ekki komið upp hér vestra svo neinu nemi enda löng reynsla fyrir sambúð við fólk frá mörgum þjóðlöndum. Erlend vinnuafl hefur átt stóran og afar mikilvægan þátt í efnahagslífinu á Vestfjörðum um áratuga skeið. Ekki hafa komið upp nein stór vandamál. Sambúðin hefur verið góð, sem er meira en sagt verður um okkur sjálf, svo vikið sé að þeim leiðindamálum sem eru uppi á teningnum í Menntaskólanum á Ísafirði. Þar áttust Íslendingar við fyrir dómstólum og tókust sættir. Stjórnandi og starfsmaður gerðu út um mál sín með aðstoð lögfræðinga og dómstóla. Þá er fokið í flest skjól skyldi maður ætla. Tónlistarskólinn á Ísafirði hefur um langt árabil stuðst við erlent vinnuafl og haldið sig frá dómstólunum með sín innri mál og samskipti við starfsmenn. Það fer best á því.

Af þeirri reynslu geta stjórnendur MÍ lært mikið og reyndar þjóðin öll. Við fáum fréttir af því að á Selfossi dragi sýslumaður útlendinga og Íslendinga fyrir dómstóla vegna brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Græðgin tekur á sig ýmsar myndir og margir vilja hagnast, fá ódýrt vinnuafl og satt að segja hefur komið í ljós á Selfossi að gengið er langt og níðst á erlendum verkamönnum í hagnaðarskyni, svo nálgast þrælahald sem er óþolandi. ASÍ og Starfsgreinasambandið hafa skorið upp herör gegn slíkum lögbrotum og er það vel. Ekki sæmir vestrænu velferðarþjóðfélagi að níðast á gestum sínum. Hitt er athyglisvert að boltinn fór fyrst að rúlla þegar fyrrverandi sýslumaður Ísfirðinga tók af skarið og bretti upp ermarnar. Hann sagði óyfirdregið að engin lög veittu heimild til að níðast á útlendingum undir yfirskini þjónustusamninga. En þeir höfðu vafist fyrir mörgum. Haldi áfram sem horfir og reynt verði að undirbjóða vinnuafl á Íslandi og bera fyrir sig einhverju sem ekki styðst við lög fylgir gagnkvæmt hatur. Það er afleitt.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli