Frétt

| 22.09.2001 | 10:06Heimskur markaður

Klúðrið með sölu hlutafjár í Landssíma Íslands á sér athyglisverðar hliðar. Þar á meðal er fróðlegt að skoða viðhorf þeirra sem standa að einkavæðingu þessa ríkisfyrirtækis og annarra, eftir því sem þau hafa komið fram á opinberum vettvangi síðustu daga. Það einkennir þau viðhorf, að frjáls markaður sé heimskur og hafa beri vit fyrir honum.

Þessi handaflsviðhorf koma sérstaklega á óvart úr þessari átt. Frjálshyggjupostularnir og einkavæðingarberserkirnir hafa einmitt alltaf hamrað á hinu gagnstæða. Þeir hafa sagt að hinn frjálsi markaður hafi alltaf rétt fyrir sér. Hann sé eini dómarinn og eini mælikvarðinn sem mark sé takandi á. Honum beri að hlýða og hlíta í einu og öllu.
Sölumenn Landssímans hafa farið mikinn í fjölmiðlum að undanförnu. Þar hafa þeir komið fram álíka nátttröllslegir og þverir og Bísleifur í stýrivaxtamálinu og barið steinhöfðinu við steininn svo að neistaflugið hefur staðið í allar áttir. Þeir hafa verið margspurðir hvort nú sé ekki óheppilegur tími til að bjóða út hlutabréfin. Svörin fram á síðasta dag hafa verið þau, að þessi tími sé ekki verri en hver annar. Meira að segja miklu betri en í fyrra, vegna þess að þá hefði fengist langtum hærra verð fyrir þau!

En í gærkvöldi þegar úrslit lágu fyrir, þegar allt reyndist gersamlega misheppnað eins og allir aðrir höfðu margsagt, þá sneru þeir við blaðinu og sögðu að atburðirnir í Bandaríkjunum fyrir tíu dögum hefðu haft áhrif. Spyrja má: Hefur ekki öðru eins og einu hlutafjárútboði verið frestað vegna áhrifa þeirra viðburða? En að öðru leyti sitja sölumennirnir við sinn keip. Markaðurinn hafði rangt fyrir sér. Útboðsgengið var rétt. Afar vel var að öllu staðið. Að vísu segir samgönguráðherra nú að Búnaðarbankinn sem annaðist útboðið hafi ekki ráðið við það. Hann hafi klúðrað málinu.

En fyrir utan þetta eina smáatriði, sumsé að málinu var klúðrað, var afar vel að öllu staðið. Það var bara markaðurinn sem var svona vitlaus. Það voru bara sérfræðingar allra helstu fjármálafyrirtækja landsins sem voru svona vitlausir. Það voru bara lífeyrissjóðirnir sem voru svona vitlausir. Það voru bara sparifjáreigendur sem voru svona vitlausir. Það var bara almenningur sem var svona vitlaus. Það voru bara allir hinir sem voru svona vitlausir.

Stórvesír einkavæðingarinnar kom fram í gærkvöldi, svo ábúðarmikill og þungmæltur og landsföðurlegur og alvörugefinn að slagaði jafnvel upp í Guðna Ágústsson þegar hann segist ekkert vita um það sem gerist í landbúnaðarráðuneytinu, og lagði á það áherslu að færustu aðilar hefðu verið fengnir til að meta Landssímann vegna útboðsins. Svo gerði sölumaðurinn kúnstpásu áður en hann bætti við af ennþá meiri þunga: Erlendir aðilar.

ERLENDIR aðilar.

Kött.

Meira þurfti ekki að segja.

Málið var afgreitt.

En: Af hverju í andskotanum fengu þeir þá ekki líka erlenda aðila til að annast söluna? Af hverju voru þeir að fá Bananabankann á Íslandi til að annast söluna? Af hverju ekki Enskilda eða Deutsche Bank eða Baring Bank eða Föroya Bánkur eða Bank of London ?

Hvernig væri annars að skipta út í einkavæðingarnefndinni?

Þar eru engir erlendir aðilar.


– Sólon Leeson.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli