Frétt

mbl.is | 26.04.2005 | 14:54Hörð gagnrýni á stjórnvöld fyrir að draga úr framlögum til Mannréttindaskrifstofu Íslands

Stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir að hafna umsókn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frekari fjárveitingu til rekstrar en framlög til skrifstofunnar voru skorin verulega niður við síðustu fjárlagagerð. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs sagði m.a. að um væri að ræða hneisu og álitshnekki á alþjóðavettvangi að standa þannig að mannréttindamálum árið 2005. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði hins vegar að þeim fjármunum, sem utanríkisráðuneytið hefði til ráðstöfunar til mannréttindamála, yrði öllum varið til þeirra mála.

Steingrímur sagði, að Mannréttindaskrifstofan hefði á undanförnum árum haft 8 milljónir króna eyrnamerktar á fjárlögum en af þeim hefðu 1,2 milljónir farið til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Nú væri niðurstaðan hins vegar sú, að dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið ráðstöfuðu samtals 2,2 milljónum til Mannréttindaskrifstofunnar.

Steingrímur sagði að þessi afgreiðsla væri með endemum, í ljósi þeirrar umræðu sem fór í þinginu fyrir áramótin, þegar meirihlutinn hefði tekið fjárveitingar, sérmerktar til Mannréttindaskrifstofunnar, út af fjárlögum og vísað þess í stað á að sækja ætti um styrki af óskiptum fjárlagaliðum þessara tveggja ráðuneyta.

„Hér er verið að svipta grundvellinum undan þessari miðstöð mannréttindabaráttunnar á Íslandi," sagði Steingrímur. Sagði hann að afgreiðsla meirihlutans á Alþingi við fjárlagagerðina hefði verið hneyksli því þá hefði Mannréttindaskrifstofan verið sett í þá stöðu að þurfa að knékrjúpa ráðuneytum sem hún ætti m.a. að veita aðhald. En afgreiðsla ríkisstjórnarinnar nú væri reginhneyksli. Sagði Steingrímur að ekki yrði gert samkomulag við hann um eitt eða neitt um þinghaldið, fyrr en frumvarp formanna stjórnarandstöðuflokkanna um fjáraukalög, þar sem lagt er til að rekstur Mannréttindaskrifstofunnar verði tryggður, komi á dagskrá þingsins og verði afgreitt fyrir þinglausnir.

Fleiri þingmenn stjórnarsandstöðunnar tóku undir gagnrýni Steingríms. Sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, að það væru litlir kallar, sem ekki þyldu málefnalega gagnrýni á störf sín og beittu almannafé og opinberu valdi til að refsa þeim aðilum sem reyndu að halda uppi málefnalegri umræðu á Íslandi.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagði að nú væri að sannast það sem stjórnarandstaðan sagði á sínum tíma, að ríkisstjórnin myndi leggja upp í hefndarleiðangur gagnvart þessari stofnun vegna mjög málefnalegrar gagnrýni, sem komið hefði frá Mannréttindaskrifstofunni á fjölmiðlalögin og fleiri mál.

Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, sagði að við síðustu fjárlagaumræðu hefði verið fullyrt að fjármagn til Mannréttindaskrifstofunnar yrði ekki skorið niður heldur yrði því komið til skrifstofunnar með öðrum hætti og það ætti að gerast með því að sótt yrði um það sérstaklega til viðkomandi ráðherra. Nú brygði svo við, að þessi loforð brystu, fjármagnið kæmi ekki og í reynd væri verið að skrúfa fyrir starfsemi Mannréttindaskrifstofunnar.

Davíð Oddsson sagðist hafa ætlað að láta svigurmæli og dylgjur, sem fallið hefðu í umræðunni fram hjá sér fara. En vegna beinna fyrirspurna vildi hann láta þess getið, að þeim fjármunum, utanríkisráðuneytið hefði til ráðstöfunar til mannréttindamála, yrði öllum varið til mannréttindamála.

Þá sagðist Davíð ekki kannast við að hafa gefið nein loforð sem hann hefði svikið. Loks sagði hann, að á vormánuðum á síðasta ári hefði það verið lagt til af hálfu utanríkisráðuneytisins við undirbúning fjárlagafrumvarps, að sú skipan skyldi verða á, að fjármunir til mannréttindamála yrðu ákveðnir með ákveðnum hætti af ráðuneytinu sjálfu en yrðu ekki sjálfkrafa fjárveiting til tiltekinna stofnana. Þetta hefði verið löngu fyrir þann tíma, sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju nú út á.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli