Frétt

| 19.09.2001 | 14:22Hefnd eða refsing?

Skelfilegasta hryðjuverki sögunnar var beint gegn varnarlausum almennum borgurum starfandi innan ríkis, sem ekki átti í stríði við árásarmennina eða ríki er þeir heyra undir. Þriðjudagurinn 11. september 2001, svartasti dagur flugsögunnar, verður lengi í minnum hafður. Saklausir borgarar tóku sér far með áætlunarflugi að morgni dags. Enginn gat séð fyrir atburðarásina, að flugvélum í borgaralegu flugi yrði breytt í flugskeyti. Hryðjuverkamennirnir gættu þess sérstaklega að ræna flugvélum á leið í fimm klukkustunda langflug, yfir þver Bandaríkin. Bensíngeymar þeirra voru fullir og þær því hentugri til þess að valda hámarkstjóni. Það tókst og heimurinn verður ekki samur á ný. Byggingarnar í World Trade Center á Manhattan í New York voru meðal þeirra hæstu í heimi og þúsundir manna komnar til starfa. Athæfið er svívirðilegt ekki síst í ljósi þess að í turnunum tveimur starfaði fólk af mörgu þjóðerni. Árásin kom því ekki við Bandaríkin ein.

Fjórum farþegaflugvélum í flugi innan Bandaríkjanna var rænt af samviskulausum mönnum, sem sýnilega hafa hneigst til islamskrar ofsatrúar, og þeim breytt í ægileg drápstæki. Viðbrögð heimsins hafa ekki látið á sér standa. Meira að segja andstæðingar Bandaríkjanna í áratugi, eins og Fidel Castro, lýstu yfir samstöðu og andstyggð á verkinu, sem og Yasser Arafat leiðtogi Palestínumanna. Allt kapp er lagt á að finna ábyrgðarmenn árásarinnar sem hafa ekki gefið sig fram og munu sennilega ekki gera. Óvinurinn er án andlits og beitir sér gegn almennum borgurum til þess eins að valda mesta mögulegu manntjóni. Það er markmiðið.

Stríð er skelfilegt. En sé það rekið án sýnilegs óvinar og úr felum er það til þess að ekki sé hægt að bregðast við. Vestræn ríki, Rússland, Kína og Arabaríkin hafa öll lýst yfir að þau muni berjast gegn hryðjuverkamönnum. Pakistan er í þeirra hópi, eitt örfárra ríkja sem hefur viðurkennt ógnarstjórn Talibana í Afganistan. Sendimenn pakistönsku stjórnarinnar fóru á fund stjórnar Talibana til þess að tilkynna þeim úrslitakosti bandrískra stjórnvalda að framselja Osama Bin Laden eða þola ella árás.

Skilsmunur hefndar og refsingar hefur orðið mörgum hugleikinn síðustu daga. Refsing hlýtur að fylgja þessari skelfilegu árás. Sumir kalla það hefnd að bregðast við. Allir ætlast til þess að lögregla bregðist við árásum á almenna borgara á Íslandi og dugar að rifja upp umræður um löggæslu í miðborg Reykjavíkur. Það að maður sé grunaður og handtekinn jafngildir ekki refsingu verði mál hans rannsakað og flutt fyrir dómstólum. Almenningur krefst þess gjarnan að einstaklingar séu teknir úr umferð, þótt ekki hafi sannast á þá glæpurinn. Sama er uppi á teningnum nú. Hagsmunir eru miklir og varða allan heiminn. Aðstaðan er ný, óvenjuleg og daglegt líf almennra borgara í heiminum kann að vera að veði. Að sitja og bíða getur kostað enn meiri hörmungar og hver verður næstur veit enginn. Eitt er ljóst að heimurinn er á hvörfum og ýmis gildi munu breytast. Refsing kann að verða skilgreind að nýju.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli