Frétt

Leiðari 38. tbl. 2001 | 19.09.2001 | 14:19Á ystu nöf

„Og ef einhver vill refsa í nafni réttlætisins og höggva tré hins illa, kanni hann fyrst rætur þess.“

Síðan grimmilegasta og mannskæðasta sjálfsmorðsárás sögunnar reið yfir Bandaríkin fyrir rúmri viku hefur vaxandi ótti um viðbrögð Bandaríkjamanna og afleiðingar þeirra grafið um sig um heim allan. Skoðanakannanir vestra benda til einnar og sömu niðurstöðu: Bandarísku þjóðina þyrstir í hefnd. Bush forseti hefur talað tæpitungulaust. Þjóðin stendur einhuga að baki honum. Leiðtogar flestra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Bandaríkjamenn. Útlit er fyrir að þjóðir heims ætli loks að taka höndum saman í baráttunni við hryðjuverkamenn, óvini allra þjóða, alls mannkynsins.

Atlantshafsbandalagið telur árásina á Bandaríkin jafngilda árás á öll ríki bandalagsins. Ákvörðunin vekur vonir um að ekki verði gripið til gagnaðgerða nema að vel yfirlögðu ráði. Þetta er afar mikilvægt. Leggjum á minnið orð bandaríska sendiherrans á Íslandi, Barböru Griffiths: „Við megum ekki láta sorg og reiði bera skynsemi ofurliði. Við megum ekki hefja aðgerðir fyrr en staðreyndir liggja fyrir.“

Íslendingar, sem þekkja það helst til stríðsmennsku í landi sínu sem lesa má um í fornsögum, þar sem ættir tókust á um auð og yfirráð og víga var krafist til að fullnægja stolti ættstórra kvenskörunga, eiga erfitt með að átta sig á því blinda hatri sem knýr menn til slíkra voðaverka, að breyta farþegaþotum fullsetnum saklausu fólki í hin ægilegustu eyðingarvopn.

Hryðjuverkahópar og sjálfsmorðsárásir urðu ekki fyrst til við árásina á Bandaríkin. Um það vitna ótal illvirki liðinna áratuga og alda. En þegar stórt er höggvið nærri hjartastað öflugasta herveldis heimskringlunnar skyldi engan undra þótt viðbrögðin séu sterk.

Ef við ætlum okkur að uppræta tré hins illa verðum við að komast fyrir rætur þess. Dansandi og fagnandi ungmenni á götum úti í Palestínu, látandi í ljósi andúð sína á Bandaríkjunum, eru sláandi dæmi um það sem úrskeiðis hefur farið í samskiptum þjóða. Þau eru skilgetin afkvæmi pólitískra átaka, hagsmunaátaka og trúarbragðaátaka milli þjóða og þjóðarbrota, alin upp í taumlausu hatri. Þar liggja ræturnar að fagnaðarlátum þessara ungmenna. Þær verðum við að uppræta ef komandi kynslóðir eiga ekki að eiga yfir höfði sér endurtekningu á atburðunum í New York.

Á meðan það tekst ekki munum við áfram verða á ystu nöf – milli vonar og ótta.
s.h.
(Tilvitnun: Spámaðurinn)


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli