Frétt

Gylfi Ólafsson | 15.04.2005 | 14:07Ádrepa um réttindi, frelsi, fjölmiðla og sviðasultu

Í kjölfar bókunar Útvarpsréttarnefndar um að útsending Skjás Eins á leikjum í ensku tuðrusparki brjóti í bága við útvarpslög, hefur gosið upp umræða um tjáningarfrelsi. Rök sem mæla með því að viðhalda eigi núverandi höftum á tjáningarfrelsi sem fest eru í útvarpslög eru meðal annars þrenn. Skal hér örlítið fjallað um þau. Rökin eru í fyrsta lagi að varðveita beri íslenska menningu og tungu, í öðru lagi að þeir sem ekki skilja ensku eigi rétt á textun eða talsetningu og að síðustu þau að það fyrirkomulag sem Skjár Einn viðhefur sé aðför að stétt íslenskra íþróttafréttamanna. Öll þessi rök eru gölluð.

Menningarrökin

Fyrstu rökin duga skammt. Ríkið á ekki að hafa neinn rétt til að setja fjölmiðlum fyrir hver efnistök þeirra eru þó ásetningurinn sé góður. Væri ekki t.d. klárt tjáningarfrelsisbrot ef pólverjar í kringum landið tækju sig saman og stofnuðu sjónvarpsstöð, en fengju ekki að útvarpa á pólsku nema talsetja eða texta allt sitt efni?

Menning og tunga eru ekki varin skaðlegum áhrifum með boðum og bönnum heldur með því t.d. að veita fjölmiðlum sem mest rými til að starfa og auka þannig ráðstöfunarfé þeirra til að stuðla að kaupum á góðu efni sem áhorfendum líkar.

Móttökufrelsi

Önnur rökin gefa sér nokkuð hæpna forsendu; þá að í tjáningarfrelsi sé líka einhvers konar skylda til þess að tjáningin sé á því tungumáli sem flestir í landinu skilja. Engu líkara er en að áhorfendur hafi móttökurétt og fjölmiðlar sendiskyldu. Hið rétta er að áhorfendur Skjás Eins eða Stöðvar 2 hafa enga heimtingu á að það sem þeim líkar sé sýnt eða það fært í þann búning sem þeim hentar. Auglýsendur sem eiga viðskipti við miðlana geta dregið sitt fjármagn til baka og áskrifendur sínar greiðslur í tilviki Stöðvar 2 líki þeim ekki dagskrárstefna miðlanna. Tjáningarfrelsið stendur óhaggað. Tjáningarfrelsið er fjölmiðlanna en áhorfendurnir hafa engan rétt til að ráðskast með efni fjölmiðlanna, hvað þá með milligöngu stjórnmálamanna og lagaboða.

Ætli stuna myndi ekki heyrast setti ríkið þau skilyrði að allir söluturnar yrðu að bjóða upp á mysu og a.m.k. eina gerð sviðasultu, óháð vilja neytenda? Viðskiptavinir söluturna hafa engan lögvarinn rétt til að geta alltaf gengið að sviðasultu og mysu vísum. Þeir geta beðið um það með gylliboðum um mikil viðskipti í framtíðinni, en svo langt nær það.

Bent skal á að fjölmiðlarnir hafa frelsi til þess að hætta að senda út eða sleppa því að senda út á ákveðnum stöðum. Er þar verið að brjóta á rétti móttakenda?

Stéttarökin

Í Íslandi í dag í síðustu viku mætti Adolf Ingi Erlingsson og bar fyrir sig þau rök að enskar lýsingar á íþróttaleikjum væru aðför að stétt íþróttafréttamanna. Með sömu rökum ætti notkun tölvupósts að vera aðför að bréfberum og loftskeytamönnum, notkun bíla aðför að hestvagnaeigendum og notkun togara aðför að róðramönnum og beitingaköllum. Stéttarökin eru skólabókardæmi um það hvernig háværir þrýstihópar geta komið ruglrökum inn í umræðuna.

1Þess má geta, svo öllu sé til skila haldið, að því er ekki alveg svoleiðis farið í tilviki RÚV sökum skylduáskriftarinnar, en það er önnur saga.bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli