Frétt

mbl.is | 14.04.2005 | 11:37Segist að sprungur á Kárahnjúkavæði muni ekki valda vandræðum

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag, að þótt frekari sprungur hafi fundist á Kárahnjúkasvæðinu í lónsstæðinu við Kárahnjúka hafi verið gripið til aðgerða þannig að það muni ekki valda vandræðum við framkvæmdir eða rekstur virkjunarinnar. Rætt var um stíflusvæðið við Kárahnjúka og nýtt áhættumat utan dagskrár á Alþingi í dag að ósk Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Steingrímur sagði, að Kárahnjúkavirkjun væri stærsta framkvæmd Íslandssögunnar og stærsta jarðvegsstífla sem byggð hafi verið í Evrópu og á bak við hana ætti að mynda uppistöðulón með 2,4 rúmkílómetrum vatns. Nú hefði þurft að endurhanna stífluna jafnóðum og hún er byggð, skipta táveggnum í þrennt, dæla ókjörum af steypu niður í jörðina til að reyna að þétta misgengissprungur sem þar hafi uppgötvast. Síðan reyndu menn að láta eins og engin ástæða sé til að hafa ástæður af þessu, að það sé aðeins svartagallsraus að vitna í niðurstöður vísindamanna sem menn væru nú loks farnir að taka alvarlega.

„Það er nefnilega ekki þannig, að einhver fundur uppi í Landsvirkjun hreki athugasemdir og ábendingar vísindamanna. Það er akkúrat öfugt, að varnaðarorð Guðmundar Sigvaldasonar, Gríms Björnssonar og Ástu Þorvaldsdóttur og fleiri hafa verið staðfest; það hafa reynst fyrir þeim. Og skömmin er þeirra stjórnvalda, vísindamanna og fyrirtækja, sem höfðu þetta að engu, gerðu ekkert með þetta á þeim tíma sem átti að taka ábendingarnar alvarlega og rannsaka þær frekar. Og auðvitað var hneyksli að vaða af stað með þessa framkvæmd, troða frumvarpi, sem heimilaði hana gegnum Alþingi og þegja um og gera ekkert með þær ábendingar sem þarna lágu fyrir. Og þeir sem tala um 150 milljóna viðbótarkostnað vita ekki mikið hvað þeir eru að segja. Það liggur þegar fyrir að nokkurra milljarða viðbótarkostnaður vegna viðbótarframkvæmda," sagði Steingrímur.

Valgerður Sverrisdóttir sagði að allar stíflur á borð við Kárahnjúkastíflu væru hannaðar til að þola sveiflur og leka. Hönnun Kárahnjúkavirkjunar og stíflumannvirkjanna væri í samræmi við alþjóðlegar vinnuaðferðir og hefði staðist ströngustu gæðastaðla erlendra eftirlitsaðila. Sprungur sem kynnu að opnast og víkka á botni Hálslónsins langt frá stíflusvæðinu myndu ekki valda auknum leka úr lóninu og því sé rangt, að lónið gæti tæmst af þeim sökum.

Sagði Valgerður að stíflurnar við Hálslón væru hannaðar til að þola sömu áraun af völdum jarðhræringa og stíflumannvirkin á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þótt það svæði sé margfalt virkara hvað varðar jarðfræðingar.

„Eftir að hafa kynnt mér staðreyndir málsins og með hvaða hætti brugðist er við þessum nýju upplýsingum við hönnun og byggingu stíflnanna er ég þess fullviss að ekki er hætta á ferðum við rekstur Kárahnjúkavirkjunar," sagði Valgerður. „Ég hef áður talað í sambandi við óskylt mál um belti og axlabönd. Ég held að í þessu tilfelli sé óhætt að tala um tvenn axlabönd og tvö belti."

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli