Frétt

Stakkur 14. tbl. 2005 | 06.04.2005 | 10:00Glæsileg tónlistarhátíð um páska

Skíðavikan fagnaði 70 ára afmæli um liðna páska og heppnaðist afar vel. Það hefðu ekki þótt tíðandi áður fyrri og ætti ekki að vera frásagnarvert nú, nema fyrir það að snjóinn vantaði. Engu að síður komu um eitt þúsund gestir til Ísafjarðar og aðalviðburð páskanna hér sóttu hálft annað þúsund manns, sem svarar til helmings íbúafjöldans við Skutulsfjörð. Það er glæsilegt og sýnir að enn stendur Ísafjörður undir nafni sem bær tónlistar, þótt áherslan sé nú ekki á klassíska tónlist, enda er óþarfi að flokka tónlist um of. Öll tónlist er sköpun, bæði þegar samið er og flutt. Mikilvægt er að örva sköpunina og gáfuna sem til þarf. Ljóst er að Muggi hafnarstjóri, Guðmundur Kristjánsson, og sonur hans, Mugison, Elías Örn Guðmundsson hafa sett mark sitt á Ísafjörð með hvatningu og uppsetningu hátíðarinnar ,,Aldrei fór ég suður”. Hafi þeir feðgar þakkir fyrir.
Hið sama verður sagt við alla sem hafa komið að því að gera þessa glæsilegu hátið að árlegum viðburði. Fólk sótti hingað frá útlöndum, reyndar þremur heimsálfum. Geri aðrir betur. Ljóst er, ef grannt er skoðað, að tónlistin sameinar fólk og dregur það til sín. Þessa vitneskju og aðstæður eigum við að nota okkur til hins ýtrasta. Flestum ber um það saman að fegurð Skutulsfjarðar og Vestfjarða, sé engu lík, eitthvað sem er einstakt og gleymist ekki. Að geta að auki skapað svo glæsilega afþreyingu sem gert hefur verið um páska er þakkarvert og um leið frábært tækifæri til að sækja fram í ferðaþjónustu. Öll tækifæri þarf að skoða. Eftirtektarvert er að þrátt fyrir marga gesti um hátíðirnar og vel sótta samkomu var lítið umleikis hjá lögreglu. Þannig er hátíðin frábær dægrastytting sem sameinar kynslóðirnar.

Athyglisvert og ánægjulegt er að margir vinsælir, þekktir og góðir tónlistarmenn sækjast eftir því að fá að koma fram. Þeir telja það sér til virðingar og upphefðar. Það er rétt hjá þeim. Í þessu sambandi er vert að ítreka að þegar vel tekst til velta velheppnaðar tónlistarhátíðir um allan heim miklum peningum og hafa efnahagsleg áhrif langt umfram það sem hvarflar að flestum. Ekki er mælt með því að hátíðin ,,Aldrei fór ég suður” verði gerð að einhverri peningaplokksmaskínu, en bent á, að með því að styrkja stoðir hennar vex vegur Ísafjarðarbæjar og Vestfirðinga. Þau áhrif sem hún hefur haft til kynningar eru gríðarlega mikil og virði margra auglýsinga, sem kosta stórar fjárhæðir.

Verr gengur með skíðin og nú hefur landsmótið verið flutt tvisvar, fyrst að austan í Bláfjöll og nú norður í Skagafjörð. Snjóleysið gerir iðkun skíðaíþróttarinnar mjög erfiða hérlendis.Hið sama má segja um Skíðavikuna. Góða veðrið sem við þó viljum svo gjarna gerir okkur erfitt fyrir. En það gerir gestum okkar auðveldara að komast til og frá Ísafirði.

Þá er gott að hafa frábæra afþreyingu og skemmtun. Hafi allir þökk fyrir.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli