Frétt

mbl.is | 15.03.2005 | 16:21Landhelgisgæslan skyldug til að bjóða endurbætur á varðskipum út á EES-svæðinu

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að stofnunin sé jákvæð gagnvart íslenskum skipasmíðastöðvum og telji augljóst hagræði af því að vinna stór verkefni innanlands á borð við endurbætur á varðskipum. Stofnunin sé hins vegar skyldug, lögum samkvæmt, að skipta við Ríkiskaup og bjóða svo stór verk út á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag setji Landhelgisgæslunni skorður við val á samningsaðila. Georg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðna um það að tilboði var tekið frá pólskri skipasmíðastöð í endurbætur og breytingar á varðskiptunum en ekki frá Slippstöðinni á Akureyri.

Segir í tilkynningunni, að Ríkiskaup hafi séð um um útboðið vegna endurbóta og breytinga á varðskipunum Ægi og Tý. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Gylfi Geirsson forstöðumaður upplýsingatækni- og fjarskiptasviðs og Ingvar Kristjánsson forstöðumaður varðskipatæknisviðs, tóku þátt í vinnu við gerð tæknilýsingarhluta útboðsgagna sem fyrirtækið Útgerðartækni bar ábyrgð á. Aðkoma fulltrúa Landhelgisgæslunnar að útboðsferlinu var því eingöngu tæknilegs eðlis. Útboðsgögnin voru að öðru leyti unnin af Ríkiskaupum.

„Við gerð útboðsgagnanna var talið nauðsynlegt að horfa til þess hvort bjóðendur uppfylltu lágmarks gæðakröfur bæði vegna umfangs verksins og hversu flókið það er. Var tekið mið af því hvort bjóðendur uppfylla alþjóðlegan gæðastaðal, ISO 9001, sem er reyndar eini staðallinn sem hægt er að notast við. Að auki var horft til þess hvort bjóðendur hafa reynslu af sambærilegum verkefnum. Til að útiloka ekki íslensku skipasmíðastöðvarnar var ISO vottun og reynsla metin til stiga í svokölluðu valmódeli en ekki gerð að skilyrði, en ósk um vottun er eðlileg varúðarráðstöfun í alþjóðlegum útboðum af þessu tagi.

Valmódelið, sem ræður stigagjöf fyrirtækjanna sem buðu í verkið, var byggt upp þannig að verð gaf 70% stiga, ISO vottun 20% og reynsla 10%. Fulltrúar Ríkiskaupa tjáðu fulltrúum Landhelgisgæslunnar að þeir hefðu borið valmódelið undir framkvæmdaráð útboðsmála sem hefði ekki gert athugasemdir við það. Valmódelið var einnig kynnt rækilega í útboðsgögnum og er Landhelgisgæslunni ekki kunnugt um að bjóðendur hafi gert athugasemdir við það.

Áðurnefndir fulltrúar Landhelgisgæslunnar voru viðstaddir opnun tilboða hjá Ríkiskaupum og yfirfóru þau í samvinnu við Ríkiskaup. Samkvæmt valmódelinu varð pólska fyrirtækið Morska hlutskarpast með 70 stig fyrir verð, 20 stig fyrir ISO vottun og 7 stig fyrir reynslu eða samtals 97 stig. Næst kom pólska skipasmíðastöðin Nauta með 60 stig fyrir verð, 20 stig fyrir ISO vottun og 5 stig fyrir reynslu eða samtals 85 stig. Þriðja í röðinni var tilboð Slippstöðvarinnar á Akureyri með 68 stig fyrir verð, 0 stig fyrir ISO vottun og 7 stig fyrir reynslu, samtals 75 stig.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar tóku þátt í skýringarviðræðum við skipasmíðastöðina Morska sem var með hagstæðasta tilboðið samkvæmt valmódelinu en Ríkiskaup stýrðu þeim viðræðum. Eftir skýringaviðræður við Morska sem fram fóru þann 9. febrúar s.l. ákváðu Ríkiskaup að hafna öllum tilboðum vegna þess hve miklu munaði á þeim og kostnaðaráætlun Landhelgisgæslunnar. Í framhaldi af því ákváðu Ríkiskaup að hefja svonefnt samningskaupaferli þar sem öllum bjóðendum sem áður höfðu sent inn gild tilboð var gefinn kostur á að senda inn endurskoðuð verðtilboð. Einungis þrír bjóðendur sendu inn tilboð og voru þau opnuð 7. mars sl. Pólska skipasmíðastöðin Morska og hollenska skipasmíðastöðin Reimerswaal höfðu lækkað sín tilboð en tilboðið frá Slippstöðinni var óbreytt. Hagstæðasta tilboðið var eftir sem áður var frá Morska. Þar næst kom tilboð Slippstöðvarinnar og Reimerswaal var í þriðja sæti.

Landhelgisgæslan er ekki í aðstöðu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um við hvern er rætt eða samið. Einungis er fylgt lögum, reglum og ráðleggingum Ríkiskaupa sem snerust um að fylgja útboðsreglum og að taka hagkvæmasta tilboði samkvæmt valmódeli," segir í tilkynningunni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli