Frétt

| 07.09.2001 | 15:19Fasteignaverð lækkar

Fasteignaverð í Reykjavík hefur farið lækkandi undanfarna mánuði. Þetta kom fram í samtölum DV við fasteignasala í borginni í gær. Visir.is greindi frá.
Lækkunin hefur ekki komið í stórum stökkum heldur verið hæg og bítandi. Viðmælendur DV slógu á að lækkunin frá áramótum geti numið að meðaltali um 5 prósentum. Þeir sögðu að góður gangur hefði verið í fasteignasölu að undanförnu, nægt framboð af eignum og mikil eftirspurn. Það frumskógarlögmál sem ráðið hefði ríkjum þegar uppsveiflan var sem mest á fasteignamarkaðinum á síðustu tveimur árum væri hins vegar úr sögunni.

"Fasteignaverð hefur smátt og smátt farið lækkandi síðustu mánuðina," sagði Bergur Þorkelsson hjá fasteignasölunni Fold. Hann sagði að verðlækkunin kæmi ekki fram í ásettu verði en lokaverðið nú leiddi yfirleitt til lækkunar. Það ætti ekki einungis við um úthverfin, heldur einnig um eignir á 101- svæðinu.. Lækkunin í miðbænum stafaði m.a. af því að brunabótamatið á eignunum væri miklu lægra en ásett verð. Fólk hefði einfaldlega ekki peninga í vasanum til að greiða mismuninn. Nú væri kominn stöðugleiki í markaðinn og fólk gæfi sér betri tíma en áður til að skoða eignir og huga að verði.

"Hlutfallslega hefur verðið lækkað eitthvað. Þá hefur þróunin orðið á þann veg að það er boðið undir ásettu verði og seljandinn gengur að því," sagði Páll Ragnarsson, sölumaður hjá fasteignasölunni Hóli. "Þetta hefur verið að gerast í öllum hverfum borgarinnar."

"Fasteignaverð hefur breyst og jafnast á milli hverfa. Það hefur náð meiri stöðugleika sem þýðir að fólk er farið að spá meira í verðið," sagði Sveinbjörn Halldórsson, sölustjóri hjá Gimli. "Kaupgetan hjá fólki hefur minnkað, auk þess sem erfiðara er að fá lán. Fólk gefur sér meiri tíma til að skoða eignir og það eru fleiri eignir á sölu." Aðrir fasteignasalar sem blaðið ræddi við tóku í sama streng. Í máli þeirra kom jafnframt fram, að markaðurinn virtist vera í jafnvægi nú. Breytt reglugerð um hlutfall húsnæðislána af eignum og yfirvofandi breytingar á brunabótamati virtust ekki hafa teljandi áhrif. Menn biðu með "krosslagða fingur" eftir því hvað gerðist þegar endurskoðað brunabótamat tekur gildi 15. september næstkomandi.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli