Frétt

bb.is | 17.02.2005 | 07:40Vestfirðir ekki nefndir í skýrslu um siglingar í norðurhöfum

Ekki er minnst á möguleika Vestfjarða í nýrri skýrslu um hugsanlegar siglingar í norðurhöfum heldur aðeins rætt um möguleika Eyjafjarðar, Austurlands og Hvalfjarðar. Áætlað er að bygging umskipunarhafnar á Íslandi kosti rúma fimmtán milljarða króna. Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði á síðasta ári um möguleika á siglingum á norðurslóðum hefur lokið störfum og gefið út skýrslu sem ber heitið „Fyrir stafni haf - Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum”. Í skýrslunni er fjallað um horfur á auknum skipaflutningum á norðurslóðum, m.a. meðfram Íslandsströndum, og áhrif þeirra á íslenskt atvinnulíf og umhverfi.

Sem kunnugt er var skipan nefndarinnar nokkuð rædd á bb.is á sínum tíma og einnig möguleikar þeir sem í þessum siglingum felast. Úlfar Ágústsson kaupmaður á Ísafirði hefur um árabil verið mikill áhugamaður um þessar siglingar og talið í þeim fælust miklir möguleikar fyrir byggða á Vestfjörðum.

Í inngangi skýrslunnar er gerð grein fyrir mikilvægi siglinga á norðurslóðum fyrir íslensku þjóðina. Sérstakir kaflar eru helgaðir Norður-Íshafsleiðinni milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs, veðri, hafís og loftslagsbreytingum á Norður-Íshafi, sjóflutningum milli Norður-Atlantshafs og Norður-Kyrrahafs, miðlægum umskipunarhöfnum, umhverfisáhrifum sjóflutninga og umhverfisáhrifum umskipunarhafnar á Íslandi. Í niðurlagi eru síðan dregnar saman helstu niðurstöður. Í skýrslunni eru ekki settar fram beinar tillögur um viðbrögð stjórnvalda við efni skýrslunnar, en lýst von um að skýrslan geti rutt braut fyrir víðtækri umræðu.

Þrátt fyrir að Vestfirðir liggi að mörgu leyti vel landfræðilega við siglingum úr norðurhöfum er ekki minnst einu orði á Vestfirði í umræddri skýrslu. Í henni segir hinsvegar m.a.: Landfræðilega liggur Ísland vel við úthafsleiðum á Norður-Atlantshaf i. Góð náttúruleg skilyrði eru fyrir stórskipahafnir í djúpum fjörðum á Austurlandi, í Eyjafirði og í Hvalfirði og eru sum hafnarstæðin með þeim betri sem völ er á við norðanvert Atlantshaf. Mikið dýpi er í þessum fjörðum, sem nægir fyrir stærstu skip, svo að ekki þarf að fara út í dýrar dýpkunarframkvæmdir. Úthafsalda og löng sog eru innan ásættanlegra marka inni í fjörðunum, svo að ekki þarf að byggja hafnargarða. Firðirnir eru breiðir og gott snúningsrými fyrir stór skip. Landrými er fyrir nokkur hundruð hektara gámavöll í Eyjafirði, Hvalfirði og í fjörðum á Austurlandi. Alls staðar er nóg er af fersku vatni og greiður aðgangur að rafmagni.“

Um kostnað við gerð slíkrar hafnar segir m.a. í skýrslunni:„ Heildarkostnað vegna byggingar umskipunarhafnar er hægt að áætla á grundvelli reynslunnar af hafnargerð við Ísland. Taka þarf mið af ýmsum náttúrulegum aðstæðum á viðkomandi hafnarstæðum og er kostnaður mismunandi eftir stöðum. Meta verður kostnað við að fjarlægja jarðvegsefni í sjó framan við bryggju og smíða viðlegukant og kostnað við gerð gámavallar og frágang hans ásamt vegasambandi og tilheyrandi mannvirkjum á hafnarsvæði. Eftirfarandi er dæmi um hugsanlegan byggingarkostnað tveggja milljóna gáma umskipunarhafnar á eyrum við íslenskan fjörð. Kostnaður vegna gámakrana og annars tækjabúnaðar er ekki innifalinn, né heldur kostnaður vegna húsbygginga á hafnarsvæðinu. Sá kostnaður er svipaður um alla Evrópu og hefur því ekki áhrif á samkeppnisstöðu hafnarstæða á Íslandi: Miðað er við að eitt 450 metra langt djúprist gámaskip og tvö 300 metra löng skip gætu legið samtímis við bryggju. Viðlegukantur yrði alls 1160 metrar, þar af yrði 500 metra bryggja með allt að 23 metra aðdýpi, en 14,3 metra aðdýpi á 660 metra kafla. Lauslega áætlað kynni kostnaður við slíka bryggju með tilheyrandi kranasporum að nema u.þ.b. fjórum milljörðum króna, sé náttúrulegt dýpi inn í höfnina, svo að ekki þurfi að dýpka hana sérstaklega.

Áætlaður kostnaður við gámavöll með burðarlagi, lögnum, lýsingu og malbiki næmi um 11000 krónum á hvern fermetra á núverandi verðlagi, þ.e. um 11 milljörðum króna fyrir 100 hektara gámavöll. Samanlagður kostnaður vegna byggingar bryggju og gámavallar fyrir tveggja milljóna gámaeininga umskipunarhöfn gæti þannig numið um 15 milljörðum króna að viðbættu kaupverði á landi og fleiri kostnaðarþáttum sem getið var um hér að framan. Þetta er mun lægri kostnaður en bygging sambærilegra hafna annarstaðar við Norður-Atlantshaf, þar sem náttúruleg hafnarstæði eru ekki eins góð og mikill kostnaður fer í dýpkun bæði hafnar og aðsiglingar. Hafnir hafa verið gerðar í flestum góðum hafnarstæðum við Atlantshaf
og er landverð þar hátt.“

Ekki náðist í formann nefndarinnar, Gunnar Pálsson sendiherra, þar sem hann er staddur erlendis. Í nefndinni áttu sæti auk Gunnars fulltrúar samgönguráðuneytis, umhverfisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Eimskips, Samskipa, Veðurstofu Íslands, Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, Siglingastofnunar og Háskólans á Akureyri.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli