Frétt

politik.is - Stefán Ómar Stefánsson | 09.02.2005 | 11:10Írak, Íran, Bandaríkin

Mig hefur lengi langað til að koma á framfæri minni skoðun á stríðinu í Írak. Í grein sem ég skrifaði í mars 2003 (það eru að verða 2 ár síðan!?), sem var reyndar aldrei birt, fjallaði ég um stóru mótmælin sem þá fóru um eins og alda um alla heimsbyggðina. Fréttir bárust af mótmælum í yfir 650 borgum um heim allan og það samdægurs. Það var mótmælt á þremur stöðum á Íslandi einn daginn - í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Mótmælafundur var haldinn nokkru síðar á Egilsstöðum. Þjóðir heimsins vildu ekki stríð, ekki einu sinni þær sem voru á listanum góða sem við enduðum á, enda sjáiði hvernig fór á Spáni, þeir skiptu um stjórn.

Mikil umræða hefur verið um lista hinna viljugu og staðföstu þjóða. En þjóðin mín styður ekkert stríð, það er nokkuð ljóst, alla vega hef ég ekki hitt einn einasta mann sem er ánægður með þá ákvörðun sem tekin var í þessu sambandi. Fjaðrafokið út af þessu máli hefur verið svakalegt og það líður ekki sá morgun að ég sit í strætó og les um Írak í Fréttablaðinu.

Alltaf var ég sannfærður um að Írakar ættu ekki efnavopn eða hvað annað sem logið var upp á þá að væri þar í hrönnum. Styrkur, viðbragðsflýti og baráttuþrek hers Íraka var langt frá því að vera eitthvað í líkingu við það sem ráðamenn stríðsglaðra þjóða vildu meina. Það besta er samt, meðan fréttamenn segja af sér fyrir að fara með rangt mál, þá eru valdamenn þjóðarinnar sem bera ábyrgð á lygum og þvættingi að svissa sætum í stjórnarráðinu. Stöðuhækkun fyrir stríðs(ráð)herra.

Peningarnir sem Bandaríkjamenn lögðu í stríðsrekstur er svo annað mál. Hefði það sennilega dugað fyrir þó nokkra aðstoð við bæi sem urðu illa úti í flóðbylgjunni miklu í desember. Maður les síðan um það að Bush vilji meira til hersins... meira til hersins... minna til? Ég bendi í þeim efnum á grein eftir Jens Sigurðsson, ,,Ég sagði: hva´erta pæla?", þar sem hann fjallar um atvinnuástand á Florída.

Næsti?

Núna er Íran að því er virðist næst á dagskrá. Það þarf að afgreiða snöggsteikt lýðræði þar, opna McDonalds og Coke útibú, svo þeir fari nú ekki að sprengja upp heiminn, þeir eru nú einu sinni fæddir terroristar þessir íslamstrúarmenn! Verður mín þjóð líka með formlegan stuðning við það brölt Bandaríkjamanna eða hvað? Réttlæting árásarstríðs á Íran? Kjarnorkuvopnaframleiðsla, hvað annað. Við Íslendingar erum nú svo mikið fyrir að leita að vopnum sem eru okkur framandi. Eftir að Bandaríkjamenn (og við auðvitað líka) fundum öll gereyðingavopnin sem réttlættu árásina á Írak er nú ekki um annað að ræða en að trúa því sem þeir segja. Sagan um strákinn sem hrópaði ,,úlfur!, úlfur!" er það fyrsta sem mér dettur í hug.

En eigum við ekki bara að slá til? Bush er búinn að afgreiða Afghanistan, hann er búinn að láta Íraka kjósa og þá er ekkert að vanbúnaði annað en að innleiða lýðræði á næsta stað. En ansi er ég hræddur um að við þröngvum ekki okkar kenningum um lýðræði upp á þessar þjóðir. Ótti við hryðjuverk virðist vera eitthvað sem er komið til að vera þar. Hryðjuverkin verða ekki stöðvuð með því að kúga lýðræði upp á þjóðir heims - afskiptasemi heimslögreglunnar leiðir til uppreisnar gegn henni.

Lýðræði

Lýðræði á Vesturlöndum á sér langa sögu. Þegar Evrópubúar fóru að geta kúgað annað fólk en sitt eigið alltaf hreint, fóru þeir að huga að eigin frelsi. Þeirra frelsi fólst í því að þeir réðu sínu sjálfir. Frelsi heimafyrir, kúgun í öðrum heimshlutum. Lýðræðið hefur nú verið í þróun allt frá gömlum heimspekingum á við Locke, Rousseau og Montesquieu og festi sig í sessi hér hægt og bítandi. Í löndum sem eru ekki fjarlægari okkur en í austurhluta álfunnar og lönd eins og Mexíkó, sem hefur landamæri að Bandaríkjunum, er ekki þessi sterka lýðræðishefð. Því austar og því sunnar sem dregur er minni hefð fyrir lýðræði. Á tímum lýðræðis í Evrópu hefur það einnig beðið nokkra hnekki, það þurfti harðstjórnir og blóð til að forma lýðræði, en fyrst og fremst þurfti tíma.

Bandaríkjamenn hafa ekki alltaf verið barnanna bestir. Kúgun svartra undir merkjum lýðræðis var hluti af frelsinu í Bandaríkjunum fyrir ekki svo mjög löngu síðan. Lýðræði þar sem meirihlutinn kúgar minnihlutann er mjög vafasamt fyrirbæri og svo virðist sem meirihluti Bandaríkjamanna, semi-fávitar, hafi tryggt sínum manni þægilega stöðu í Hvíta Húsinu. Núna kúgar þessi ,,meirihluti" Bandaríkjamanna með styrk vopna minnimáttar í öðrum heimshluta. Þeir ætla að koma sinni hugmyndafræði á framfæri. Þeir ætla að þröngva henni upp á hinn múslimska heim. Bandaríska dýrið er laust.

Ég spyr sjálfan mig að því hvort ekkert sé við þessu að gera. Vagga lýðræðis er í Evrópu. Evrópa þurfti feykilegt blóðbað til að sjá að sér, til að hætta að kúga minni máttar, til að skilja jafnrétti á heimsvísu. Er það eina leiðin að settu marki? Vinnum við okkur inn lýðræði í blóðdropum? Mun hugmynd mín um að lýðræði komist fyrst og fremst á með tímanum einhvern tíma sannreyna sig? Því miður efast ég um að svo sé. Hugsa að við verðum að vona að einn góðan dag komi fram eitthvað annað og betra eitthvað sem hefur fleiri kosti og færri galla en gamla góða lýðræðið 'okkar'. Okkar fáu útvöldu.

Stefán Ómar Stefánsson - politik.is

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli