Frétt

bb.is | 07.02.2005 | 16:24„Augljóslega verið að reyna að leggja 16 ára dansleiki af“

Halldór Gunnar Pálsson og Birgir Olgeirsson.
Halldór Gunnar Pálsson og Birgir Olgeirsson.
Óskiljanlegur munur er á þeim löggæslukostnaði sem aðstandendur dansleikja þurfa að greiða, að mati þeirra Halldórs Gunnars Pálssonar og Birgis Olgeirssonar. Halldór og Birgir eru í forsvari fyrir Vinsemd og virðingu, félag áhugafólks um bætt skemmtanalíf ungmenna, en félagið hefur haldið tvo dansleiki á norðanverðum Vestfjörðum í vetur. Þeir telja að félagið hafi orðið fyrir barðinu á því viðhorfi ráðamanna á svæðinu að dansleikir þar sem aldurstakmark er 16 ár séu óæskilegir. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, segir það reynslu lögreglunnar að ólíkt meiri læti séu í kringum 16 ára dansleiki en þegar aldurstakmarkið er 18 ár. „Sá löggæslukostnaður sem við höfum þurft að greiða er allt að því tífaldur miðað við það sem aðstandendur annarra skemmtana, sem síst eru fámennari og rólegri, hafa þurft að borga“, segir Halldór.

Félagið var stofnað eftir að stjórn Menntaskólans á Ísafirði ákvað að það væri ekki hlutverk nemendafélags skólans að halda almennar skemmtanir. Á vegum Vinsemdar og virðingar hafa verið haldnir tveir 16 ára dansleikir, annar á Suðureyri en hinn í Bolungarvík. Um komandi helgi heldur félagið sinn þriðja dansleik og að þessu sinni á Ísafirði. Þess má geta að dansleikir þessir eru opnir þeim sem verða 16 ára á árinu.

„Þegar við héldum dansleik á Suðureyri þurftum við að greiða um 35 þúsund krónur í löggæslukostnað, auk 15 þúsund króna fyrir 3 björgunarsveitamenn sem sáu um gæslu fyrir utan ball. Auk þess höfðum við á okkar snærum 4 dyraverði inni á balli“, segir Halldór.

„Þessar kröfur sem settar eru á okkur eru fáránlega miklar. Það er svolítið ósanngjarnt að við þurfum að borga svona mikið meðan aðrir eru látnir borga 5 þúsund kall fyrir miklu fjölmennari og síst rólegri skemmtanir“, segir Birgir.

Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, gefur út skemmtanaleyfi fyrir hönd lögreglustjóra og segir hann það sína reynslu að miklu meiri löggæslu sé þörf þegar aldurstakmark á dansleikjum er 16 ár. „Þegar slíkir dansleikir eru haldnir, sendum við 3 lögreglumenn til að vakta allan tímann. Þeir sem halda dansleikinn taka þátt í þeim kostnaði. Þegar umræddur dansleikur á Suðureyri var haldinn greiddu aðstandendur hans 30.700 krónur í löggæslukostnað og 5 þúsund króna gjald fyrir skemmtanaleyfi, og þeim var ekki gert að halda uppi löggæslu utanhúss“, segir Önundur.

„Það er ekki verið að setja meiri kröfur á þessa menn heldur en aðra sem halda sambærilega dansleiki. Því miður hefur það sýnt sig að óhemju mikið er að gera hjá lögreglumönnum þegar slíkir dansleikir eru haldnir. Í þessu tilfelli var yfirdrifið að gera hjá þeim þremur lögreglumönnum sem vöktuðu svæðið, þó ekki hafi það endilega verið í beinum tengslum við dansleikinn. Reynslan hefur einfaldlega sýnt að svona dansleikjahald dregur að mikinn partíhóp. Þannig ríkti oft hálfgert styrjaldarástand á Suðureyri þegar þar voru haldnir dansleikir á 16. júní. Við brugðumst við með því að auka löggæslu utan dyra og settum kröfur um aukna dyravörslu inni á balli. Þarna er átt við fjölda dyravarða, en þar að auki verður kvenkyns starfsmaður að vera til taks og dyraverðir þurfa að kunna fyrstu hjálp“, segir Önundur.

Halldór og Birgir segja löggæslukostnaðinn gera mönnum nær ókleyft að halda 16 ára dansleiki. „Tekjur af þessum dansleikjum eru mjög litlar þar sem óheimilt er að selja áfengi. Við höfum verið að gera þetta eingöngu vegna þess að við höfum gaman að þessu og viljum ekki að svona dansleikir leggist af. Fólk á milli 16 og 18 ára er kannski ósjálfráða núna, en þetta eru engir óvitar. Hegðun á böllum hefur verið ótrúlega góð og ég held að foreldrar ættu að taka börn sín sér til fyrirmyndar í þessum efnum“, segir Halldór.

Birgir segir augljóst að verið sé að reyna að leggja 16 ára dansleiki af. „Ég skil bara ekki af hverju. Það er ekkert leyndarmál að krakkar á þessum aldri eru farnir að skemmta sér. Ef ekki er boðið upp á böll fyrir þau, skemmta þau sér bara í partíum eða í miðbænum. Þetta skiptir fólk máli þegar það ákveður hvar það ætlar að búa og ef ekkert er að gera fyrir fólk á þessum aldri er hætta á að það flytji í burtu“, segir Birgir.

„Menn virðast ekki bera nokkurt traust til fólks á þessum aldri. Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að þetta fólk sé meira og minna dragfullt og dópað út úr heiminum. Þeir sem halda það ættu að kíkja á eitt svona ball. Á þessum tveimur dansleikjum sem við höfum haldið hefur hegðun gesta verið mjög góð“, segir Halldór.

„Ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir þeim sem vilja að þessi böll leggist af. Hvað á að koma í staðinn? Barnaskemmtanir sem standa til miðnættis? Og hver á að sjá um þær? Við áttum okkur á því að tengsl eru á milli drykkju og skemmtana, en menn eru á rangri leið í forvörnum ef þeir ætla að koma í veg fyrir drykkju með því að leggja af skemmtanahald. Aðrar leiðir eru miklu vænlegri og við erum tilbúnir til að vinna með fólki í því að stuðla að enn heilbrigðari skemmtanamenningu ungmenna á Vestfjörðum“, segir Halldór Gunnar Pálsson.

halfdan@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli