Frétt

bb.is | 01.02.2005 | 13:04„Eyðing minka og refa ekki einkamál örfárra sveitarfélaga“

Ómar Már Jónsson.
Ómar Már Jónsson.
Á síðasta ári fóru tæp 5% af skatttekjum Súðavíkurhrepps í kostnað við eyðingu á mink og ref. Hlutdeild ríkisins hefur einhliða verið minnkuð og sveitarstjórinn í Súðavík segir að nú sé komið að ákveðnum leiðarlokum í eyðingu refa og minka. Þörf sé á grundvallarbreytingum eigi refa- og minkaeyðing ekki að leggjast af með tilheyrandi afleiðingum. Hann vill skoða nýjar leiðir við eyðingu og nefnir í því sambandi uppsetningu á gildrum. Útgjöld Súðvíkinga samsvara því að Reykvíkingar hefðu varið 1,6 milljörðum í sama málaflokk á síðasta ári. „Þau sveitarfélög sem axlað hafa sína ábyrgð í þessu máli eru að kikna undan þessum kostnaði og ekki bætir úr skák að ríkisvaldið stendur ekki við sinn hluta málsins. Í tvö ár höfum við þurft að bera aukinn kostnað þar sem ríkið stendur ekki við sitt og það gengur ekki lengur“, segir Ómar.

Um árabil hafa ríki og sveitarfélög skipt kostnaði af eyðingu jafnt á milli sín. Árið 2003 ákvað ríkivaldið einhliða að greiða ekki helming útlagðs kostnaðar heldur eingöngu þá fjárhæð er Alþingi ákvað á fjárlögum. Sú upphæð hefur dugað til greiðslu um 30% af heildarkostnaði. Kostnaður þeirra sveitarfélaga sem sinna eyðingu minka og refa hefur því aukist mikið. Eitt af þeim sveitarfélögum sem tekið hafa eyðingu þessara dýra föstum tökum er Súðavíkurhreppur. Á síðasta ári var heildarkostnaður við veiðarnar í hreppnum rúmar 3 milljónir króna og greiddi sveitarfélagið 70% af þeim kostnaði. Skatttekjur Súðavíkurhrepps voru í fyrra 49,5 milljónir króna og því var nam kostnaðurinn við eyðingu refa og minka í fyrra 4,73% af skatttekjum sveitarfélagsins. Til samanburðar má nefna að hefði Reykjavíkurborg þurft að bera viðlíka kostnað við eyðingu refa og minka hefði sá kostnaður verið tæplega 1,6 milljarðar króna og verður að telja líklegt að heyrst hefði hljóð úr horni á þeim bænum ef svo hefði verið.

Aðspurður hvað sé til ráða segir Ómar Már Jónsson að einungis tvennt geti gerst í framtíðinni. „Annað hvort kemur meira fjármagn til þessara mála eða þessar veiðar leggjast af með skelfilegum afleiðingum. Það verður að koma betra skipulagi á þessi mál. Vegna kostnaðar hafa sum sveitarfélög hætt að sinna þessum málum sem hefur aukið á vanda hinna. Slíkt fyrirkomulag getur ekki gengið til lengdar. Það eru flestir sammála um að eyða beri minknum og halda refnum í skefjum en það er ekkert einkamál örfárra sveitarfélaga.“

Ómar segir sveitarstjórn Súðavíkurhrepp tilbúna að ræða nýjar leiðir við eyðingu dýranna. „Því miður hafa ekki orðið miklar framfarir við veiðarnar á undanförnum áratugum. Það er ekki vegna þess að ekki séu til fleiri leiðir en að nota byssuna. Þróaðar hafa verið margar tegundir af gildrum sem gætu nýst vel í þessari baráttu en af einhverjum ástæðum hefur gagnsemi þeirra farið lágt. Ég tel að veita eigi auknu fjármagni til þess að setja upp gildrur sem hægt er að hafa eftirlit með. Til lengri tíma litið spara þær mikla vinnu og fjármuni og tryggja án efa betri árangur við veiðarnar með fullri virðingu fyrir þeim ágætu veiðimönnum sem starfað hafa við þessi mál undanfarin ár“, segir Ómar.

Undanfarið hafa verið að störfum nefndir sem skoðað hafa minka- og refaveiðar. Ómar segir að nú sé komið að ákveðnum tímamótum í veiðum á mink og ref. „Annað hvort axla ríki og sveitarfélög í sameiningu ábyrgð á þessu máli eða þessar veiðar leggjast af í náinni framtíð. Það yrði hins vegar dapurleg niðurstaða fyrir jafnvægið í dýraríkinu og er ekki óskastaða okkar. Það getur hins vegar ekki gengið lengur að sveitarfélög þurfi að verja tæpum 5% af skatttekjum sínum í þennan málaflokk og árangur er ekki að fullu tryggður þar sem ekki taka allir á þessu máli af sömu festu“, segir Ómar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli