Frétt

politik.is – Elín Birna Skarphéðinsdóttir | 29.01.2005 | 16:22Niðurgreiðum getnaðarvarnir

Það er alveg magnað hvað Íslendingar eru alltaf stórtækir og merkilegir í alþjóðasamhengi. Eitt sem okkur finnst afskaplega gaman er að velta okkur uppúr eigin ágætum í alls kyns könnunum og mæliaðgerðum og ekki spillir fyrir ef þær eru nú á alþjóðavísu. Við vitum náttúrulega öll að við erum einstaklega hamnigjusöm miðað við þorra heimsbyggðarinnar, við eigum líka ógrynnin öll af titrurum. Við virðumst þó ekki kunna alveg á þessi kynlífstól því við erum undir öllum væntingum í fullnægingar fjölda. En ég get glatt landann með því að minnast á að við eigum einstakt Norðurlandamet. Já, við sláum öllum nágrönnum okkar í norðri við varðandi Chlamydiu smit, þar erum við efst á blaði.

Ef við gefum okkur það að það sem kom fram í könnun Jónu Ingibjargar Jónsdóttur og Sigríðar Haraldsdóttur á kynhegðun Íslendinga sem gerð var 1992 eigi enn við hefja flestir unglingar að stunda kynlíf um 15 ára aldurinn. 80% karlmanna sem greinast með Chlamydiu eru á aldrinum 15-29 ára og 89% kvenna sem greinast eru á þessum aldri (Guðrún Svanborg Hauksdóttir, sýklafræðideild LHS, 2004). Það þarf engan að undra að þetta Norðurlandamet okkar kostar sitt. Fyrir utan fjárhagslegan skaða er persónulegi skaðinn mikill saman ber ófrjósemi eða utanlegs þunganir í kjölfar smits. Ég veit að ég er ekki að segja neinar fréttir þegar ég segi að það sé hægt að koma í veg fyrir smit með einfaldri tækninýjung sem við Íslendingar erum löngu búnir að tileinka okkur enda alltaf fyrstir að prófa eitthvað nýtt. Smokkurinn!

En þessi dásemdar tækninýjung kostar yfir hundrað krónur stykkið. Þannig að tekur það 15 ára unglinginn sem hefur 400 krónur á tíman um 3 klukkustundir að safna fyrir hagkvæmum pakka með 12 smokkum. 3 klukkustundir! Virðisaukaskatturinn á smokkapakka er hefðbundin 24.5% og þessi heilsuverndandi vara er ekkert niðurgreidd af ríkinu!

Getnaðarvarnir eru ótrúlega dýrar og óþolandi að það að hugsa skynsamlega um heilbrigði sitt og framtíð sé þvílík blóðtaka fyrir fólk. Ég legg til að virðisaukaskatturinn af þessum vörum verði a.m.k. lækkaður það tel ég þó duga skammt. Best þætti mér að getnaðarvarnir væru niðurgreiddar af ríkinu. Segjum að getnaðarvarnarlyf falli í B greiðsluflokk lyfja. Þar verði svo búinn til nýr greiðsluhópur í tengslum við kaup á getnaðarvarnarlyfjum. Þessi hópur gæti nefnst ungmenni t.d. 25 ára og yngri sem falla þá í sama greiðsluflokk og elli- og örorkulífeyrisþegar. Það er að ungmenni greiði fyrstu 600 krónurnar af hverri lyfjaávísun og svo 50% af kostnaði umfram það þó aldrei meira ein 1050 krónur.

Ég tel að aðgerðir af þessu tagi gætu gert kaup á getnaðarvörnum auðveldari fyrir ungmenni. Það myndi svo vonandi hafa jákvæð áhrif inní heilbrigðiskerfið á ýmsan hátt. Að minnsta kosti er þetta raunhæfur kostur sem vert er að kanna og nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið taki sig á varðandi hlut ungs fólk innan þess en sá hlutur er oft gleymd stærð í þvílíku bákni sem heilbrigðiskerfið er.

Elín Birna Skarphéðinsdóttirpolitik.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli