Frétt

bb.is | 20.01.2005 | 13:01„Standi þessar hækkanir verða ríkisstjórnarflokkarnir að taka afleiðingunum“

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík.
Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík.
Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík segir að sú mikla hækkun raforkukostnaðar sem Orkubú Vestfjarða kynnti í gær hafi komið honum mjög á óvart. Hann segir að raforkuverð muni almennt hækka mjög mikið þrátt fyrir orð ráðamanna um að enginn nýr kostnaður verði til við breytt skipulag raforkufyrirtækja. Hann segir stærstan hluta starfsorku sveitarstjórnarmanna fara í það að verjast ákvörðunum ríkis- og löggjafarvalds og telur að ef ekki komi til breytingar á niðurgreiðslum verði Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn að axla pólitíska ábyrgð á þessum miklu hækkunum. Eins og sagt var frá í morgun verður töluverð hækkun á raforkuverði til almennings og sérstaklega kemur hún hart niður fólki í dreifbýli sem kyndir hús sín með raforku. Meðal byggðarlaga sem teljast til dreifbýlis er Súðavík. Má ætla að þar hækki heildarraforkukostnaður um allt að 50% og nemur sú hækkun 5-6 þúsund krónum á mánuði hjá meðalfjölskyldu.

Ómar Már segir þessa miklu hækkun hafa komið honum mjög á óvart. „Þessi hækkun er útúr korti miðað við það sem iðnaðarráðherra og aðrir stjórnmálamenn höfðu sagt um þær breytingar sem fylgdu nýju skipulagi raforkumála. Það var margsagt að ekki yrði til nýr kostnaður við þessar breytingar en engu að síður standa menn frammi fyrir þessum miklu hækkunum“, segir Ómar.

Ómar telur þessar hækkanir hafa mikil áhrif til hins verra á samkeppnisstöðu þeirra byggðarlaga þar sem hús eru rafhituð. „Þessi hækkun er skelfilegt innlegg í þá baráttu sem fram fer um framtíð landsbyggðarinnar. Þetta eru mjög kaldar kveðjur til þeirra sem hafa verið að reyna að efla landsbyggðina. Þrátt fyrir fögur orð þeirra er ráða ferðinni í landsmálum verður að segja að það fer sívaxandi tími og starfsorka sveitarstjórnarmanna í að verjast ýmsum ákvörðunum og lagasetningum ríkis- og löggjafarvalds. Í staðinn fyrir að sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni geti verið í sókn þá erum við í endalausri varnarbaráttu vegna pólitískra ákvarðana stjórnmálamanna sem segjast vera hliðhollir landsbyggðinni. Svona vinnubrögð geta ekki gengið lengur“, segir Ómar.

Í Súðavík hefur ferðaþjónusta vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum með tilkomu sumardvalargesta sem keypt hafa hús í gömlu byggðinni í Súðavík. Einnig stofnaði Súðavíkurhreppur ásamt einstaklingum fyrirtækið Sumarbyggð ehf. sem á og rekur nokkur hús í gömlu byggðinni. Ómar segir að fyrir skömmu hafi niðurgreiðslum verið hætt á kyndingu þessara sumarhúsa og nú bætist þessi hækkun við. „Á skömmum tíma hefur því kostnaður við upphitun þessara húsa hækkað um ríflega 100%. Með þessum breytingum á umhverfi raforkufyrirtækja er nánast verið að leggja í rúst það mikla uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið á undanförnum árum í ferðaiðnaði“, segir Ómar.

Aðspurður hvort sveitarstjórnarmenn geti ávallt varpað ábyrgðinni á ríkisvaldið í ljósi þess að sveitarstjórnarmenn eru flestir fulltrúar sömu stjórnmálaflokka og sitja á Alþingi segir Ómar að í þessu máli sé hin pólitíska ábyrgð ljós. „Verði niðurstaðan sú að raforkukostnaður hækki í þá veru sem Orkubú Vestfjarða telur nauðsynlegt þá verða ríkisstjórnarflokkarnir að axla pólitískar afleiðingar málsins. Það er eingöngu pólitísk ákvörðun hvort þessar hækkanir ná fram að ganga eða niðurgreiðslur verði auknar“, segir Ómar Már.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli