Frétt

Jón Bjarnason | 17.01.2005 | 17:49Dýrkeyptur forsætisráðherrastóll

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Það er oft vandi að sitja í annars manns skjóli. Það fær Halldór Ásgrímsson að reyna þessa dagana og er jafnvel kallaður „forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Þeir birtast sem pólitískir eineggja tvíburar og sjálfstæðismenn ná öllum óskamálum sínum fram. Má heita að stefnumál framsóknarmanna séu fullkomlega fótum troðin í þessu samstarfi. Talað er um „Litla íhaldið“, hópinn sem nú ræður Framsóknarflokknum og fylgir formanninum í undirlægjuhættinum við Sjálfstæðisflokkinn.

Landssíminn og Framsókn

Ef fram heldur sem horfir verður það hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar sem yfirmanns Einkavæðinganefndar að selja Símann. Gallup gerði í mars 2002 skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til þeirrar sölu. Rétt 64% kjósenda Framsóknarflokksins voru henni andvígir og yfir 60% allra landsmanna vildu að Síminn yrði áfram í opinberri eigu. Fjöldi framsóknarfélaga um allt land hefur ályktað gegn sölunni.

Öllum ætti að vera ljóst að í svo fámennu, dreifbýlu landi verður aldrei raunverulega samkeppni í grunnþjónustu fjarskipta. Síminn skilar 2-3 milljarða arði í ríkissjóð árlega svo ekki er hann nú baggi á eigendunum. Þvert gegn vilja meginþorra framsóknarmanna og mikils meirihluta þjóðarinnar ætlar Halldór Ásgrímsson að lúta í gras fyrir frjálshyggjuöflum Sjálfsstæðisflokksins og selja Símann. Framsóknarmenn ættu að stöðva formann sinn í þessu máli.

Írakstríðið og Framsókn

Pólitísku tvíburarnir tóku einir ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Að þjóðinni forspurðri settu þeir Ísland á lista hinna vígfúsu ríkja. Aldrei áður hafa íslenskir ríkisborgarar þurft að skammast sín á alþjóðavettvangi og jafnvel leyna þjóðerni sínu til að tryggi öryggi sitt á ferðalögum eða í hjálparstörfum. Um þetta höfum við nú staðfest dæmi frá Írak auk fjölmargra landa Asíu og Afríku.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups eru 84% þjóðarinnar og um 80% framsóknarmanna á móti stuðningi Íslands við innrásina í Írak Halldór Ásgrímsson lét að því liggja í fréttum að almenningur skildi ekki málið. Hann er augljóslega orðinn viðskila við sinn eigin flokk eins og raunveruleikann.

Stjórnarskráin og Framsókn

Eftir hina makalausu framgöngu í fjölmiðlamálinu hefði mátt vænta þess að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna reyndu að endurheimta sátt við þjóðina í umgengni við lýðræðið og stjórnarskrá landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur þó valið að sniðganga stjórnsýslulega stöðu forsetaembættisins og sýna því lítilsvirðingu. Er skemmst að minnast ræðu forseta þingsins við setningu Alþingis í haust og fjarveru meginþorra þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í boði forseta á Bessastöðum 1. desember sl.

Um miðjan síðasta mánuð tilkynnti Halldór Ásgrímsson að hann hyggðist skipa nefnd til að endurskoða stjórnarskrána. Í bréfi sem formönnum stjórnmálaflokkanna var sent með beiðni um tilnefningu voru engin skilyrði sett fyrir vinnu nefndarinnar. Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á aftursætisbílstjóranum því í næsta bréfi sagði að stjórnarskrárnefndin ætti einkum að endurskoða þá kafla, sem lúta að stöðu forsetaembættisins. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að afnema málskotsrétt forsetans og herða svo á reglum um þjóðaratkvæðagreiðslur að þær verði óvirkar.

Það hlýtur að vera nöturlegt fyrir framsóknarmenn að einnig í stjórnarskrármálinu skuli formaðurinn ganga gegn vilja þeirra en fylgja kröfum sjálfstæðismanna sem eru kampakátir. En margur framsóknarmaðurinn hlýtur að vera dapur og finnast forsætisráðherrastóllinn dýru verði keyptur.

Jón Bjarnason alþingismaður.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli