Frétt

| 22.08.2001 | 16:19Foreldrar og börn!

Mikil umræða varð um útihátíðir og afleiðingar þeirra að lokinni verslunarmannahelgi, einkum Eldborgarmessuna ógurlegu. Engan skyldi undra. Að því er best er vitað voru nauðganir taldar 11 þar. Munu þó ekki öll kurl komin til grafar. Tvær voru hópnauðganir. Þá tekur sig saman hópur drengja eða pilta og nauðga allir sömu stúlkunni! Eymdarleg andmæli Einars Bárðarsonar um árásir á sig og Eldborgarhátíðina lýsa litlum manndómi. Hið eina viðeigandi var að biðjast afsökunar á því að tæla börn til þess að koma á hátíðina. Vonandi sluppu flestir lítt skaddaðir frá hátíðinni. Nokkur börn og ungmenni hafa þó komið fram og lýst því, að þrátt fyrir að skemmtiatriði hafi verið góð hafi umgengni verið svo hræðileg að þeim líði það tæpast úr minni. En Einari Bárðarsyni er það ekki að þakka að ekki fór verr. Klósett vantaði, hin voru illa hirt og þegar vika var liðin frá „veislulokum“ kvartaði heilbrigðisfulltrúi Vesturlands enn undan því að hreinsun svæðisins væri hreint ekki lokið.

Sýslumaðurinn á Ísafirði kom í dægurmálaútvarp Rásar 2 fimmtudaginn eftir verslunarmannahelgina ásamt fleirum, þar á meðal hjúkrunarfræðingi, sem fengist hefur við unglingsstúlkur sem lent hafa í nauðgunum. Hún var að sjálfsögðu ekki hrifin enda séð eftirfarandi skelfingu ungra stúlkna er sumar jafna sig aldrei á hryllilegri lífsreynslu í stað þess er átti að vera ógleymanleg skemmtun. Aðspurður taldi sýslumaðurinn ekki rétt að banna útihátíðirnar, en minnti rækilega á það, að frá ársbyrjun 1998 hafa börn fædd 1982 og síðar verið ósjálfráða börn til fullnaðs 18 ára aldurs og á ábyrgð foreldra sinna. Hann kallaði eftir ábyrgð foreldra og sagði að alls ekki ætti að hleypa börnum inn á útihátíðir nema í fylgd með foreldrum eða löglegum forsjármönnum barnanna. Tók hann dæmi af ballferð sinni og þá barnungrar dóttur sinnar, sem vildi fara eins og allir jafnaldrarnir. Lyktir urðu að barnið þáði ekki að fara inn á skemmtistaðinn í fylgd föður síns. En henni var ekki bannað heldur boðin hin lögmæta fylgd foreldris. Einnig gat hann þess að víða erlendis hefði hann séð börn í fylgd með foreldrum á tónlistarhátíðum.

Að auki benti sýslumaður á að Íslendingar kynnu ekki mannasiði og væri það hluti vandans. Einhverjum kann að hafa brugðið við þessi orð. Hinir sömu ættu að lesa viðtal Sigrúnar Davíðsdóttur í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Íslendingar í Lúxemborg virðast deila skoðunum sýslumanns um skort landa sinna á mannasiðum. En hvar læra börn mannasiði? Væntanlega fyrst og fremst af foreldrum sínum. Það kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að nefna bílprófsaldurinn. Ósjálfráða börn eiga lítið, ef nokkuð, erindi í umferðinni án fylgdar foreldra. Útlendingar spyrja stundum að því hvort Íslendingum þyki ekki vænt um börnin sín. Og þeir, og við öll, fengum ástæðu til spyrja sömu spurningar eftir menningarnóttina í Reykjavík. Börn á aldrinum 12 til 16 ára má ekki að skilja eftir þegar pabbi og mamma fara heim!


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli