Frétt

Stakkur 1. tbl. 2005 | 05.01.2005 | 08:40Er gatan greið?

Nýtt ár er gengið í garð. Til hamingju og megi það færa ykkur gleði, lesendur góðir. Ekki er ætlunin að spá neinu um árið. Það verður senn liðið. Engu að síður er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað tekur við. Hörmungar hamfara í Indlandshafi fylgja okkur út árið. Ef til vill er merkilegt að íbúar Svíþjóðar og annarra Norðurlanda telja að ríkið beri fulla ábyrgð á þeim í sumarfríi langt út fyrir landamærin. Ef út af ber á að sækja þá strax. Of hæg viðbrögð þýða að utanríkisráðherra beri að segja af sér. Viðbrögð annarra ríkja voru hægari. Getur verið að við höfum gengið of langt í þjónustunni við ríkisborgara okkar hér á norðurhjara veraldar. Ljóst má nú vera að velferðarkerfi Skandinavíu er ætlað að ná um allan heim séu það ríkisborgarar þeirra sem eiga í hlut. Við erum góðu vön á Íslandi undir sömu formerkjum. Grunur er uppi um að heimamenn á hamfarasvæðunum séu annars flokks í þessu samhengi. Gengur það? Eru það skilaboð Norðurlandanna til umheims að við séum öðrum æðri?

Náttúruhamfarir eru okkur Vestfirðingum rækilega kunnar. Árið 2005 heilsar með ógn snjóflóða. Við höfum lært talsvert síðasta áratuginn. Gripið hefur verið til varna, bæði mannvirkja og viðbúnaðarkerfis. Þær eru lægri raddirnar nú um að það sé hræðsla og gunguskapur að moka ekki vegi strax og halda þeim ætíð opnum. Engum stendur nær en íbúum Vestfjarða að virða varúðarráðstafanir og gæta ávallt fyllsta öryggis í umgengni við náttúruöflin. Náttúran kostaði mörg mannslífin á síðustu öld. Við skulum geyma með okkur þessa varúð út allt árið. Ekki mun af veita.

Fróðlegt að velta fyrir sér boðskap forsetans, forsætisráðherra og biskups. Nú skal fjölskyldunni skipað í fyrirrúm ásamt menntun. Forvitnilegt verður að sjá hvort stefnu verður breytt. Stjórnarandstaðan með Guðjón Arnar, Steingrím J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson í fararbroddi andskotast út í ríkisstjórnina fyrir að lækka skatta. R listinn í Reykjavík fer fyrir sveitarstjórnum landsins hækkun álaga á fjölskyldufólk. Hver getur tekið mark á hástemmdum yfirlýsingum að velferð fjölskyldunnar skuli höfð í fyrirrúmi? Ekki var hún ofarlega í hugum aðila í kjaradeilu kennara. Enn er sú skoðun viðruð hvort ekki eigi að kanna aðrar leiðir í rekstri grunnskóla, en að ríki eða sveitarfélög annist hann. Þjóðin þolir ekki kennaraverkfall. Framtíð margra er að veði.

Tvennt mun fylgja okkur næsta ár. Annars vegar ógnir umferðarinnar. Ekkert lát er á slysum, þrátt fyrir betri bíla og vegi. Ökumennirnir batna ekki. Sífellt bætast ungir og óreyndir í hópinn. Hækka ber bílprófsaldurinn í 18 ár hið allra fyrsta. Taka verður á vandanum sem fylgir eldri ökumönnum í vaxandi og harðnandi umferð, þar sem ,,kappakstur” ræður því miður ríkjum. Hinn stóri vandinn, sem versnar á árinu, er fíkniefnaógnin. Henni verður ekki bægt frá fyrr en þjóðfélagið verður með þeim hætti að fólki líði vel. Aukin löggæsla er bráðnauðsynleg og hana ber enn að efla. En hún dugir ekki ein. Aukin fjöldi barna sem leggjast í fíkniefni ætti enn að herða á því, að gera fjölskyldunni kleift að skrimta. En vonirnar eru daufar. Fjölskyldan mun verða út undan á þessu ári, hvað sem síðar kann að gerast. Hún verður að bjarga sér sjálf. Árið mun færa okkur fram á veginn til góðs eða ills. Við skulum gera okkar besta. Munum að mannkynið er eitt og fleirum þarf að bjarga en Vesturlandabúum í nauð að heiman.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli