Frétt

| 22.08.2001 | 09:59Ritstjórinn er alltaf einn

Það er sérstök tilfinning að sitja við tölvuna og hamra á lyklaborðið, þegar maður veit að einhverjir bíða í ofvæni eftir nýjum fréttum af stórmáli sem öll þjóðin er að tala um. Maður ýtir á "vista" og hálfri mínútu síðar er framlag Pressunnar komið á veraldarvefinn. Kannski er fréttin um morð, kannski snýst hún um Ólaf og Dorrit. En fréttin gæti líka fjallað um fall Milosevic, breytingar á ritstjórn Morgunblaðsins, verðlaun í bókmenntaheiminum, borgarstjórahugleiðingar Björns Bjarnasonar, -- nú eða bara ráðherradrauma framsóknarmanns. Þegar maður er ritstjóri án ritstjórnar er í nógu að snúast.
Þegar Pressan fór í loftið fyrir ári síðan stóð til að þetta yrði vefsíða um fjölmiðla. Takmarkið var að Pressan yrði ómissandi lesning fyrir fréttamenn og annað starfsfólk fjölmiðla, hér átti einkum að segja fréttir af fjölmiðlunum sjálfum, mannabreytingum, eignarhaldi og valdabaráttu, en líka nýmælum í veröld sem iðulega breytist frá degi til dags.

Fyrsta frétt Pressunnar fjallaði þannig um ólgu á fréttastofu Stöðvar 2, sem stóð þá í fyrsta sinn í langan tíma höllum fæti í samkeppninni við Sjónvarpið. Kurr fréttamanna snerist um tilhögun fréttatímans og þá staðreynd að Stöð 2 væri eina sjónvarpsstöðin í heiminum sem sendi út aðalfréttir þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í heila tímann. Ónafngreindur heimildarmaður á fréttastofu Stöðvar 2 sagði að reyndir fréttamenn hugsuðu sér til hreyfings. Óánægjan beindist ekki síst að Páli Magnússyni fréttastjóra, sem þótti svo rólegur í tíðinni að viðmælandi okkar sagði "á mörkunum að hann nennti þessu".

Ég held að ekki hafi liðið nema hálftími, eftir að fréttin fór í loftið, áður en Páll var búinn að senda mér harðorða athugasemd. Þetta annálaða ljúfmenni byrjaði bréfið (sem ég birti náttúrlega tafarlaust) á því að hreyta í mig einhverjum ónotum um að mér væri "farið að skjöplast í gagnrýni á heimildir, og kannski blaðamennsku yfirleitt" og lýsti því síðan afdráttarlaust yfir, að frétt Pressunnar væri tóm tjara frá upphafi til enda. Það hvarflar ekki að mér núna, á svo hátíðlegri kveðjustund, að eiga síðasta hláturinn.

Ég var sem sagt búinn að vera ritstjóri í klukkutíma þegar ég var lentur í fyrstu ritdeilunni. Þetta lofaði góðu.

En auðvitað gat Pressan aldrei orðið vefsíða um eina saman fjölmiðla. Til þess er loftið of mettað af skemmtilegum, spennandi og jafnvel háskalegum fréttum, sem erfitt er að neita sér um að veiða og matreiða handa lesendum. Á góðum degi efa ég að til sé skemmtilegra starf en fréttamennska: Að byrja með óljósa vísbendingu, hringja út og suður, raða saman brotum, sigta út bullið, enda með óvænta stórfrétt. Ég skal alveg játa það hér og nú, að mér finnst ógurlega gaman að skúbba.

Fyrir ári komst ég svo að orði í tölvupósti til kunningja, að ég væri orðinn "hinn endanlegi ritstjóri". Engir blaðamenn, ljósmyndarar eða umbrotsmenn, engir prentarar eða pökkunarfólk, ekki einu sinni fáein hugdjörf blaðburðarbörn einsog á Alþýðublaðinu í gamla daga. Hinn endanlegi ritstjóri situr við tölvuna heima hjá sér og vistar orð sín reglulega. Hann getur fengið upplýsingar um hve margir lesa skrif hans, hve margir koma í heimsókn. En ritstjórinn sér ekki gesti sína. Hann er einn.

En Pressan varð ekki bara til í tölvunni minni. Hún mótaðist ekki síður af lesendum, sem alla tíð hafa verið duglegir að senda mér tölvupóst með ábendingum, aðfinnslum og hvatningarorðum. Ég er líka svo lánsamur að eiga marga vini og kunningja sem sjálfir eru kröfuharðir fréttafíklar. Sá góði hópur á flest það athyglisverðasta í fréttum Pressunnar frá upphafi. Og mínir góðu samstarfsmenn á Strikinu hafa reynst ómetanlegar hjálparhellur, sem gaman er að vinna með og læra af. Þetta ár hefur verið fínn skóli.

Ár í Netheimi er langur tími. Og ritstýri maður vef fyrir kröfuharða lesendur gerir maður ekki mikið annað á meðan. Pressan verður í góðum höndum Ásgeirs Friðgeirssonar, sjálfur ætla ég að láta eftir mér að einbeita mér að Bókavefnum, sem mér er hjartans mál að verði áningarstaður bókavina á vappi um vefinn. Ég mun þó áfram leggja orð í belg hér á Pressunni, og mun fylgjast með henni vaxa og dafna.

Takk fyrir mig!

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli