Frétt

Jón Bjarnason | 31.12.2004 | 15:46Heimastjórnarhátíð alþýðunnar á Ísafirði hápunktur ársins

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Þegar litið er yfir atburði hér innanlands á árinu er hægt að nefna margt til. Minnst var aldarafmælis heimastjórnar sem var tvímælalaust einn af stærstu sigrum okkar á leið til fulls sjálfstæðis. Þjóðin fékk að horfa á fínar skrúðgöngur í sjónvarpi þar sem skósíð jakkalöf s.k. heldri borgara sleikti rauða dreglana í minningu atburðarins. En á Ísafirði var íslenskur alþýðumaður sem taldi sig líka eiga hlut í sigurhátíðinni. Heimastjórnarhátíð alþýðunnar á Ísafirði 21. ágúst sl. er fyrir mér einn af hápunktum sumarsins. Fullyrt er að hátt á þriðja þúsund manns hafi verið samankomið á Silfurtorginu þessa kvöldstund.

Kyndlarnir, stemmingin, stemmingin, gleðin og baráttuviljinn lýsti Torgið. Samtaka hópi íslensks alþýðufólks undir forystu baráttumannsins Jóns Fanndals Þórðarsonar hafði ofboðið sjálfumgleði svörtu jakkalafanna sem höfðu slegið eign sinni á sjálfstæðisbaráttuna.

Jón vitnaði í ræðu Sigurðar Eggerz frá 1. des 1918: „Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirnir er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu. Nei það eru allir. Bóndinn sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu. Daglaunamaðurinn sem veltir steininum úr götunni, hann á hlutdeild í þeirri sögu. Sjómaðurinn sem situr við árkeipinn, hann á þar hlutdeild.“ Það var í nafni þessa fólks sem haldin var heimastjórnarhátíð á Ísafirði í sumar. Í uppgjöri afmælisársins var þessarar hátíðar hvergi getið af opinberri hálfu.

Náttúruhamfarinar við strendur Indlandshafs eru þær mestu sem yfir heimsbyggðina hefur dunið á síðustu öldum. Þær hljóta að snerta okkur Íslendinga djúpt. Við þekkjum af eigin raun þær fórnir sem sambúðin við óblíð náttúruöfl geta kostað. Hugur okkar er hjá þeim fjölmörgu sem eiga um sárt að binda og við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Jafnframt stendur það okkur nærri að gefa nú þegar í stað yfirlýsingu um myndarlegan stuðning til þess hjálparstarfs sem nú er hafið og til þess gríðarlega uppbyggingarstarfs sem hlýtur að koma í kjölfarið. Almenningur hefur þegar tekið undir með myndarlegum framlögum. Alþingi hlýtur einnig að láta málið til sín taka með afgerandi hætti.

Ég óska Vestfirðingum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ára og þakka samstarfið og góð kynni á árinu sem er að kveðja.

Jón Bjarnason.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli