Frétt

mbl.is | 30.12.2004 | 15:06Vijay Singh maður ársins á bandarísku mótaröðinni

Vijay Singh frá Fijí-eyjum var sá kylfingur sem lét mest að sér kveða á atvinnumannamótum á árinu og setti hinn 41 árs gamli Singh met með því að vinna sér inn tæplega 11 millj. Bandaríkjadali á golfmótum ársins. Hann vann 9 mót á árinu og er það sjötti besti árangur atvinnumanns frá upphafi, en hann vann PGA-meistaramótið sem er eitt af fjórum stórmótum ársins. Singh tók þátt í 29 mótum á árinu og í 18 þeirra var hann í einu af 10 efstu sætunum, og aðeins í einu þeirra mistókst honum að komast í gegnum niðurskurðinn.

Singh lék að meðaltali á 68,84 höggum og hann var með flesta fugla að meðaltali og á 64 hringjum lék hann undir 70 höggum. Singh velti Tiger Woods úr sessi sem efsti kylfingur heimslistans en þar hafði Woods verið í efsta sæti í samfell 334 vikur, og var það met.

Woods náði ekki að vinna höggleikskeppni á árinu í fyrsta sinn sem atvinnumaður en hann sigraði í holukeppnismóti þar sem hann rétt marði John Rollins í úrslitum. Woods hefur unnið mót á hverju ári undanfarin 9 ár, en metið á því sviði eiga þeir Arnold Palmer og Jack Nicklaus en þeir unnu a.m.k. eitt mót á ári í 17 ár í röð.

Phil Mickelson sigraði á stórmóti í fyrsta sinn á sínum ferli en margir golfsérfræðingar höfðu efast um að hann næði sér á strik eftir afleitt gengi á árinu 2003 en á því ári vann hann ekki eitt mót. Mickelson tryggði sér sigur á Mastersmótinu með eftirminnilegum hætti en hann fékk fimm fugla á síðustu sjö holum keppninnar. Og fékk hann fugl á 72. holu og tryggði sér sigur, en Ernie Els var einu höggi frá því að komast í umspil um sigurinn gegn Mickelson. Þess má geta að Mickelson hafði tekið þátt í 42 stórmótum fyrir Mastersmótið og aldrei tekist að sigra.

Ernie Els vann ekki stórmót en var í baráttunni um efstu sætin á öllum fjórum þeirra. En árið var samt sem áður gott hjá Els sem vann þrjú mót á árinu og er það met hjá Suður-Afríkumanninum. Els og Mickelson voru einu kylfingarnir sem náðu að vera í hópi 10 efstu á öllum fjórum stórmótum ársins.

Todd Hamilton kom gríðarlega á óvart er hann sigraði á Opna breska meistaramótin eftir umspil við Ernie Els um sigurinn. Hamilton var valinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni, elsti nýliði sögunnar, 38 ára gamall en hann vann sér inn rúmar 2 millj. Bandaríkjadali en Zach Johnson sem einnig var nýliði á mótaröðinni gerði slíkt hið sama. Vann sér inn meira en 2 millj. $, og eru þeir fyrstu nýliðarnir sem ná því marki.

Árið var ár nýliða á PGA-mótaröðinni, en fimm nýliðar unnu mót á árinu, Hamilton, Johnson, Andre Stolz, Vaughn Taylor og Ryan Palmer.

Retief Goosen var tveimur höggum betri en Mickelson á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór á Shinnecock vellinum og tryggði Suður-Afríkumaðurinn sér sigur á þessu stórmóti í annað sinn á þremur árum.

Joey Sindelar var elsti sigurvegari ársins, en hann var 46 ára er hann sigraði á Wachovia-mótinu en þar endaði hann þrautargöngu sína sem atvinnumaður enda hafði Sindelar tekið þátt í 370 mótum án þess að takast að vinna eitt þeirra.

John Daly kryddaði árið með því að vinna Buick-mótið í umspili við Luke Donald og Chris Riley. Þar sló Daly úr sandgryfju og setti boltann alveg upp við stöngina, en höggið var eitt af höggum ársins að mati golfsérfræðinga vestanhafs. Daly hafði ekki unnið mót frá því hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1995 en hann var í 299. sæti á heimslistanum fyrir mótið og fór upp í það 43. með sigrinum.

Adam Scott frá Ástralíu var yngsti sigurvegarinn á PGA-mótaröðinni en hann var 23 ára er hann sigraði á Players-meistaramótinu. Scott náði einnig að setja met á 36 holum er hann lék á 128 höggum á Booz Allen mótinu.

Ástralinn Craig Parry átti högg ársins en hann sló beint ofaní holuna af um 160 m færi í bráðabana um sigurinn á Ford-mótinu á Doral vellinum en þar átti hann í höggi við Bandaríkjamanninn Scott Verplank. Þess má geta að Parry notaði 6-járn til þess að koma boltanum ofaní holuna af þessu færi.

Erlendir kylfingar létu mikið að sér kveða á bandarísku mótaröðinni og af 48 mótum á vegum PGA í Bandaríkjunum voru 28 sigurvegarar sem ekki voru bandarískir.

Ryderlið Evrópu sigraði með eftirminnilegum hætti á Rydermótinu gegn því bandaríska á Oakland Hills-vellinum en munurinn var 9 stig á liðinum og er það met.

Þjóðverjinn Bernhard Langer valdi Evrópuliðið en hann lagði traust sitt á Colin Montgomerie og Luke Donald er hann valdi þá tvo leikmenn sem hann gat valið sjálfur en 10 leikmenn voru sjálfskipaðir í liðið vegna árangurs þeirra á atvinnumannamótum.

Þeir eru: Padraig Harrington, Sergio Garcia, Darren Clarke, Miquel Angel Jimenez, Lee Westwood, Thomas Levet, Paul Casey, David Howell, Paul McGinley og Ian Poulter.

Bandaríska liðið skipuðu: Tiger Woods, Phil Mickelson, Davis Love III, Jim Furyk, David Toms, Chad Campbell, Chris DiMarco, Fred Funk, Chris Riley, Jay Haas, Stewart Cink en þeir tveir síðastnefndu voru valdir af fyrirliða bandaríska liðsins, Hal Sutton.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli