Frétt

mbl.is | 29.12.2004 | 08:39Enn hefur ekkert spurst til 600 Svía í Taílandi

Sænska ferðaskrifstofan Fritidsresor hefur enn ekki náð sambandi við um 600 farþega, sem voru á vegum skrifstofunnar í Taílandi þegar flóðbylgja skall á suðurhluta landsins á sunnudagsmorgun. Ekki er vitað um afdrif alls 1500 Svía á flóðasvæðunum. Norræna flugfélagið SAS ætlar að mynda loftbrú milli Taílands og Kaupmannahafnar til að sækja norræna ferðamenn sem eru í Taílandi. Flugvélarnar, sem SAS ætlar að nota, eru langdrægar vélar af gerðinni Airbus 330 og Airbus 340 sem taka um 260 farþega. Búist er við fyrstu vélarnar fari frá Taílandi í kvöld eða í fyrramálið.

Íslensk farþegaflugvél frá Loftleiðir Icelandic, dótturfélagi Flugleiða, fór í gærkvöldi frá Keflavík áleiðis til Phuket í Taílandi til að sækja um 200 sænska ferðamenn.

Fyrstu leiguflugvélarnar komu frá Taílandi til Kaupmannahafnar og Malmö í gærkvöldi. Sumir voru berfættir og vafðir í ábreiður þegar þeir komu út úr flugvélunum. Að sögn talsmanna Rauða krossins hafði verið safnað saman hlýjum fötum handa fólkinu, sem margt missti allan farangur sinn í flóðbylgjunni. Blaðamenn fengu ekki að ræða við fólkið sem flest var frá Danmörku og Svíþjóð. Nokkur börn sáust ganga ein út úr vélinni í Kaupmannahöfn en fyrr í gær komu mörg börn án foreldra sinna með flugvél sem lenti í Malmö í Svíþjóð.

Sænsk blöð segja að staðfest sé að 54 Svíar hafi látið lífið í hamförunum. Um 200 Dana, sem voru í Khao Lak og Phuket á Taílandi er saknað. Staðfest er að þrír Danir létu lífið og að minnsta kosti 11 hafi verið lagðir á sjúkrahús. Norska utanríkisráðuneytið segist ekki hafa náð sambandi við nokkur hundruð Norðmenn. Stjórnvöld í Finnlandi óttast að um 200 Finna sé saknað en ferðaskrifstofur segjast ekki hafa náð sambandi við um 300 Finna á hamfarasvæðunum. Staðfest er að 2 Finnar létu lífið.

Sænsku læknarnir Lena Brundin-Larsson og Patrik Brundin, sem voru í leyfi í Taílandi, sendu tölvupóst til sænska blaðsins Dagens Nyheter í gær og hvöttu norrænar ríkisstjórnir til að gera ráðstafanir til að sækja slasaða Norðurlandabúa til Taílands. Sögðu þau að hundruð Norðurlandabúa hefðu slasast alvarlega, þar á meðal hlotið beinbrot og innvortis áverka, og skortur á loftkælingu og slæm aðstaða á sjúkrahúsum ylli mikilli sýkingarhættu.

Norski herinn sendi Boeing 737 sjúkraflugvél til Taílands. Finnar sendu einnig færanlegt sjúkraskýli og 15 lækna og hjúkrunarfræðinga til landsins. Þá hafa Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar sent réttarmeinafræðinga til Taílands til að aðstoða við að bera kennsl á lík.

Norski Rauði krossinn sendir einnig í dag færanlegt sjúkraskýli til Sri Lanka og vistir fyrir um 100 þúsund sjúklinga í þrjá mánuði. Einnig verða send tjöld og drykkjarvatn.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli