Frétt

Stakkur 52. tbl. 2004 | 22.12.2004 | 10:35Gleðilega jólahátíð

Stærsta hátíð kristinna manna er í nánd. Jólin ná reyndar út fyrir kristna trú, því enginn kemst hjá því í hinum vestræna heimi að taka eftir því að þau ganga í garð með skrauti og mikilli umgjörð, að ógleymdum jólagjöfunum. Hátið á mörkum ljóss og skugga, ef þannig má að orði komast, má finna langt aftur fyrir kristni. Heiðnir menn fögnuðu komu ljóssins, hækkandi sól á þessum tímamótum er myrkrið lætur undan birtunni. Ekki skal gert lítið úr öllu tilstandinu, en minnt á, að fyrst og fremst er okkur öllum nauðsynlegt að tileinka okkur boðskap friðar og kærleika um jól og reyna að geyma hann í hug okkar og hjarta til næstu jóla. Efnishyggjan og búksorgirnar eiga sinn rétt í mannlífinu, ef ekki, þá hyrfi það og trúin með.

Frá síðustu jólum hefur margt gerst á Íslandi, sumt gott, margt betra og sitt hvað verra eins og gerist. Hvernig sem líf okkar allra hefur verið síðasta árið er það einlæg von, að allir eigi einhverjar góðar minningar og helst fleiri en hinar. Við höfum orðið vitni að því að enginn er óhultur fyrir áföllum, og nægir að nefna að fyrrverandi forsætisráðherra mátti reyna alvarlegan heilsubrest. Jólin eiga að vera okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg og skoða hug okkar og njóta þess innri friðar, sem þau sannarlega boða. Hinu skal ekki gleymt, að sá sem þau eru kennd við, Jesú Kristur, átti ekki alltaf góða ævi, heldur var hundeltur af þeim sem stjórnuðu og lét að lokum líf sitt vegna boðskapar síns. Engu að síður lagði hann megináherslu á frið við guð og menn.

Íslenska þjóðin hefur upplifað mikla velsæld á liðnu ári, þótt margir haldi þvi fram að ekki njóti hennar allir og alls ekki jafnt. Lífið hefur aldrei verið jafnt, en okkur ber að leggja áherslu á jafnræði, jafna kosti allra til lífs og lífsgæða svo sem framast er unnt. Hluti þess er að sjálfsögðu að allir landsmenn eigi kost á góðu lífi við þær aðstæður sem þeir kjósa sér, svo fremi þeir skaði ekki aðra. Vestfirðingum er líkt farið og mörgum þeim einstaklingum sem telja sig bera skarðan hlut frá borði, að þeim finnst þeir verða útundan á kostnað heildarinnar. Hvað skyldi Kristur hafa sagt um það? Því verður ekki svarað hér, en hvatt til samstöðu og þess að glata ekki trú á framtíð Vestfirðinga. En Kristur hvatti menn til að rækta skyldur sína við yfirvöld og guð, gjalda keisaranum það sem hans væri og guði það sem honum bæri.

Frið fáum við ekki nema að rækta bæði sál og líkama og þá þannig að vera þess minnug að saman fara veraldlegar og andlegar þarfir hvers manns. Margir hafa reynt að neita trúarbrögðum, en ekki öðlast hamingju í staðinn. Ekki er ætlunin að hefja umræðu um trúarbrögð, en því er ekki neitað að fyrr eða síðar kemur að því í ævi hvers manns að spyrja um tilgang lífsins og hvers vegna við séum hér og hvað okkur sé ætlað. Þá verður því ekki gleymt að trúin flytur fjöll, að vísu í óeiginlegum skilningi.

Þær óskir eru settar hér fram að við eigum öll í vændum jól friðar og kærleika og megum njóta þess að vera með þeim sem okkur þykir vænst um. Þeim sem misst hafa ástvini eru færðar samúðarkveðjur. Vestfirðingum eru færðar óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Gefum okkur næði til þess um jól að hugsa til þeirra sem minna mega sín og getum við rétt þeim hjálparhönd, að gera það svo lítið beri á. Ræktum frið og elsku til allra manna um jól og gleymum ekki elsku til okkar sjálfra um jól. Megi friður jólanna ríkja meðal lesenda BB sem allra annarra.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli