Frétt

Stakkur 51. tbl. 2004 | 15.12.2004 | 11:27Allar tillögur skoðaðar

Ýtarlegt viðtal birtist við formann Fjórðungssambands Vestfirðinga, Guðna Geir Jóhannesson, sem einnig er bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og reyndar formaður bæjarráðs, hér í BB fyrir skömmu. Margt athyglisvert kemur fram í samtali Guðna og blaðamanns. Guðni Geir er athafnamaður og hefur bersýnilega mikinn metnað fyrir hönd sveitarfélags síns og hefur fjárfest á Ísafirði, svo um munar á tímum sem flestir hafa ríka tilhneigingu til þess að flytja fjármuni burt úr bæjarfélaginu. Hann telur ekki að um hagsmunaárekstur sé að ræða þótt hann starfi fyrir bæjarfélagið sem verktaki við almenningssamgöngur og kveðst fyrst og fremst ala önn fyrir samfélaginu sínu. Eftir lesturinn er ástæðulaust að efast um að svo sé. Hins vegar geta alltaf komið upp tilvik sem gera menn í hans stöðu tortryggilega, þótt ekki sé fótur fyrir tortryggni þegar grannt er skoðað.

Einna eftirtektarverðast er að Guðni sendir bæjarstjóra Ísafjarðrabæjar skýr skilaboð um að hann krefjist þess að á hann sé hlustað þegar settar eru fram tillögur um úrbætur í atvinnumálum. Hvort sem ágreiningur þeirra bæjarstjórans ristir djúpt eður ei, er ljóst að hann er fyrir hendi. Slagurinn mun standa um tillögur Guðna um stóriðju á Vestfjörðum, sem settar voru fram á vettvangi Fjórðungssambandsins. Það er oft merki um heilbrigða umræðu að menn greini á um markmið og leiðir. Þá þarf hins vegar að ræða mál af yfirvegun og skynsemi og finna lausnir. Margir eru þeirrar skoðunar að slikan ágreining, sem hér um ræðir, eigi ekki viðra í fjölmiðlum heldur leysi fulltrúar almennings hann sín í milli. Aðrir hafa þveröfuga skoðun og fjölmiðlar bera þess merki að mikil viðhorfsbreyting er að verða á Íslandi varðandi fjöllun um öll mál, af hverjum toga sem þau kunna að vera.

Kjarni málsins er auðvitað sá, að skoða ber allar tillögur til að auka atvinnu á Vestfjörðum. Við eigum undir högg að sækja og þurfum öll þau störf sem við getum fengið inn í fjórðunginn. Því verður ekki trúað að samstöðu skorti meðal bæjarfulltrúa um þetta lífsnauðsynlega markmið. Vissulega hafa margir blínt á ferðaþjónustu, sem Guðni reyndar hefur gert að starfsvettvangi sínum og fjölskyldu sinnar. En það þarf að hafa öll færin úti og skapa vinnumarkað með störf við hæfi sem flestra, helst allra. Þannig aukast líkur á því að fólk vilji setjast að á Vestfjörðum og það sem er kannski enn brýnna, halda áfram að búa hér. Verði hinn stöðugi flótti fólks úr fjórðungnum ekki stöðvaður skiptir engu máli hversu stöndug ferðaþjónustan verður. Hún mun ekki veita nægilega mörgum atvinnu til að halda uppi þeirri byggð sem rétt er að stefna að, ekki færri en tíuþúsund íbúum.

Á það hefur oft verið bent hér, að í augum annarra landsmanna skorti á að Vestfirðingar sýni nauðsynlega samstöðu. Enn ríkir mikil og undarleg andstaða við sameiningu sveitarfélaga, sem þó er lífsnauðsynleg til viðhalds byggðar hér um slóðir. Til þess samstöðuleysis liggja margar ástæður, flestar byggðar á tregðulögmálinu, því að breyta helst aldrei neinu. Þegar um framtíð byggðar, heill og atvinnu Vestfirðinga er að tefla verðum við að sýna sterka samstöðu og leggjast öll á sömu árina. Ella mun okkur ganga illa að sannfæra aðra landsmenn um málstað okkar og Alþingi því leggja minna af mörkum úr sameiginlegum sjóðum Íslendinga allra. Það vondur kostur í stöðunni, reyndar sá versti.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli