Frétt

bb.is | 02.12.2004 | 10:05Ísafjarðarbær lét rífa bílskúr sem bærinn átti ekki

Teigahverfi í Hnífsdal.
Teigahverfi í Hnífsdal.
Þegar Jón Friðrik Jóhannsson starfsmaður Ferðaþjónustunnar Grunnavík ehf. hugðist sækja efni í bílskúr fyrirtækisins að Fitjateig 1 í Hnífsdal fyrir nokkru greip hann í tómt. Skúrinn var horfinn sporlaust. Eftir athugun Jóns Friðriks komst hann að því að verktaki á vegum Ísafjarðarbæjar hafði rifið skúrinn og fjarlægt hann og því sem í honum var. Var það liður í hreinsunarátaki í Teigahverfi í Hnífsdal en sem kunnugt er voru hús í því hverfi keypt upp fyrir nokkrum árum vegna snjóflóðahættu. Timburhúsin í hverfinu voru flutt á brott en eftir stóðu þau hús og skúrar sem steinsteypt voru. Íbúðarhúsið að Fitjateig 1 var flutt af grunni sínum fyrir nokkrum árum og Ferðaþjónustan Grunnavík ehf. festi kaup á skúrnum á þessu ári og notaði sem geymslu fyrir ýmsan varning er tengist rekstri fyrirtækisins.

Jón Friðrik sagðist að vonum hafa orðið mjög hissa er hann varð þess áskynja að skúrinn hafði verið rifinn. „Ég hafði strax samband við tæknideild bæjarins og þeir staðfestu að þeir hefði staðið að niðurrifinu. Forstöðumaður tæknideildar sagði að bærinn hefði átt skúrinn og því verið í fullum rétti til þess að fjarlægja hann. Eignarhald míns fyrirtækis er hins vegar óumdeilt og Ferðaþjónustan Grunnavík ehf. er þinglýstur eigandi. Það er auðvitað með ólíkindum að starfsmenn bæjarins skuli ganga fram með slíku virðingarleysi gagnvart borgurunum. Mér finnst það helvíti hart ef maður á að þurfa að standa vakt við eigur sínar til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn bæjarins fjarlægi þær. Ég hef fyrir nokkru óskað eftir því að mér verði bættur skaðinn en hef engin svör fengið. Mér þykir mjög leitt sem íbúa hér að mæta slíkum hroka sem ég hef mætt af hendi starfsmanna bæjarins í þessu máli“, segir Jón Friðrik.

Að sögn Jóns var skúrinn 50 fermetrar að stærð og var að fasteignamati rúmra 400 þúsunda króna virði en að brunabótamati 3 milljóna króna virði. Hann hefur nú falið lögmanni sínum að krefjast bóta eða sambærilegrar aðstöðu.

Jóhann Birkir Helgason bæjartæknifræðingur staðfestir að bærinn beri ábyrgð á niðurrifi skúrsins. Hann segir misskilning hafa ráðið í þessu máli. „Við töldum að á sínum tíma hefðu aðeins íbúðarhúsin verið seld samkvæmt kaupsamningi“, segir Jóhann.

Hann segir að þegar vinna hafi staðið yfir við útboðsgögn vegna framkvæmda í hverfinu hafi skúrinn verið seldur og skjöl þar að lútandi hafi komist í gegnum þinglýsingu hjá sýslumanni án þess að starfsmenn tæknideildar hafi af því vitað. Aðspurður hvort þarna hafi átt sér stað mistök við þinglýsingu vildi Jóhann ekki segja. „Þetta er flókið mál og einhvers staðar í ferli þess eru gerð mistök.“

Jóhann segist eiga erfitt með að segja hvar í ferlinu þau mistök hafi verið gerð þar sem útboðsgögnin hafi verið útbúin áður en hann kom til starfa á tæknideildinni í haust. „Trúlega hefur forveri minn í starfi ákveðið hvað ætti að rífa í þessu hverfi.“

Aðspurður segir Jóhann að nú sé unnið að lausn málsins í samráði við eiganda skúrsins.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli