Frétt

xf.is – Gunnar Örlygsson | 01.12.2004 | 10:29Einokunaraðstaða á fjarskiptamarkaði

Ríkisstjórn Íslands hefur í hyggju að selja Landsíma Íslands hf og um leið tryggja takmarkaða samkeppni á markaði. Samkeppnin verður takmörkuð að því leyti að ríkisstjórnin hyggst einkavæða grunnnetsrekstur Landssíma Íslands hf með fyrirtækinu og þá um leið tryggja nýju fyrirtæki á markaði einokunaraðstöðu á grunnnetssviði. Það er einkennilegt og í raun dularfullt að ríkisstjórn Íslands skuli ekki nota tækifærið og tryggja ótakmarkaða samkeppni á markaði með því aðskilja grunnnetið frá sölu Landssíma Íslands hf.

Sá sem pistilinn skrifar hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi sem lúta að þessu máli. Sú fyrri var til samgönguráðherra þar sem spurt er hvort hægt sé að aðskilja grunnlínukerfi Landssíma Íslands hf frá fyrirtækinu. Hvort það sé tæknilega flókið og ef svo er, á hvaða hátt? Sú seinni var til fjármálaráðherra en þar var spurt um eftirfarandi:

a) Hvert er talið söluandvirði grunnlínukerfisins á markaði nú og hversu hátt hlutfall er það talið vera af söluandvirði Landssíma Íslands hf.?

b) Hefur verið athugað hvort gerlegt sé fyrir ríkið að selja Landssíma Íslands hf. án grunnlínukerfisins og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar?

c) Hefur verið athugað hvort ríkið geti notið tekna af grunnlínukerfinu eftir aðskilnað frá Landssíma Íslands hf. og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar?

Þessum fyrirspurnum hefur enn ekki verið svarað en líklega má vænta svars á næstu misserum.

Í umræðunni hefur margsinnis verið rætt um grunnlínukerfi Landssíma Íslands hf. Ég tel rétt að fólkið í landinu upplýsist betur um grunnnetið, úr hverju það er og hvaða hlutverki það gegnir. Einfalda hluti má misskilja og hætt er við að ryki sé kastað í augu almennings þegar jafn viðamikil hagsmunarmál er til umfjöllunar í þjóðfélaginu.

Í fyrsta lagi má nefna koparnetið eða allar heimtaugar og leigulínur sem tengjast beint í hús til notanda. Þá kemur að ljósleiðaranetinu en kerfið er umhverfis landið og í þriðja lagi er svokallað SDH net en þar um að ræða fjölrásakerfið sem byggt er ofan á kopar –og ljósleiðaranetið.

Fyrirtæki sem vilja veita almenna talsímaþjónustu eða DSL þjónustu verða að ráða yfir aðgangi að heimtaug til notandans með einum eða öðrum hætti. Hér á landi er einungis um eitt heildstætt grunnnet að ræða. Það er enginn annar kostur í stöðunni. Víða annars staðar eru fleiri kostir í stöðunni m.a. í Benelux ríkjunum. Uppbygging á nýju neti kostar óheyrilega mikið fjármagn en þess má geta, að við skattborgarar greiddum fyrir grunnnetinu, eins og það liggur fyrir í dag. Því má segja, að ef Landsími Íslands hf fari á markað með grunnnetinu, þá muni einokunarstaða fyrirtækisins ekkert breytast. Alla vega ekki er varðar koparnetið.

Undirritaður bíður spenntur eftir svörum við sínum fyrirspurnum. Ef hægt er að aðskilja grunnnetið frá fyrirtækinu þá um leið gefst stjórnmálamönnum gullið tækifæri til að afstýra því að eitt fyrirtæki á markaði njóti einokunaraðstöðu. Nú er aðeins skriðið inn á 21. öldina og mætti því telja ólíklegt að ríkisstjórn Íslands selji grunnnetið með Landsíma Íslands hf. Í Svíþjóð báru stjórnmálamenn þá gæfu og skynsemi að stofna sérstakt félag um grunnetið en félagið heitir Telia Networks.

Það hlýtur að vera okkur Íslendingum mikilvægt að eitt fyrirtæki á markaði skuli ekki vera sjálfrátt um gjaldtöku á almennri símaþjónustu í landinu. Við kappkostum þessa dagana við að uppræta hvert samráðið á fætur öðru. Það væri mikil afturför hjá íslenskri þjóð að ýta undir tilveru fyrirtækis með einokunarstöðu á markaði. Ef einkavæða á Landssíma Íslands hf, þá verður sú einkavæðing að vera háð því skilyrði að fyrirtækinu verði skipt upp og grunnlínukerfi fjarskipta á Íslandi tilheyri áfram íslensku þjóðinni.

Þakka þeim sem lásu.

xf.is – Gunnar Örlygsson

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli