Frétt

Leiðari 32. tbl. 2001 | 09.08.2001 | 15:01Verður þetta ekki umflúið?

Á dagatölum getur að lesa að fyrsti mánudagur í ágúst sé frídagur verslunarmanna, þótt verslunarmenn sumir hverjir séu sennilega í hópi þeirra sem mest vinna þennan dag.

Löng hefð er orðin fyrir allskyns hátíðum þessa mestu skemmtanahelgi ársins. Í gegnum árin hafa þær sprottið upp hist og her um landið. Margar urðu skammlífar. Aðrar lífseigari.

Tveir eru fylgifiskar flestra svokallaðra hátíða verslunarmannahelgarinnar. Annars vegar tilhlökkunin hjá aldurshópunum sem sækja samkomurnar og hins vegar kvíðinn hjá foreldrunum sem heima sitja og geta ekki annað.

Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar útihátíðir verslunarmannahelgarinnar eru taldar hafa ,,tekist vonum framar“ þótt vissa sé fyrir því að á annan tug ungra stúlkna hafi verið nauðgað, að ekki sé minnst á hópnauðganir, sem fram til þessa hafa verið fátíðar í kvikmyndum hvað þá á útisamkomum á Íslandi. Já, menn virðast bara ánægðir og sáttir. Meðan ekki nema einn og einn gaur verður fyrir hnífsstungum eða álíka áverkum, telur lögreglan þetta bara fremur rólegt og langtum betra en menn áttu von á!

Þar sem flestir njóta frídags verslunarmanna betur en sú stétt sem dagurinn dregur nafn sitt af hefur enginn lagt til að frídagurinn verði lagður niður, líkt og nokkrum snillingum hefur til hugar komið með sumardaginn fyrsta. Við því er heldur ekki að búast að útihátíðir helgarinnar leggist af meðan fólk er tilbúið að borga nokkuð marga þúsundkalla fyrir að hluta á goðin sín og njóta þess ímyndaða frelsis sem helgin er talin hafa upp á að bjóða öðrum helgum framar. Þótt margar hátíðirnar hafi farið í vaskinn og landeigendur margir fengið meira en nóg af gestaganginum, verða alltaf einhverjir til að sjá auravon í því að safna ungu fólki saman á útihátíðir á afskekktum stöðum. Til þess hefur verslunarmannahelgin öðlast sess sem enginn skákar.

Sýnilega leiðist forsvarsmönnum útihátíða þruglið um hætturnar sem bíða ungmenna á samkomum þeirra. Jafnvel hjá löggæslunni virðist gæta þreytu. Er þá eitthvað til ráða? Eða eigum við kannski að láta þetta afskiptalaust? Enga löggu eða björgunarsveitir, ekkert hjúkrunarfólk af neinu tagi? Fjölmiðlar í helgarlok með rólegheitaviðtöl? meðan fórnar lömbin og fjölskyldur þeirra sleikja sárin, brennimerkt atburðum sem aldrei gleymast.

Er þetta eitthvað sem ekki verður umflúið?
s.h.


bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli