Frétt

| 09.08.2001 | 14:57„Verið að svipta mig allri aðstöðu“

Hafsteinn Ingólfsson um borð í bát sínum Guðrúnu Kristjáns.
Hafsteinn Ingólfsson um borð í bát sínum Guðrúnu Kristjáns.
Ísafjarðarbær hefur ákveðið að ráðast í samnýtingu á hafnaraðstöðu þeirri sem Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hafa haft til umráða um tveggja ára skeið. Hefur bærinn áskilið sér rétt til að svipta fyrirtækið aðstöðunni en að sögn Þorleifs Pálssonar, bæjarritara og staðgengils bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafa engar breytingar hafa þó enn verið ákveðnar. „Ætlunin er að gera bryggjuna að þjónustuaðstöðu en ekki leguplássi svo fleiri geti nýtt sér aðstöðuna. Samkvæmt hafnarreglugerðum hafa hafnarstjórnir rétt til að gera þetta“, segir Þorleifur.
Hafsteinn Ingólfsson hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar er mjög ósáttur við þessa ákvörðun. „Ég er með skeyti í höndunum þar sem stendur að búið sé að svipta mig allri aðstöðu. Ég er mjög ósáttur og ætla aldrei að færa mig til á höfninni. Ef ég þarf að fara eitthvað, þá fer ég úr bænum með allt saman. Þetta er önnur árásin sem bæjaryfirvöld gera á mig síðan ég flutti í bæinn árið 1970. Sú fyrri var þegar ég rak skíðasvæðið á Seljalandsdal. Þá skilaði ég góðum hagnaði síðustu tvö árin og það mátti ég að sjálfsögðu ekki. Þá var svæðið fært undir rekstur áhaldahússins. Sá sem stóð fyrir þeirri árás, Hans Georg Bæringsson, er einmitt eldri bróðir þess sem veitist að mér núna“, segir Hafsteinn.

„Þessi aðstaða væri ekki á höfninni hefði ég ekki barist fyrir henni og fylgt málinu eftir. Ég held að bærinn hafi bara þurft að borga 250.000 krónur í þessu, Siglingamálastofnun borgaði restina“, segir Hafsteinn.

Henrý Bæringsson hjá Hornströndum ehf. segir fyrirtæki sitt lengi hafa leitað eftir almennilegri hafnaraðstöðu. „Það eina sem ég hef beðið um er að okkur verði úthlutuð almennileg hafnaraðstaða og það sem bærinn hefur hingað til boðið okkur er bara alls ekki nógu gott. Við höfum þurft að vera á löndunarplaninu hjá Miðfelli allan tímann. Það er langt í frá að það sé mér eitthvað kappsmál að Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar verði svipt sinni aðstöðu, ég vil bara fá eitthvað sambærilegt“, segir Henrý.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli