Frétt

Leiðari 48. tbl. 2004 | 24.11.2004 | 09:31Ríkið, það er .....

Með lagasvipu stjórnvalda yfir höfði sér náðu deiluaðilar í kennaradeilunni landi. Sá langi og erfiði róður ber þó ekki með sér að mikilli sátt hafi verið landað. Þvert á móti. Hugur kennara er blendinn; sveitarfélögin sögð á ystu nöf fjárhagslega, en þá fyrst taki steininn úr ef aðrar þær stéttir launþega, sem ósamið eiga um kaup og kjör, telji sig þess umkomnar að gerast sporgöngumenn kennara. Fyrir um það bil þremur vikum hlaut bæjarstóri Ísafjarðarbæjar mikið klapp fyrir þau orð sín á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, að ef ekki fengjust skýr svör um afstöðu ríkisins til tekjuskiptingar á næsta fundi tekjuskiptanefndar myndu fulltrúar sveitarfélaganna ganga út. ,,Við töldum okkur ekki geta náð neinum árangri í þessari nefnd nema fulltrúar ríkisins breyttu afstöðu sinni til þess verkefnis að semja um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“ Svo mörg voru þau orð.

Ummæli Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, leiddu hvorki til viðræðuslita né sýnilegs árangurs. Í Morgunblaðinu s.l. laugardag sagðist hann eiga von á að tekjuskiptanefnd yrði falið að vinna áfram í málinu. Grundvöllur þess væri þó að afstaða ríkisins breyttist. Í téðu viðtali kveðst Halldór hafa yfir 40 tilvik þar sem hallað hafi verið á sveitarfélögin í samskiptunum við ríkissjóð og nefnir þar til fáein dæmi, meðal annars að ríkið hafi áður greitt 60% af húsaleigubótum á móti 40% hlut sveitarfélaga, en nú hafi dæmið snúist við. ,,Við erum ekkert að ræða um grunnskólann eða slík verkefni sem voru færð yfir með samningum. Við erum að ræða allt hitt sem hefur verið laumað yfir til okkar með breytingum á lögum og reglugerðum og EES-tilskipunum svo eitthvað sé nefnt.“

Nær ár er liðið síðan tekjustofnanefnd kom fyrst saman. Slíkur seinagangur kemur öðrum aðilanum til góða, en bitnar að sama skapi á hinum. Stóra bróður liggur ekkert á. Áfrýjunarorð um ábyrgð viðsemjanda henta ekki í þessu tilfelli. Alþingi reyndist létt verk að afgreiða lögin um einkahlutafélögin, sem kosta sveitarfélögin um 1,2 milljarða á ári. Það er stór spónn úr aski þeirra. Og safnast þegar saman kemur, eins og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur bent á.

Í sameiginlegri skattheimtu ríkis og bæja verður skipting skatttekna að vera í samræmi við verkaskiptingu. Eins og nú hallar á sveitarfélögin getur ekki leitt til annars en ófagnaðar. Réttlát skipting skatttekna er líka forsenda þeirrar sameiningar sveitarfélaga, sem stjórnvöld beita sér nú fyrir.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli