Frétt

bb.is | 23.11.2004 | 14:30Stafrænar sjónvarpsútsendingar að hefjast á Vestfjörðum

Bolvíkingar geta notið stafrænna sjónvarpssendinga innan tíðar.
Bolvíkingar geta notið stafrænna sjónvarpssendinga innan tíðar.
Stafrænt sjónvarp um ADSL verður að veruleika á Vestfjörðum síðari hluta þessarar viku þegar útsendingar Skjás eins og fleiri stöðva hefjast í Bolungarvík og á Patreksfirði. Alls verður boðið uppá útsendingar 10 innlendra og erlendra stöðva. Íbúar í Bolungarvík og á Patreksfirði verða fyrstu íbúar landsins sem njóta þessara útsendinga. Síminn og Skjár einn áforma í vikunni að hefja hringferð sína um landið og færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá einn og enska boltann. Hringferðin hefst í Bolungarvík og hyggjast Síminn og Skjár einn bjóða Bolvíkingum til fjölskylduhátíðar í félagsheimilinu Víkurbæ kl. 17:00 á fimmtudaginn.

Á hátíðinni verður þjónusta Símans kynnt auk þess sem Skjár einn verður með ítarlega kynningu á vetrardagskrá sinni. Framkvæmdastjóri Skjás eins og nokkrir vel valdir dagskrárgerðarmenn mæta til kynningar á dagskránni. Daginn eftir verður svo fjölskylduhátíð á Patreksfirði.

Eins og kunnugt er hófu íbúar nokkurra sveitarfélaga söfnun til þess að festa kaup á sjónvarpssendum til útsendingar á sjónvarpsstöðinni Skjás eins. Var það gert í kjölfar þess að sjóvarpsstöðin keypti útsendingarrétt enska boltans. Þegar Síminn keypti ráðandi hlut í sjónvarpsstöðinni var ákveðið að sjónvarpa efni stöðvarinnar í gegnum símalínur með ADSL-tækni. Var því frekari uppsetning sjónvarpssenda slegin af en jafnfram tilkynnt að íbúar þeirra bæjarfélaga sem söfnuðu fyrir sendum nytu forgangs við uppsetningu hinnar nýju tækni. Í stað hefðbundinnar þráðlausrar dreifingar er sjónvarpsmerkið flutt um símalínur með hjálp ADSL tengingar. Viðskiptavinir geta horft á sjónvarpið samtímis því að vafra á Internetinu. Í þessum áfanga munu núverandi viðskiptavinir ADSL þjónustu Símans njóta forgangs hvað varðar uppsetningu þjónustunnar.

Boðið verður upp á áskriftarleiðina “Topp 10” og hafa viðskiptavinir þar aðgang að sjö erlendum sjónvarpsstöðvum auk þriggja íslenskra, samtals 10 stöðvum með fjölbreyttu efni og er mánaðargjaldið fyrir þær 1.695 kr. Stöðvarnar sem um ræðir eru Skjár einn, Enski boltinn (fleiri beinar útsendingar), RÚV, Eurosport, Sky News, Discovery Channel, Cartoon Network, BBC Prime, MTV og DR1. ADSL viðskiptavinir Símans á ofangreindum stöðum geta fengið frían aðgang að þremur stöðvum, RÚV, Skjá einum og Enska boltanum ef skráning fer fram fyrir 15. desember. Uppsetning þjónustunnar verður gjaldfrjáls til 15. janúar og fer skráning eingöngu fram á vef Símans, siminn.is.

Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans segir að með því að dreifa stafrænu sjónvarpsefni um ADSL kerfið sé Síminn að nýta þá miklu fjárfestingu sem liggur í fjarskiptakerfum fyrirtækisins og flýta fyrir almennri uppbyggingu dreifikerfisins víðar um landið, umfram það sem áður hefur verið hagkvæmt. Með dreifingunni um ADSL kerfi Símans er Skjár einn að auka dreifingu á sínu efni. Um það bil 80% heimila landsins hafa fram að þessu náð útsendingum Skjás eins á Breiðbandi Símans eða með örbylgju- eða UHF loftnetum og eykst dreifingin jafnt og þétt.

Eva segir að uppsetningarteymi muni hefja störf í Bolungarvík á fimmtudag og muni vinna við uppsetningar á tengingum næstu daga.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli