Frétt

| 03.08.2001 | 15:25Þar er hið blíða blandið stríðu ...

Séð yfir útivistarparadís Ísfirðinga í Engidal. T.v. á myndinni er bárujárnsþekja yfir viðum Ísafjarðarkirkju í jaðri veglegra sorphauga en á holtinu handan árinnar er kapellan í kirkjugarðinum.
Séð yfir útivistarparadís Ísfirðinga í Engidal. T.v. á myndinni er bárujárnsþekja yfir viðum Ísafjarðarkirkju í jaðri veglegra sorphauga en á holtinu handan árinnar er kapellan í kirkjugarðinum.
Engidalur við Skutulsfjörð er vinsælt útivistarsvæði og margir stunda þar reglubundið skokk og gönguferðir og aðra útiveru í fagurri náttúru og friðsæld við bæjardyr Ísfirðinga. Ýmsir renna fyrir fisk í ánni sem liðast um dalinn meðan aðrir stunda fuglaskoðun á leirum eða greina jurtir í móum. Kirkjugarður Ísfirðinga er á fögrum stað á Réttarholti við mynni Engidals. Gert hefur verið samkomulag milli Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Hendingar þess efnis, að í Engidal verði komið upp fullkominni aðstöðu til iðkunar hestaíþrótta. Byggð verða hesthús og reiðhöll og gerður skeiðvöllur.
En köttur er í bóli bjarnar og segja má með orðum sálmaskáldsins, að hér sé hið blíða blandið stríðu. Skammt innan við Grund, sumarbústað Sverris Hermannssonar og fjölskyldu hans, sem stendur á fögrum gróðurreit í fjörunni við Kirkjubæ, er sorpbrennslustöð Ísfirðinga ásamt tilheyrandi athafnasvæði í kring. Hér var í eina tíð Kirkjuból við Skutulsfjörð en sá forni merkisbær hefur verið lagður svo kyrfilega í eyði að jafnvel jarðveginum hefur verið ekið í burtu. Ekki verður annað sagt en að eins snyrtilegt sé innan girðingarinnar hjá Funa og hægt er að hugsa sér. En margt ruslið er utan girðingarinnar enda fellur sitthvað til í stóru bæjarfélagi. Ekki verður starfsmönnum heldur kennt um staðsetningu stöðvarinnar eða um ástand þessara mála að neinu leyti.

Innan um annað rusl á sorphaugum nær miðjum Engidal, rétt við hjalandi silungsána, eru viðirnir úr Ísafjarðarkirkju hinni gömlu sem reist var fyrir bráðum hálfri annarri öld en var tekin ofan eftir brunaskemmdir fyrir hálfum öðrum áratug. Naumast verður samastaður þessi kallaður mjög virðulegur og vekur nokkra furðu, að ekki sé meira sagt, að kirkjuviðirnir skuli vera geymdir einmitt þarna. Raunar virðist þurfa sérstaka hugmyndaauðgi til þess að geta látið sér detta slíkt í hug.

Ekki er langur spotti frá geymslustað kirkjuviðanna gömlu yfir að kapellunni og kirkjugarðinum á Réttarholti. Fyrir skömmu var í bæjarráði Ísafjarðarbæjar tekið fyrir bréf fulltrúa sóknarnefndar varðandi nábýli kirkjugarðsins og sorphauganna og tala þeir þar um sjónmengun. Hins vegar er starfsemi sorpstöðvarinnar vissulega náskyld hlutverki kirkjugarðsins, þar sem á báðum stöðum er fargað því sem ónýtt má telja og hætt er að nota. Að því leyti má telja þetta nábýli eðlilegt og mætti e.t.v. nýta hina fullkomnu brennslustöð að einhverju leyti í því sambandi.

Til þess að gæta allrar sanngirni má einnig benda á, að sorphaugar á útivistarsvæði bjóða upp á fjölbreyttari og frumlegri afþreyingarkosti en ella væri. Auk fuglaskoðunar, jurtagreiningar og steinasöfnunar gefast fólki þannig möguleikar á sorpskoðun, ruslagreiningu og dósasöfnun, svo að eitthvað sé nefnt.

Þegar áðurnefnt bréf var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar samþykkti ráðið að fela tæknideild bæjarins að semja verklýsingu og bjóða út gerð jarðvegsmana og aðra jarðvegsvinnu á athafnasvæði Sorpbrennslunnar Funa. Þetta var ákveðið „í kjölfar bréfsins og endurtekinna umræðna í bæjarstjórn“, eins og segir í bókun ráðsins. Höfundar bréfsins eru Jens Kristmannsson og sr. Magnús Erlingsson f.h. sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju. Þar segir m.a.:

„Sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju vill hér með vekja athygli ykkar á sjónmengun, sem við blasir í Engidal við Skutulsfjörð. Er þetta einkum áberandi þegar fólk kemur gangandi úr kirkjugarðinum á Réttarholti eftir að hafa vitjað leiða ástvina sinna. Þá horfir það yfir ána og sér tvo stóra ruslahauga blasa við sér. Er annar haugurinn rétt innan við girðinguna, sem umlykur Sorpbrennsluna Funa, steinsnar frá þeim stað þar sem viðir hinnar gömlu Ísafjarðarkirkju eru geymdir. Þá hefur umhverfi Engidals verið raskað á nokkrum stöðum með malarnámi. Er mikil óprýði bæði af haugunum og jarðraskinu. Sérstaklega stingur þetta í augu þar eð kirkjugarðurinn er í næsta nágrenni.“

Þess má geta, að Jón Fanndal Þórðarson, sem rekur Flugbarinn í flugstöðinni á Ísafjarðarflugvelli, skammt frá sorphaugunum, ritaði grein í Bæjarins besta fyrir skömmu og lagði til að komið yrði upp limgerði framan við athafnasvæði Funa (sjá bb.is – Aðsent efni: Umhverfi Funa). Einnig er fjallað um þetta mál í leiðara Bæjarins besta í þessari viku (sjá bb.is – Ritstjórnargreinar: Fegurð færir innri fögnuð).

Þeim sem vildu leggja orð í belg um þessi mál er bent á Netspjallið hér á BB-vefnum.

– Hlynur Þór Magnússon

Sjá einnig:

BB 24.07.2001
Jarðvegs

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli