Frétt

Leiðari 46. tbl. 2004 | 14.11.2004 | 14:17Bæjarins besta 20 ára

Hvernig sem það kann að hljóma eru hinn 14. þessa mánaðar liðin tuttugu ár síðan fyrsta eintak Bæjarins besta leit dagsins ljós. Tíu ára afmælisins var minnst með veglegum hætti með útgáfu afmælisblaðs, en það verður að segjast eins og er, að tíu ára samfelld, vikuleg útgáfa héraðsfréttablaðs taldist nokkur tíðindi á þeim árum. Þegar áratugs samfylgd lesenda og annarra viðskiptavina var þökkuð, sögðum við: ,,BB er rétt við það að slíta barnsskónum. Hver framtíð þess verður veltur öðru fremur á ykkur, lesendur góðir.“ Á þeim öðrum tíu árum sem síðan eru liðin hefur með eftirminnilegum hætti komið í ljós að BB hefur í engu glatað fyrra trausti og velvild. Fyrir það skal nú þakkað, líkt og gert var á hinum fyrri tímamótum, með veglegu afmælisblaði.

Þegar litið er yfir umfjöllunarefni blaðsins síðastliðin tíu ár er óhætt að fullyrða að útgefendur hafa haft það að leiðarljósi að fjalla um þau mál er hverju sinni voru efst á baugi. Gilti einu hvort um sérhagsmunamál okkar Vestfirðinga var að ræða eða ekki. Segja má að rauði þráðurinn í afstöðu blaðsins til þessara mála kristallist best í svari þess við umvöndun við leiðaraskrif, en þá sögðum við tæpitungulaust, að blaðið myndi „hér eftir sem hingað til bregðast hart við“ þegar það teldi hagsmuni Vestfirðinga í húfi. Tilurð blaðsins hefur alla tíð grundvallast á þessari afstöðu. Á því verður engin breyting.

Á síðustu tíu árum hafa umtalsverðar breytingar verið gerðar á útliti blaðsins. Til bóta trúum við, að minnsta kosti höfum við ekki orðið varir við mikið annað en ánægju með þau skref sem stigin hafa verið í þá átt. Þeirri göngu er engan veginn lokið.

Byltingin í útgáfustarfsemi H-Prents ehf. er tvímælalaust fréttavefurinn bb.is. sem opnaður var 4. janúar árið 2000. Það voru vissulega söguleg tímamót. En einnig urðu tímamót og síst ómerkari í byrjun mars 1996 þegar farið var að birta BB á Netinu í sömu mynd og í prentaðri útgáfu, fyrst íslenskra blaða. Sú netútgáfa af BB varð strax vinsæl. Síðan fór aðsóknin að fréttavefnum bb.is langt fram úr björtustu vonum strax við opnun hans fyrir rétt tæpum fimm árum. Þúsundir innlendra netverja heimsóttu vefinn daglega auk þess sem hann var lesinn reglubundið í tugum þjóðlanda víðs vegar um heim.

Þessi fyrsta grunngerð fréttavefjarins, sem vissulega var af vanefnum gerð, þjónaði lesendum BB í tvö ár. Þá var svo komið að um tvennt var að velja: Leggja vefinn niður eða byggja hann upp frá grunni. Síðari leiðin var valin. 12. janúar 2002 var ný vefsíða tilbúin, tæknilega fullkomnari en sú fyrri, fjölbreyttari að efnisvali og þjálli í notkun. Breytingunni fylgdum við meðal annars úr hlaði með þeim ummælum er við létum falla við breytingu á blaðinu sjálfu síðla árs 1984, að blaðið sem þá birtist með nýju sniði yrði sem fjölbreyttast og opið öllum þeim, sem því vildu leggja lið með efni, svo og væru allar ábendingar um efnisval vel þegnar.

Hinn 1. mars síðastliðinn voru enn á ný gerðar umfangsmiklar breytingar á vefsíðunni. Útliti breytt og efnisval stóraukið, meðal annars settar inn margvíslegar upplýsingar sem ekki birtast í prentuðu útgáfunni, svo sem upplýsingar um veðurfar, flugferðir og fleira. Allt þjónar þetta einum og sama tilgangi: Betri upplýsingamiðli fyrir þá sem vilja fylgjast með mannlífi á Vestfjörðum, aðgengilegum fyrir hvern og einn, nánast hvar sem hann er staddur á jarðarkringlunni. Með þessari breytingu verður ekki staðar numið. Þvert á móti munum við halda áfram að aðlagast breyttum tímum og tækni.

Á tíu ára afmælinu bentum við á mikilvægi héraðsblaða og spurðum í því sambandi: „Hvernig halda menn að tekist hefði til með ritun Sögu Ísafjarðar og Eyrarhrepps, svo dæmi sé tekið, ef ekki hefðu komið til heimildir hinna mörgu blaða sem gefin hafa verið út hér um slóðir á því tímabili, sem sagan greinir frá?“ Og við bættum við: „Þrátt fyrir gildi héraðsfréttablaða fyrir sagnaritara síðari tíma er lífsmyndin sem birtist á síðum þeirra við útkomu hvers og nýs eintaks ekki síður mikilvæg. Í pensildráttum þeirrar myndar opinberast mannlífsþættir líðandi stundar, frásagnir af fólki í lífi og starfi, í gleði þess og sorgum.“

BB mun hér eftir sem hingað til reyna að halda því merki á lofti, sem stofnað var til fyrir tuttugu árum. Meðan blaðið nýtur þess velvilja og stuðnings, sem það hefur notið þessa tvo ára tugi, getum við ekki annað en horft björtum augum fram á veginn.

Bæjarins besta þakkar samfylgdina.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli