Frétt

Leiðari 45. tbl. 2004 | 10.11.2004 | 09:46Mikilvægi fjölmiðla á landsbyggðinni

,,Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd er athugi stöðu staðbundinna fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra og skili skýrslu. Í skýrslunni verði gerð grein fyrir þróun markaðarins undanfarin ár og, ef þurfa þykir, komið með tillögur um beinar eða óbeinar aðgerðir sem ríkisstjórn og Alþingi gætu gripið til í því skyni að efla rekstrargrundvöll staðbundinna fjölmiðla“ segir í tillögu til þingsályktunar, sem níu þingmenn allra flokka hafa sameinast um að flytja á Alþingi.

Þegar litið er til þess að rekstarumhverfi héraðsblaða hefur þrengst til muna á undanförnum árum er framtak flutningsmanna þakkarvert. Lágur dreifingarkostnaður er eitt lykilatriða blaðaútgáfu á landsbyggðinni. Í þeim efnum hefur hallað mjög til verri vegar. Enginn, sem til þekkir, efast þó um nauðsyn þessara blaða. Þau eru hornsteinn skoðanaskipta um málefni er varða vöxt og viðgang viðkomandi landshluta, mannlíf þar allt og menningu.

Í greinargerð flutningsmanna segir meðal annars, að markmiðið sé ,,að gerð verði úttekt á þeirri stöðu sem nú er á markaði svæðisbundinna fjölmiðla.“ Þá segir að ,,svæðisbundnir fjölmiðlar (gegni) nú þegar og (muni) í framtíðinni gegna vaxandi hlutverki fyrir lýðræðislega umræðu.“ Ennfremur: ,,Í skýrslu, sem nefnd menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi skilaði í apríl sl., kom fram að sú skylda hvílir á íslenska ríkinu að stuðla að fjölbreytni í fjölmiðlun. Skýrslan fjallaði nær eingöngu um málefni þeirra fjölmiðla sem hafa útbreiðslu um land allt en að litlu leyti um staðbundna fjölmiðla. Þótt finna megi dæmi um öflugan fölmiðlarekstur utan höfuðborgarsvæðisins hafa staðbundnir fjölmiðlar átt undir högg að sækja hér á landi. Nauðsynlegt er að gera sérstaka úttekt á stöðu þessara fjölmiðla svo ræða megi hvort sérstakra aðgerða er þörf til að efla stöðu þeirra.“ Þá er í greinargerðinni bent á tilmæli Evrópuráðsins í þá veru að ástæða sé til að huga sérstaklega að stöðu svæðisbundinna fjölmiðla. Í lok greinargerðarinnar segja flutningsmenn: ,,Sameining sveitarfélaga leiðir til þess að þörf íbúanna eykst fyrir staðbundna fjölmiðlun sem í senn veitir upplýsingar um verkefni stjórnvalda og er vettvangur opinberrar umræðu um málefni hvers sveitarfélags.“

Það er Bæjarins besta, sem um þessar mundir fagnar tuttugu ára afmæli sínu, sérstakt ánægju efni að ríkisvaldið skuli minnt á skyldu sína með þeim hætti að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla á landsbyggðinni.

Vonandi fylgja athafnir orðum í þessu máli.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli